Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Kynningarfundur leitarsviðs

Kynningarfundur leitarsviðs

Þriðjudaginn 6. sep kl 19:00 verður kynningarfundur leitarsviðs haldinn. Þórarinn Gunnarsson hefur tekið að sér að vera formaður sviðsins og honum til aðstoðar verða Stefán Þór og Sigga Sif. Á fundinum verður hægt að skrá sig á sviðið. Þeir sem ekki komast á fundinn en vilja starfa með sviðinu í vetur eru beðnir um að senda tölvupóst á Þórarinn ([email protected]). Bent er á að nýliðum í B2 er velkomið að starfa með sviðinu.

Dagskrá kvöldsins:

Markmið sviðsins kynnt
Hlutverk innan sviðsins kynnt
Farið yfir dagskrá vetrarins og ný hefð kynnt til sögunnar
Opin umræða um stefnu og framtíðarsýn sviðsins

Nýliðakynningar

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er
fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku,
jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa sem
gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Ert þú 18 ára
á árinu eða eldri? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Nýliðakynningar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verða
haldnar þriðjudaginn 30. ágúst og fimmtudaginn 1. september kl. 20.00 í
húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.

 

Kynning á sviðum sveitarinnar

Þann 20. júní klukkan 19:00 er öllum sem vilja boðið á kynningu sviðsstjóra í sal FBSR.

Sviðsstjóri/fulltrúi hvers sviðs mun kynna starf sinnar einingar og bjóða þá sem vilja koma til starfa velkomna.

Kynningin er fyrir alla meðlimi FBSR hvort sem um er að ræða nýinngengna félaga eða eldri kempur sem vilja koma aftur til starfa eða þá sem vilja bæta við sig sviðum til að starfa á. Kynningin hefst klukkan 19:00 og við hendum einhverju á grillið á eftir.

Endilega komdu og sjáðu hvaða fjölbreyttu starfssemi FBSR hefur upp á að bjóða handa þér. 

 

Ferð á Snæfellsnes

Nokkrir nýgerðir Flubbar stefna á Snæfellsnesið á morgun laugardag 28. maí. Áætluð mæting í hús er 8.00 þaðan sem við brunum að Snæfellsjökli, töltum upp og rennum okkur niður (stiga sleðar og skíði velkomin). Þaðan verður stefnan tekin að Kirkjufelli við Grundarfjörð, brölt upp og niður (fínt að taka hjálma með). Farið verður á Strumpastrætó og einkabílum. Allir skemmtilegir Flubbar velkomnir.

Ný stjórn

Aðaflundur FBSR var haldinn í gærkvöldi og urðu þar nokkrar breytingar á stjórn félagsins.

Ottó Eðvarð Guðjónsson tekur við af Elsu Gunnarsdóttur sem formaður sveitarinnar.
Þráinn Fannar Gunnarsson, Gunnar Atli Hafsteinsson og Arnar Már Bergmann koma nýjir inn í stjórn en út fara Stefán Þór Þórsson, Elsa S. Helgadóttir og Magnús Þór Karlsson.
Af fráfarandi stjórn sitja áfram þau Agnes Svansdóttir, Marteinn Sigurðsson og Jón Svavarsson.

Fráfarandi stjórnarmönnum og konum eru þökkuð störfin og nýrri stjórn óskað velfarnaðar í starfi.

Peysudagar

Peysudagur Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður miðvikudaginn 11. maí.
Þetta er hugmynd sem kom upphaflega frá Hilmari skipstjóra Sæbjargarinnar. Allir sem eru í Slysavarnafélaginu Landsbjörg mæta í peysu merktri félaginu til vinnu þennan dag.

 

Vinnubúðir

Kæru félagar,

Fjallakofinn og Bill Crouse, sexfaldur Everest-fari og sölustjóri Black Diamond, bjóða í vinnubúðir í verslun
Fjallakofans að Laugavegi 11 föstudagskvöldið 29. Apríl kl. 20

Við hvetjum ykkur til að koma þessu á framfæri við alla þá sem að hafa áhuga á fjallabjörgun og fjallabúnaði.
Þetta er einstakt tækifæri til að hitta í eigin persónu einn mesta reynsluboltann á markaðnum

 

Páskaferð í boði B2

Eins og venja er sér B2 um að skipuleggja Páskaferð FBSR. Að þessu sinni er stefnan tekin á Skaftafell. Lagt verður af stað
að morgni fimmtudagsins 21. apríl  (Skírdag).  Líklega verður gist í
tjöldum í Skaftafelli en fólk getur auðvitað líka haft sína hentisemi með það.  

 

Dagskráin
verður samsett af styttri ferðum (oftast dagsferðum) út frá Skaftafelli
sem gerir fólki kleift að koma og fara eftir hentisemi og áhuga.  Athugið að staðsetning var sérstaklega valin svo að flubbar gætu komið með fjölskylduna með og allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Gróf dagskrá hefur verið sett saman til viðmiðunar en hún gæti breyst eftir áhuga, aðstæðum, veðri og fleiru.

Fimmtudagur (Skírdagur / Sumardagurinn fyrsti):
 – Þumall
 – Kristínartindar / Svartifoss

Föstudagur (Föstudagurinn langi):
 – Þumall (seinni dagur)
 – Hnappavellir
 – Gönguferð á Blátind

Laugardagur:
 – Ísklifur
 – Hnappavellir
 – Grill um kvöldið

Sunnudagur (Páskadagur):
 – Þverártindsegg (krefst smá aksturs)
 – Hnappavellir

Aðrir dagskrárliðir sem á eftir að finna tíma á (ræðst m.a. af áhuga):
 – (Fjalla-)skíðaferð a la Stefán gjaldkeri

Smá skýringar:

Þumall: Gengið inn í Morsárdal eftir að komið er í
Skaftafell á fimmtudegi.  Gist þar og farið daginn eftir á fjallið.
Þumall sjálfur er dálítið klettaklifur sem er samt ekki erfitt.  Ef
aðstæður eru erfiðar fyrir Þumal mætti fara á Miðfellstind í nágrenninu.  Gæti orðið mögnuð ferð ef vel tekst til.

Kristínartindar / Svartifoss: Ætti að henta flestum sem vilja taka því "rólega".

Hnappavellir: Klifur og kósýheit.

Ísklifur: Að öllum líkindum klifur í skriðjökli.

Þverártindsegg: Með flottari toppum / eggjum Íslands.  Myndir má sjá á: http://www.fjallafelagid.
is/
myndir/113

Blátindur: Ekki tæknilega erfitt en langur labbitúr ef
farið er fram og til baka á einum degi. Útsýnið er ótrúlegt á góðum
degi. Mynd segir meira en mörg orð:
https://picasaweb.google.com/
david.karna/
20100617NupstaAskogarSkaftafel
l#5505799955871843554

(Fjalla-)skíðaferð: Stefán gjaldkeri hefur hug á að
fara á skíðum upp á jökul (Hnappavallaleið á Rótarfellshnjúk). Það á
víst að vera hægt á gönguskíðum – niðurleiðin verður bara spennandi.
Óljóst hvaða dag þetta yrði en allavega ekki á fimmtudegi.

Þetta er alls ekki endanlegur listi yfir hvað verður gert svo ef þið lumið á góðum  hugmyndum endilega komið þeim á framfæri.

Til að geta gengið almennilega í skipulagningu þyrftum við að fá að vita
sirka hversu mörgum við megum eiga von á, bæði varðandi gistingu, pláss
í bílum og skipulagningu einstakra liða, við biðjum ykkur því að svara
eftirfarandi spurningum og koma svörum til okkar á [email protected].  Vinsamlegast svarið já, nei eða kannski:

– Hefur þú áhuga á að koma í páskaferð (ef einhverjir koma með ykkur vinsamlegast tilgreinið það)?
– Mundir þú koma á einkabíl?
– Mundir vera allan tímann (ef nei, vinsamlegast tilgreinið tíma)?
– Hefur þú áhuga á ferð á Þumal?
– Hefur þú áhuga á ísklifri?
– Hefur þú áhuga á ferð á Þverártindsegg?
– Hefur þú áhuga á skíðaferð?