Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Óveðursútkall á höfuðborgarsvæðinu

Í morgun var sveitin kölluð út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu. Voru fyrstu menn mættir í hús og farnir að ná í bílana úr geymslu um hálftíma eftir kallið en fyrsta verkefni barst þó ekki fyrr en um klukkutíma síðar.

Erum við nú ein sveita í útkallinu en verkefni eru sem betur fer fá enn sem komið er.

 

Slútt – fyrir partý

Mæting á Flugvallarveginn laugardaginn 8. janúar 2011 kl 10.00 til ca hádegis (eða eftir hvað við verðum dugleg). Öllu komið á sinn stað – skúrað, skrúbbað og bónað. Það verða langir verkefnalistar á töflunni sem þarf að tæma! Yfir-verkefna-skipuleggjendur eru: Stefán seðill, Ásgeir áramótaflugeldur og Bogga birgðarnefnd. Það ætti því engann að skorta verkefni. Við verðum vonandi búin að rumpa fyrir-partýinu af um hádegi þannig að allir komast í heitt bað og smá bjútítrítment fyrir kvöldið.

Síðustu atriði afmælisársins

Núliðin helgi var síðasta viðburðarhelgi afmælisársins en því hefur verið fagnað með opnu húsi á Menningarnótt, fjölmennri ferð á Bárðabungu, stórri björgunaræfingu þar sem öllum björgunarsveitum landsins var boðin þátttaka og nú um helgina með kaffisamsæti og árshátíð félagsmanna.

FBSR vill þakka afmælisgestunum kærlega fyrir komuna, gjafirnar og hlý orð í okkar garð. Á föstudag skrifuðu yfir 200 manns sig í gestabókina og fór það framm úr okkar björtustu vonum.

 

Dagskrá afmæilsvikunnar

Gleðilega afmæliviku! Þá er það loka vikan í 60 ára afmælisfögnuði Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Meðfylgjandi er dagskrá vikunnar en það er, eins og sjá má, mikið um að vera. Minnum á að margar hendur vinna létt verk. Hlökkum til að sjá ykkur.

Mánudagur – Bíó
Á mánudaginn verður Bíó Paradís með sérstaka björgunarsveita sýningu á myndinni Norð Vestur. Norð Vestur fjallar um atburðarás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð féll á bæinn í október 1995. Snjóflóðið reyndist eitt það mannskæðasta í sögu landsins en alls fórust 35 manns í flóðum árið 1995. Efni myndarinnar tengist okkur mikið og við hvetjum félaga til að nýta þetta tækifæri til að sjá myndina (myndin er ekki lengur í almennri sýningu). Tilboð á popp og kók í hléi.

Bíó Paradís er á Hverfisgötunni (gamli Regnboginn) og myndin hefst 20.20.
 

Þriðjudagur – afmælisundirbúningur I
Á þriðjudaginn verður Flugvallavegurinn sjænaður fyrir afmælisveisluna á föstudaginn. Þar þarf að skúra, skrúbba og bóna útúr dyrum. Skyldumæting. Bogga er yfir-þrif-og-tiltektarstjóri og mun hún útdeila verkefnum með harðri hendi. Mæting 20.

Þeir sem ekki hafa enn orðið sér útum miða á hina stórglæsilegu árshátíð FBSR á laugardaginn gera það hér og nú. Einnig verða nýju vegabréfaveskin til sölu. Krunka er yfir-miðavörður. Posi á staðnum

Miðvikudagur – frjáls dagur
 


Fimmtudagur – afmælisundirbúningur II

Á fimmtudaginn er annar í afmælisundirbúningi. Nú þarf að klára að græja húsið fyrir föstudaginn. Við þurfum við fullt af höndum í að færa, flytja, fela, setja upp og stílisera – borð, stóla, ljós og hitt og annað. Magnús Viðar er yfir-stíliseri. Mæting 18.

Föstudagur – afmælisboð
Loksins er komið að afmæliskökunni! Við verðum eins og áður hefur komið fram með afmælisveislu á föstudaginn frá 17 til 19. Þarna verður allt frægasta fólkið, girnilegustu kræsingarnar og skemmtilegasta dagskráin. Að sjálfsögðu mætum við öll. Hvetjum félaga til að mæta í FBSR flíspeysum/polobolum.

Laugardagur – ÁRSHÁTÍÐ
Á laugardaginn er það sjálf árshátíðin. Mæting á Flugvallarveginn í fordrykk kl 18. Miðar á árhátíðina hafa rokið út og er búist við topp-mætingu. Láttu þig ekki vanta!

Afmæliskveðja,
Stjórnin

Árshátíð – miðasala

Minnum á að miðasala vegna árshátíðarinnar verður á Flugvallarveginum miðvikudaginn 17.nóv og fimmtudaginn 18.nóv milli 17 og 20! Miðaverð er 5.000 kr og innifalið er fordrykkur, hátíðar jólahlaðborð og skemmtiatriði.

Á sama tíma (og á sama stað) verða til sölu nýju vegabréfsveskin sem Flugbjörgunarsveitin lét gera í tilefni afmælisársins. Veskin eru stóglæsileg og kosta litlar 5.000 krónur.

Það verður posi á staðnum.

Sjáumst í verslunarleiðangri á Flugvallarveginum!

Sleðamessa 21. nóvember

Sleðamessa björgunarsveita verður haldin í húsnæði FBSR við Flugvallarveg 21.nóvember nk. og hefst kl. 9.00 

Nánari dagskrá:

Setning sleðamessu.

Fyrirlestrar byrja
kl 09:00 Sjúkrabúnaður á sleða hvað á að vera með og hvað ekki ? – Gummi Guðjóns

10:00 Svæðaskipting á jöklum, hættusvæði og svæði sem eru í lagi – Snævar
11:00 Reitakerfi, kynning á notkun. – Gísli
11:30 Sprungbjörgunar work shop á Langjökli í máli og myndum.
Félaga sprungubjörgun útbúnaður, Kjarri

12:00 Hádegismatur í boði SL

13:00 Pallborðs umræður um sleðamál björgunarsveita.
Umræðuhópar að störfum frá 13:00 til 14:00
Úthlutaður 1 tími í hópaumræður og svo 30 mín. fyrir hópa að kynna
niðurstöður.

Umræðuefni

1 Úttektir á sleðahópum og kröfur
2 Æfingar hvernig æfa sleðaflokkar
samæfingar á landsvísu og innan svæða (Tækjamót)
3 Samræming á Útbúnaðar lista fyrir sleðahópa

Kaffihlé

Niðurstöður kynntar 14:30
15:30
Umræða um framkvæmd og framhald sleðamessu
Myndasýning frá Edda og Þór K síðan í USA Chris b
Sleðamessu lokið um 17:00

Pappírar

Mannst þú eftir eyðublöðunum okkar?

Hér eru eyðublöðin sem við erum að nota dags daglega í allskonar sýsl.

Til dæmis þegar Óla finnst línurnar okkar orðnar hættulega gamlar og vill að við kaupum nýjar línur þá smellir hann einu svona á stjorn hja fbsr punktur is, svo ef útlit er fyrir að upphæðin fari yfir 50.000 fær hann tilboð á allavega tveimur til þremur stöðum og svo kemur kannski jáið frá stjórninni og allir hoppa af kæti yfir nýja dótinu.

 

Af Landsbjargarsíðunni

Inná heimasíðunni landsbjorg.is er skemmtileg grein sem allt björgunarsveitafólk ætti að lesa. Greinin samanstendur af tveimur bréfum sem félaginu barst frá fólki sem hefur þegið aðstoð björgunarsveita og segja þau frá sinni upplifun í kringum það.

Beinn hlekkur á fréttina er hér