Fimmtudagskvöldið 28/2 2013 heimsótti fjallasvið FBSR klifurvegginn í húsi Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík. Þar tók Danni Landnemi á móti okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Í klifurvegg HSSR er hægt að æfa sig í leiðsluklifri og einnig hafa verið settar upp nokkrar „drytool“ leiðir sem klifraðar eru með ísöxum. Einstaklega vel heppnað æfingakvöld hjá Fjallasviði.
Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized
Nýliðaraun hjá B2 lokið
Nýliðakynningar 2012
Nýliðakynningar haustið 2012
Verða haldnar dagana 28. ágúst og 30. ágúst klukkan 20:00 í húsnæði FBSR að flugvallavegi. Vonumst til að sjá sem flesta á kynningunum. Endilega látið þá aðila sem hafa áhuga vita og jafnvel koma með þeim á kynninguna.
Getur hver sem er sótt um?
Aldurstakmark er 20 ára eða á 20. aldursári, þó eru undanþágur skoðaðar í hverju tilfelli fyrir sig. Vera við góða andlega og líkamlega heilsu. Félagar geta gengið inn í sveitina á aðalfundi í maí, tveimur árum eftir að nýliðanámið hefst. Reynslan sem árin kenna okkur er vissulega dýrmæt og nýtist mjög vel í björgunarstörfum. Björgunarstörf eiga því alls ekkert síður við fólk sem er á „“besta aldri““.
Kveðja Stjórn FBSR.
Bílamál
Stefna í bílamálum hefur verið tekin af stjórn og aðilum á bílasviði. Stefnan verður kynnt félagsmönnum á opnum stjórnarfundi næsta mánudag 20. ágúst klukkan 19:00. Sjáumst.
Umsóknir námskeiða
Nýtt fyrirkomulag er á umsóknum um námskeið. Hafi viðkomandi áhuga á einhverju námskeiði Björgunarskólans skal hann sækja um það til síns sviðsstjóra og mun umsóknin tekin fyrir á næsta Sviðsstjórafundi.
Kveðja Stjórn
Útkall
Leit við Meðalfellsvatn
Frá FBSR fóru 6 menn á FBSR 3 að söfnunarsvæði við Kaffi Kjós og er Fishópurinn að vinna hér í húsi að sínu verkefni og stefnir í 2 fis að svo stöddu.
FBSR FIS 1 með Indíönu fer að fara í loftið á næstu mínútum.
Kv. Heimastjórn / Ottó
Landshlutafundurinn í Flensborg
Frábærar umræður á fundinum og málstofurnar voru stórgóðar. Mörg þörf málefni rökrædd og skoðanir annarra eininga voru virkilega athyglisverðar og hvetjandi.
Sjálfsmat og stöðumat
Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat. Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat.. Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.
Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.
Kveðja Ottó.
Lávarðafundur
Þessa stundina eru Lávarðar að funda í hús í sínu venjulega laugardagskaffi og hafa menn frá mörgu að segja. Í salnum er síðan námskeið fallhlífaklúbbsins og sleðamaðurinn Stefán Már að vinna í salnum. Mikið líf í húsi þessa stundina.
Ottó.