Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Sleðamessa

Sleðamessa
björgunarsveitanna verður laugardaginn 14. nóvember í húsi
Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að Flatahrauni 14, 220 Hafnarfirði.
Björgunarsveitarmenn eru hvattir til að kynna sér dagskrá sleðamessunar
en margir áhugaverðir fyrirlestrar eru í boði. Á sunnudeginum 15.
nóvember verður síðan sleðamessa fyrir almenning þar sem eru
einnig erindi sem eru áhugaverð fyrir björgunarsveitarmenn.

Dagskrá
Laugardagur 14. nóvember  sleðamessa björgunarsveitanna.
Í húsi Björgunarsveitar Hafnafjarðar að Flatahrauni 14, 220 Hafnarfirði.
 
Kl. 12:00 Hádegismatur í boði SL
Kl. 13:00 Fyrirlestur vorferðir á jöklum
              Fyrirlestur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg
              Kynning hvað er að gerast í tetra og svo eru þeir sem eru búnir að vera að aka með tetra hvernig útfærslu    
              þeir eru með og hvernig það hefur komið út.
              Hvernig á að stilla CTI spelkur kennsla.
Kaffihlé.
              Notkun og eftirspurn Sleðagalli SL, ílar, Vesti, Hnéspelkur. Eru ekki örugglega allir að nota þessa hluti?
              Kynning og afhending á Reitakerfinu.
              Umhirða og stillingar á sleðum.
              Útkall í Skessuhorn.
              Umræða um framkvæmd og framhald sleðamessu.
Sleðamessu lokið um 18:00
 
Sunnudagur 15. nóvember sleðamessa fyrir almenning.
Í Sporthúsinu, Dalssmára 9-11, 201 Kópavogi.

Kl. 10:30 Húsið opnar Eftirtalin fyrirtæki á staðnum – Sjóvá, IMG Aukaraf, Garmin Ísland, Össur.
Kl. 11:00 Snjóflóðaleit og félagabjörgun Fyrirlesari Árni H.S.S.K.
Kl. 12:00 Hádegis hlé myndasýning á skjávarpa.
Kl. 13:00 Ofkæling á fjöllum Fyrirlesari Guðmundur F.B.S.R.
              Er sleðinn í lagi fyrir ferðina fyrirlesari Halldór
              Sprungur og svelgir á jöklum Þór F.B.S.R.
              Sleðamessu slitið.

 

Leitarsvið – fyrsta hjálp

Í kvöld, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20 ætlar leitarsvið að hittast og
skerpa á fyrstu hjálpinni. Allir velkomnir.

Minni einnig á samæfingu leitarhópa næsta mánudag, 9. nóvember kl. 19,
en hún er í umsjón Ársælinga.  Þema æfingarinnar verður slóðaleit og
fyrsta hjálp.

Kveðja
Leitarsvið – EVM

Félagar óskast í heimastjórn

Undanfarin
ár hefur heimastjórn FBSR verið óvirk en síðast liðinn vetur ákvað
stjórn FBSR að setja í gagn nýtt fyrirkomulag þar sem stjórnarmenn hafa
skipst á að taka heimastjórn í útköllum. Þetta hefur gengið ágætlega en
nú leitum við eftir fleiri aðilum til að sinna þessu mikilvæga
hlutverki.

Að vera í heimastjórn felur m.a. í sér:

  • opna hús FBSR í upphafi útkalls, vera til taks í húsi og hafa yfirsýn
  • að stjórna félögum í útkalli
  • vera tengiliður við aðgerðastjórn
  • skrá mætingu í aðgerðagrunn SL og á tilkynningatöflu í húsi
  • kalla út mannskap ef þess er þörf

Áhugasamir hafi samband við formann á formadur(hja)fbsr.is

 

Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið
hreyfðar lengi? Vantar þig fjallaskíðaskó í 43? Lumarðu kannski alveg
óvart á þremur prímusum og auka loftdýnu af því þú gast ekki ákveðið
þig á sínum tíma hvað væri best? Viltu gera fáránlega góð kaup á
reyndum fjallagræjum? Ertu að svipast um eftir reyndu göngutjaldi?

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

Þetta er annað árið í röð sem ÍSALP heldur
búnaðarbazar í samstarfi við FBSR. Mæting var góð í fyrra en við höfum
ríka ástæðu til þess að halda að í ár verði pakkað út úr húsi.

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 15. Október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

 

Fyrsta hjálp & Fjallabjörgun

Er ekki kominn tími til að rifja upp fyrstu hjálpina? en fjallabjörgunina? Um helgina verða námskeiðin Fyrsta hjálp I og Fjallabjörgun fyrir nýliða sem og inngengna.

Fyrsta hjálp I verður kennd í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavík og er mæting á Flugvallarveg 18.30. Umsjón með námskeiðinu hefur Agnes – agnessvans83[hjá]gmail.com

Fjallabjörgun verður kennd á föstudagskvödið á Flugvallarveginum og svo dagsferðir bæði á laugardag og sunnudag. Umsjón með námskeiðinu hefur Atli Þór – atliaid[hjá]gmail.com

Við hvetjum félaga til að taka þátt í námskeiðum til upprifjunar og æfinga – hvort sem er námskeiðin í heild eða að hluta til.

Fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins

Fimmtudaginn 1.október verður fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins. Æfingastjóri skipuleggur sveitaræfingar og í þeim verða verkefni við allra hæfi. Sveitaræfingarnar verða haldnar reglulega í vetur og eru nauðsynlegur þáttur í að efla liðsheild, hæfni og traust félaga.

Mæting í hús kl 19 – úkall kl 19.15.

Mætum öll!

 

Haustferð Jóns Þorgrímssonar

Helgina 25. – 27. september verður haldið i Haustferð FBSR. Matti Zig verður fararstjóri að þessu sinni en ferðin verður í anda Jóns Þorgrímssonar og heitir jafnframt eftir honum. Ferðaáætlunin í ár hjómar þannig: Landmannalaugar – Strútslaug – Strútsskáli (Strútur) 

 Lagt verður af stað í Landmannlaugar á föstudagskvöld kl 20:00. Tjaldað þar og að sjálfsögðu verður fótabað í lauginni.
Laugardagurinn fer í það að koma sér að Strútslaug. Tveir möguleikar eru fyrir hendi:
   A) Að fara yfir Torfajökul og niður Laugaháls eða
B) að fara norður fyrir Torfajökul og ofaní Muggudali og þaðan að Strútslaug, þar sem hópurinn fer að sjálfsögðu í bað. Á sunnudaginum verður farið frá Strútsstígur að Strútsskála þar sem hópurinn verður sóttur.

Skráning á skráningarblöðum á Flugvallarvegi eða hjá mattizig[hja]simnet.is