Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Hálendisgæslan

Stjórnarfundi var að ljúka fyrir stundu og er það ákvörðun stjórnar að FBSR mun ekki taka þátt í hálendisgæslunni þetta árið.  Séu spurningar varðandi ákvörðunina þá sendið mér netpóst eða hringið í mig.

Ottó.

Aðstoð vegna ófærðar

26. janúar 2012 klukkan 02:03
FBSR 5 með þeim Hauki Inga og Eyþóri Snorrasyni er við störf vegna ófærðar, verkefnin eru þónokkur skv. fjarskiptum og eru bæði snjóbíll Ísak og Hagglundinn komnir út að aðstoða líka.
Alltaf gaman að vita af snjóbílum við störf.
Kveðja heimastjórn.

Útkall, vélsleðaslys Skálafelli

Alls fóru 9 manns frá okkur af stað í útkallið, 3 vélsleðamenn á FBSR-6
og 5 björgunarmenn á FBSR-5, einnig fór 1 björgunarmaður á einkabíl. 
Útkallið var afturkallað áður en okkar fólk kom á staðinn þrátt fyrir að
allir hafi verið lagðir af stað úr húsi innan við 20 mínútum eftir að
útkallið kom.

Kv, heimastjórn

Þakkir og þrettándasala

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill þakka öllum  þeim er styrktu starf sveitarinnar með kaupum á jólatrjám og/eða flugeldum núna í desembermánuði. Salan gekk vonum framar og með henni er rekstur sveitarinnar tryggður áfram 🙂

Við minnum jafnframt hina sprengiglöðu á að við verðum með þrettándasölu í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 5. og 6.janúar.

Sölustaðurinn verður opinn sem hér segir:

Fimmtudagur: 16:00 – 20:00

Föstudagur: 12:00 – 20:00

 

Útkall við Nesjavelli

Þessa stundina stendur yfir aðgerðin fastur bíll á Nesjavallaleiðinni.  Á svæðinu eru FBSR 4 og 5 með Magnús Ægi. Sveini, Bryjólfi, Davíði, Addý og Guðjóni Benf.
Gríðarlega mikill snjór er á svæðinu og færðin mjög erfið.

Kv. heimastjórn