Kynningakvöld Útlilífs verður haldið á morgun 11. október í Glæsibæ klukkan 18:30.
25% afsláttur af öllum fjalla- og útivistabúnaði ásamt sértilboðum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar
Cintamani dagar í Október
Fimmtudagar eru Björgunarsveitadagar í október.
Fimmtudagana 6., 13., 20. og 27. október langar okkur í Cintamani Bankastræti 7 að bjóða Björgunar- og Hjálparsveitum að koma til okkar og versla með 25% afslætti (15% af Canada Goose) milli kl. 19:00 og 21:00. Full búð af Cintamani vörum og mikið úrval af Asics hlaupaskóm, Teva sandölum og Casall íþróttafatnað. Auk þess erum við með Ecco gönguskó, CamelBak vörurnar hinar einu sönnu, Sorel kuldaskó á börn og fullorðna, og ýmislegt fleira. Eigum von á nýjum Cintamani vörum og Teva kuldaskóm á næstunni, fylgist með okkur á Facebook Endilega nýtið ykkur þetta tilboð til að klæða ykkur upp fyrir veturinn. Munið eftir Félagsskírteinum! (með þeim fæst auðvitað líka 15% afsláttur alla daga hjá okkur)
Kær kveðja Starfsfólk Cintamani, Bankastræti 7, 101 Reykjavík.
Tilboð Fjallakofans
Nú er komið að því! Síðasta björgunarsveitarkvöldið í haust verður á miðvikudaginn, 5. október, kl. 18 til 21 í Fjallakofanum, Reykjavíkurvegi 64.
Boðið verður uppá léttar veitingar. Auk uppboðsins verður tískusýning og fullt af frábærum tilboðum!
Uppboðið á ýmsum vörum hefst klukkan 19:30 auk þess sem það verður 20-50% afsláttur fullt af vörum.
Kaupfélagið opið, fatnaður til mátunar
Salur FBSR til leigu
Nú er hægt að leigja salinn í félagsheimilinu út til þeirra sem hafa áhuga. Salurinn verður leigður frá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, helgarleiga er öllu jafnan ekki leyfð nema engin starfsemi sé ráðgerð í salnum á sama tíma. Áfengi verður ekki leyft undir neinum kringumstæðum. Þeir sem hafa áhuga á því að leigja salinn er bent á að hafa samband við gjaldkera FBSR sem hefur netfangið [email protected]. Salurinn hefur stórt sýningatjald, myndvarpa, stóla og tússtöflu og 15 tveggja manna borð. Þráðlaust internet er einnig í salnum. Ágætt aðstaða er í eldhúsinu þar sem er kaffikanna, expressovél, hraðsuðuketill og örbylgjuofn eru til staðar. Leigjandi kemur sjálfur með kaffi og kaffipoka því þar sem ekki er starfsmaður á staðnum til að gæta þess að það sé ávallt til staðar. Leiguverðin eru hjá gjaldkeranum sem tekur niður pantanir, greiða skal fyrir leigu á salnum fyrirfram inn á reikning tilgreindan af gjaldkera. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið netpóst og við svörum um hæl.
Kveðja stjórnin.
Landsæfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
Verður haldin 8. október í nágrenni Ísafjarðar. Netpóstur hefur verið sendur til allra sviðsstjóra og þeir beðnir um að tala við sitt svið, koma sér saman um hópa og tilkynna þá inn bæði til Landsbjargar og stjórnar. Síðasti skráningadagur er mánudagurinn
3. október.
Kv. Ottó
Kynningakvöld Fjallakofans
Kæru félagar,
Minnum á kynningarkvöld Fjallakofans. Fyrsta kvöldið er núna í kvöld, 27. sept – opið frá 18.30 til 20.30.
Einnig verður opið hjá okkur á sama tíma fimmtudagskvöldið 29. September og miðvikudagskvöldið 5. Október.
Kv. Ottó
Bílastæði við hús FBSR
Góðan daginn.
Skv. netpósti sem sendur var á alla félagsmenn, minnum við á nýtt bílastæði og hvernig við munum hátta bílastæðamálum í framtíðinni. nánari upplýsingar eru að finna í anddyrinu þar sem teikning af endanlegri útfærslu liggur fyrir. Biðjum við alla félagsmenn um að virða þessar reglur svo við getum átt þau að í framtíðinni. Takk fyrir og eigið góðan dag.
Minnum Nýliðafundinn í kvöld.
Hlaup kl 18:15.
-Skvab og skankar hristir undir handleiðslu Símonar.
Þriðjudags fyrirlestur kl 19:55
-Uppgjör ferðar. Hvað lærðum við?
-Matur á fjöllum
-Prímusar. Doddi fer yfir helstu trúarbrögð í prímusafræðunum.
-Tjaldatiltekt.
NýliðaFundur i kvöld
Hæhæ
Takk fyrir síðast, það var dúndurmælting á nýliðakynningarnar og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest í kvöld kl 19:55.
Jónasi Guðmunds leiðist ekki að miðla reynslu og þekkingu. Hann mun renna yfir helsta fatnað og búnað sem þarf til fjallaferða. Vil minna ykkur á að koma með seðla, 3500kr fyrir bókum.
Skráning fer fram í Helgarferðina yfir Heiðina háu.
o Skipt verður í tjald og prímushópa. Til eru 6 fjagramanna tjöld og eitt tveggja manna , restinni þarf að redda. Þeir sem eiga tjald og/eða prímus mega endilega gefa sig fram í kvöld.
Fyrir þá sem langaði að byrja prógrammið strax í gær, geta tekið forskot á sæluna og mætt á hlaupaæfingu kl 18:15. Æfingastjóri í kvöld verður Símon Elvar.
Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld
Kv Heiða og Sveinborg