Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Aðalfundur FBSR 27. maí kl. 20.00

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 27.maí nk. kl. 20.00.

 

Dagskrá aðalfundar:
 
1.    Formaður setur fund.
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4.    Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2009, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
5.    Inntaka nýrra félaga.
6.    Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000 (muna að koma með pening)
7.    Kosning formanns (til eins árs).
8.    Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
9.    Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10.  Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11.  Önnur mál.
 
Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin

 

Banff fjallamyndahátíðin 2010

Hin árlega Banff fjallamyndahátíð verður haldin í sal Ferðafélags Íslands dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Sýndar verða stuttmyndir um afrek og ævintýri fólks sem stundar ýmis jaðarsport eins og fjallamennsku, klifur, snjóbretti, fjallaskíði, fjallahjól, BASE-jumping og ýmislegt fleira. Myndirnar eiga það sameiginlegt að fjalla um
samspil fólks við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun er sjaldan fjarri.

– Sýningarkvöldin verða tvö og mismunandi myndir sýndar hvort skipti.- Almennt miðaverð er 1200 krónur hvort kvöld en 2000 krónur fyrir bæði kvöldin saman.
– Dagskrá og nánari upplýsingar: www.isalp.is/banff

Dagskrá Banff fjallamyndahátíðarinnar 2010

Fyrra kvöldið (26/4)
1. Azazel (Big-wall). 22 mín.
2. On Sight (Klifur). 16 mín.
3. Signatures: Canvas of Snow (Skíði). 16 mín.
– Hlé –
4. Revolution One (Unicycle). 11 mín.
5. Mont-Blanc Speed Flying (Kite). 10 mín.
6. First Ascent: Alone on the Wall (Sólóklifur) 24 mín.
7. NWD10: Dust and Bones (Hjól). 15 mín.

Seinna kvöldið (27/4)
1. Rowing the Atlantic (Róðrarafrek). 26 mín.
2. Look to the Ground (Hjól). 5 mín.
3. First Ascent: The Impossible Climb (Klifur). 24 mín.
– Hlé –
4. Hunlen (Ísklifur). 13 mín.
5. Project Megawoosh (Verkfræðihúmor). 5 mín.
6. Committed 2: Walk of Life (Klifur). 21 mín.
7. Re:Sessions (Skíði). 17 mín.

Braggapartý



Braggapartý

 

  6.MARS 2010 KL. 20 Í BRAGGANUM

– KÚREKAR VESTURSINS MÆTA TIL LEIKS ÁSAMT ÞVÍ AD HLÍÐA Á DAGSKRÁ AFMÆLISÁRS FBSR

– NÝR MYNDASKETS FRÁ SÓLHEIMAJÖKLI

– HATTAR, KLÚTAR, SPORAR OG GALLAEFNI VERÐUR Í HÁVEGUM HAFT

ÍHAAAA

 

 

Miðsvetrarfundur

Þriðjudaginn 26.janúar verður miðsvetrarfundur FBSR haldinn á Flugvallarveginum og hefst kl 20. Þar verður farið yfir dagskrána og það sem hæst ber í starfinu þessa dagana. Hvetjum alla félaga til að mæta.

Útkallsæfing & kassapartý

Á laugardaginn (28.nóvember) byrjum við daginn á útkallsæfingu undir stjórn Steinars æfingastjóra, mæting í hús kl. 8.30 – tilbúin í hvað sem er. Áætlað er að æfingunni verði lokið um kl. 16.00. Þessi æfing er aðeins ætluðum inngengnum félögum.

Um kvöldið verður svo hinn ævaforni siður Flubba heiðraður í formi Kassapartýs. Gleðin verður að Austurstönd 3, Seltjarnarnesi og hefst 21:00. Minnum stökkvara á að koma með skuldir sínar en annars gildir sú regla að hver sjái um sínar veigar.

Sjáumst á laugardaginn!

Björgunarstörf í náttúruhamförum – ráðstefna

Í tilefni 40 ára starfsafmælis Hjálparsveitar skáta Garðabæ efnir sveitin til ráðstefnu og pallborðsumræðna um náttúruöflin á Íslandi og hvernig björgunaraðilar geti búið sig undir hjálparstarf á hamfarasvæðum. Fengnir hafa verið færustu sérfræðingar á sínu sviði til að fjalla um málefnið. Ráðstefnan fer fram laugardaginn 21. nóvember í hátíðarsal Jötunheima, húsnæðis Hjálparsveitar skáta Garðabæ við Bæjarbraut.

Ármann Höskuldsson og Hörður Már Harðarson stýra ráðstefnunni og Jón Gunnarsson alþingismaður stýrir pallborðsumræðum.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

080236-875020