Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Bílastæði við hús FBSR

Góðan daginn.
Skv. netpósti sem sendur var á alla félagsmenn, minnum við á nýtt bílastæði og hvernig við munum hátta bílastæðamálum í framtíðinni.  nánari upplýsingar eru að finna í anddyrinu þar sem teikning af endanlegri útfærslu liggur fyrir.  Biðjum við alla félagsmenn um að virða þessar reglur svo við getum átt þau að í framtíðinni. Takk fyrir og eigið góðan dag.

NýliðaFundur i kvöld

Hæhæ
Takk fyrir síðast, það var dúndurmælting á nýliðakynningarnar og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest í kvöld kl 19:55.
• Jónasi Guðmunds leiðist ekki að miðla reynslu og þekkingu. Hann mun renna yfir helsta fatnað og búnað sem þarf til fjallaferða. Vil minna ykkur á að koma með seðla, 3500kr fyrir bókum.
• Skráning fer fram í Helgarferðina yfir Heiðina háu.
o Skipt verður í tjald og prímushópa. Til eru 6 fjagramanna tjöld og eitt tveggja manna , restinni þarf að redda. Þeir sem eiga tjald og/eða prímus mega endilega gefa sig fram í kvöld.
• Fyrir þá sem langaði að byrja prógrammið strax í gær, geta tekið forskot á sæluna og mætt á hlaupaæfingu kl 18:15. Æfingastjóri í kvöld verður Símon Elvar.

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld
Kv Heiða og Sveinborg

Kynningarfundur leitarsviðs

Kynningarfundur leitarsviðs

Þriðjudaginn 6. sep kl 19:00 verður kynningarfundur leitarsviðs haldinn. Þórarinn Gunnarsson hefur tekið að sér að vera formaður sviðsins og honum til aðstoðar verða Stefán Þór og Sigga Sif. Á fundinum verður hægt að skrá sig á sviðið. Þeir sem ekki komast á fundinn en vilja starfa með sviðinu í vetur eru beðnir um að senda tölvupóst á Þórarinn ([email protected]). Bent er á að nýliðum í B2 er velkomið að starfa með sviðinu.

Dagskrá kvöldsins:

Markmið sviðsins kynnt
Hlutverk innan sviðsins kynnt
Farið yfir dagskrá vetrarins og ný hefð kynnt til sögunnar
Opin umræða um stefnu og framtíðarsýn sviðsins

Sjúkraæfing

Stór og mikil sjúkraæfing er nú í gangi á Hengilssvæðinu. 8 Fallhlífastökkvarar stukku úr þristinum ásamt cargo. TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með 4 undanfara á staðinn og fluttu björgunarmenn og sjúklinga á milli staða í rúmlega tvær klukkustundir. Við þökkum TF- Líf og sjúklingum frá HSSR, HSSG og læknanemum kærlega fyrir þátttöku sína.

Nýliðakynningar

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er
fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku,
jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa sem
gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Ert þú 18 ára
á árinu eða eldri? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verða
haldnar þriðjudaginn 30. ágúst og fimmtudaginn 1. september kl. 20.00 í
húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.

 

Verkefni við Múlakvísl

Stjórnstöðvarbíllinn af svæði 1 (Björninn) hefur verið í verkefni síðan 14. júlí við Múlakvísl sem vettvangsstjórnstöð. Hann verður þar eins lengi og lögreglan/almannavarnir óska eftir. Samkvæmt upplýsingum af staðnum er óhætt að segja að bíllinn hafi virkað vel og sé mikill stuðningur við alla stjórnun á staðnum.

Kynning á sviðum sveitarinnar

Þann 20. júní klukkan 19:00 er öllum sem vilja boðið á kynningu sviðsstjóra í sal FBSR.

Sviðsstjóri/fulltrúi hvers sviðs mun kynna starf sinnar einingar og bjóða þá sem vilja koma til starfa velkomna.

Kynningin er fyrir alla meðlimi FBSR hvort sem um er að ræða nýinngengna félaga eða eldri kempur sem vilja koma aftur til starfa eða þá sem vilja bæta við sig sviðum til að starfa á. Kynningin hefst klukkan 19:00 og við hendum einhverju á grillið á eftir.

Endilega komdu og sjáðu hvaða fjölbreyttu starfssemi FBSR hefur upp á að bjóða handa þér. 

 

Ferð á Snæfellsnes

Nokkrir nýgerðir Flubbar stefna á Snæfellsnesið á morgun laugardag 28. maí. Áætluð mæting í hús er 8.00 þaðan sem við brunum að Snæfellsjökli, töltum upp og rennum okkur niður (stiga sleðar og skíði velkomin). Þaðan verður stefnan tekin að Kirkjufelli við Grundarfjörð, brölt upp og niður (fínt að taka hjálma með). Farið verður á Strumpastrætó og einkabílum. Allir skemmtilegir Flubbar velkomnir.