Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Dagskráin framundan

Á fimmtudag klukkan 20 verður haldinn auka-Aðalfundur FBSR í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg.  Allir félagar ættu að hafa fengið bréf þess efnis í síðustu viku en hafi það ekki borist þá vinsamlegast látið ritara vita.

Nú um helgina fer B1 í gönguferð á Reykjanesi á meðan B2 verður á námskeiði í Leitartækni uppi á Akranesi.  Við hvetjum alla félaga til að mæta í annanhvorn dagskrárliðinn, það er alltaf gaman í ferðum með B1 og öll þurfum við að rifja upp leitartæknina reglulega.

Þá verður farið í haustferðina helgina 2.-4. nóvember og verður sú ferð algjört dúndur.

Minnum svo á að dagskránna má sjá hér á vefnum.

Hraðapróf

Minnum alla flubba á að mæta á Kópavogsvöllinn við hliðina á Sporthúsinu í hraðaprófið klukkan 18:15.  3000 metrar, 7 1/2 hringur á tíma segir helling um hvort formið er kúla eða eitthvað annað. 

Kynningakvöld í Everest

Eftirfarandi barst frá Everest:

"Vildi bara láta ykkur vita að Fimmtudaginn 18 okt. og Mánudaginn 22 okt. verða björgunarsveitakvöld í versluninni Everest frá klukkan 18:00 bæði kvöldin. Þar verður góður  afsláttur af öllum vörum og ýmsar vörur á sértilboðum þessi kvöld. "

Þá er löngu búið að senda nafnalista fyrir B1 og B2 í búðirnar þannig að þeir sem ekki eru með félagsskírteini þurfa ekkert að óttast.

Tetra-námskeið

Þriðjudaginn 16.okt, klukkan 18 í Skógarhlíð verður haldið Tetra námskeið.  Þar ætlar Daníel að kenna okkur á talstöðvarnar okkar og verður með almennan fróðleik um Tetra kerfið.  Skráning er á spjallinu eða með tölvupósti á ritari <hjá> fbsr.is.

Dagskrá kvöldsins

Í kvöld verður Einar Sveinbjörnsson með fyrirlestur um veðurfræði fyrir nýliða klukkan 20.  En eins og flestir vita eru nýliðaveður oft æði frábrugðin þeim veðrum sem inngengnir hafa áhyggjur og áhuga á.  Þá er óþarfi að minna á æfinguna sem byrjar 18:15 en þar hittast nýrri og eldri félagar og taka létt skokk og kannski Muller æfingar í Nauthólsvík.

Fyrirlesturinn verður haldinn niðrí húsi en á sama tíma er svokallað flubbakvöld þar sem inngengnir hittast og ræða heima og geima ásamt því að undirbúa sig fyrir Landsæfingu.  Ef þú kærir þig ekki um að ræða um heima eða geima þá skaltu bara mæta til að hlusta á fyrirlesturinn.   Nóg að gera í kvöld og fullt af fólki!

Fjallakofinn veitir afslátt

Fjallakofinn hefur núna flutt að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Þeir
vilja nú sem fyrr þjónusta okkur björgunarsveitarfólkið vel og veita
okkur núna auka afslátt í tilefni að flutningunum.

 Nú í september og til og með 12. okt. er veittur 20% staðgreiðsluafsláttursé verslað fyrir meira en 20.000 kr og þeim sem versla fyrir meira en 50.000 kr. er boðið að skipta greiðslunum niður á allt að 4 mánuði vaxtalaust. Þessa sömu daga (til og með 12. okt) eru allar buxur seldar með 25% afslætti, að frátöldum Smartwool og Löffler nærbuxum.

Allir félagar í Björgunarsveitum Landsbjargar hafa fastan 10% staðgreiðsluafslátt (5% sé greitt með kreditkortum) auk þess sem veitt eru tilboð í magnkaup.

Kappkostað er að eiga sem mest af algengasta búnaðinum sem björgunarsveitarfólk notar á lager og hægt er að útvega með stuttum fyrirvara vörur frá helstu viðurkenndu merkjum, s.s. Scarpa, Marmot, Black Diamond, Petzl o.fl.

                                                                  

Kát sál í þreyttum líkama

 

Á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15 hittumst við niðrí húsi við Flugvallarveg og tökum léttar æfingar.  Egill frjálsíþróttaþjálfari segir okkur fyrir verkum og eftir tímabilið keppum við öll á Gullmóti, það er næsta víst.

Æfingarnar verða eins mikið úti og hægt er, enda leitumst við alltaf við að vera úti í kuldanum og höfum líka þessi fínu æfingasvæði sem kallast Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Annasöm helgi framundan

Nú um helgina verður í nógu að snúast.  Leit í Skaftafelli (10-15 manns alla helgina), framkvæmdir í húsi (minnst 40 manns) og gæsla (10 manns á laugardagskvöld)  eru verkefnin en það er langt síðan við höfum þurft jafn margar hendur á sama tíma, ef frá er talin flugeldavertíðin.   Þó þú getir ekki séð af nema klukkutíma á laugardaginn, mættu á Flugvallarveginn og kíktu á dagskrá vetrarins.

Framkvæmdadagur á Flugvallarvegi

Nú á laugardag ætlum við að hittast klukkan 10 á Flugvallarvegi og taka til hendinni í húsinu.  Verkefnin eru af ýmsum toga, handiðn og skriftir.  Um kvöldið grillum við svo saman og verðlaunum okkur fyrir vel unnin verk.  Nánari upplýsingar um verkefnin verða á spjallinu.