Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Aðalfundarboð FBSR

Aðalfundur FBSR verður haldinn 20. maí 2015 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fund.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  4. Endurskoðaður rekstrar- og efnahagsreikningur 2014-2015, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
  5. Inntaka nýrra félaga.
  6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum Kvennadeildar FBSR, kr. 1.500 (í reiðufé).
  7. Lagabreytingar, umræða og kosning.
  8. Kosning stjórnar.
  9. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
  10. Kosning þriggja félaga í valnefnd heiðursveitinga.
  11. Önnur mál.

Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR. Tillögunum má skipta í tvennt:

  1. Í fyrsta lagi leggur stjórn til nýja uppsetningu á lögum FBSR þar sem ekki verður um neina innihaldsbreytingu á lögum FBSR að ræða. Ástæða þessa er til að einfalda og skerpa á uppsetningu núgildandi laga m.a. með því að sameina greinar sem eiga saman og einfalda orðalag. Heildarendurskoðun má finna hér.
  2. Í öðru lagi leggur stjórn FBSR til ýmsar breytingar á lögum sveitarinnar sem bæði taka til nýrra lagagreina og breytinga á fyrri lagagreinum. Auk þess er sérstaklega lögð fram breytingartillaga um fjölgun stjórnarmanna. Breytingartillögurnar má finna hér og sérstaka tillögu um fjölgun stjórnarmanna hér.

Núgildandi lög FBSR má finna hér. Lög FBSR.
Kynningu á heildarendurskoðun og breytingartillögum má finna hér. 

Sveitarfundur

Sveitarfundur verður haldinn 13. maí n.k. klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR við Flugvallarveg þar sem m.a. verður farið nánar yfir innihald lagabreytingartillagnanna. Það er von stjórnar að þeir sem vilja kynna sér breytingatillögurnar sjái sér fært að mæta og að umræðan sem þar skapast geti flýtt fyrir afgreiðslu á aðalfundi.

Boðun á aðalfundi

Stjórn FBSR vekur athygli á því að á síðasta aðalfundi FBSR var samþykkt breyting á lögum þess efnis að aðalfundur er löglega boðaður ef boðað er til hans með tölvupósti, og með tilkynningu á heimasíðu FBSR með minnst 5 daga fyrirvara.

Framvegis verður aðalfundur FBSR boðaður í samræmi við þessa breytingu og því verður ekki sendur bréfpóstur á félaga FBSR nema þeir sérstaklega óski eftir því. Óskir um bréfpóst vegna boðunar aðalfundar svo og upplýsingar um tölvupóstföng, sem senda skal fundarboð á, skulu berast stjórn á tölvupóstfangið [email protected].

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

Inntaka nýrra félaga

Á aðalfundi þann 20 maí sl. gengu til liðs við sveitina 14 nýir félagar þ.e.a.s. hópur þeirra nýliða sem10348705_10204071573209184_1464321577913668109_o lokið hefur sínu öðru ári í nýliðaþjálfuninni.

Þessi öflugi hópur er:

  • Arianne Gaehwiller
  • Ásdís Sveinsdóttir
  • Bjartur Týr Ólafsson
  • Egill Júlíusson
  • Emily Lethbrigde
  • Grétar Guðmundsson
  • Guðmundur Jóhannesson
  • Haukur Elís sigfússon
  • Hákon Gíslason
  • Illugi Örvar Sólveigarson
  • Jón Trausti Bjarnason
  • Karl Birkir Flosason
  • Októvía Edda Gunnarsdóttir
  • Unnur Eir Arnardóttir

Við bjóðum þau hjartanlega velkomin.

Ný stjórn tekur til starfa

fbsrÁ aðalfundi FBSR þann 20. maí var ný stjórn kosin sem mun starfa næsta starfsár. Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkjörinn formaður og þá var Kristbjörg Pálsdóttir endurkjörin í stjórnina til tveggja ára. Jón Smári Jónsson var auk hennar kosinn til tveggja ára og þau Björn Víkingur Ágústsson og Margrét Aðalsteinsdóttir voru kosin varamenn til eins árs. Fyrir í stjórn voru þeir Þorsteinn Ásgrímsson og Björn Jóhann Gunnarsson, en þeir voru á síðasta ári kosnir til tveggja ára.

Fyrsti stjórnarfundur var haldinn þriðjudaginn 27. maí og skipti þá stjórn með sér verkum. Engar breytingar voru gerðar á hlutverkum þeirra sem fyrir voru í stjórn, en Jón Smári tók við meðstjórnendahlutverkinu. Frekari upplýsingar um stjórn, hlutverk og sviðstjóra má sjá á þessari síðu.

Fundargerð aðalfundar og fyrsta stjórnarfundar munu koma inn á d4H fljótlega.

50 ára afmæliskaffi fyrsta nýliðahópsins

Kæru félagar.
Eins og áður hefur komið fram ætlum við að hittast n.k. laugardag 28. sept. á milli kl. 11.00 og 13.00 og eiga góða stund saman í félagsheimili okkar til að minnast þess að 50 ár eru í þessum mánuði síðan fyrsti nýliðahópurinn var stofnaður.
Góðar veitingar verða á boðstólnum og vonandi mikið af félögum sem láta sjá sig. Gott tilefni til þess að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur og sjáumst sem flest þarna.
Stjórn FBSR

Umsóknir námskeiða

Nýtt fyrirkomulag er á umsóknum um námskeið.  Hafi viðkomandi áhuga á einhverju námskeiði Björgunarskólans skal hann sækja um það til síns sviðsstjóra og mun umsóknin tekin fyrir á næsta Sviðsstjórafundi.

Kveðja Stjórn

Sjálfsmat og stöðumat

Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat.  Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat..  Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.  

Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.

Kveðja Ottó.

Lávarðafundur

Þessa stundina eru Lávarðar að funda í hús í sínu venjulega laugardagskaffi og hafa menn frá mörgu að segja.  Í salnum er síðan námskeið fallhlífaklúbbsins og sleðamaðurinn Stefán Már að vinna í salnum.  Mikið líf í húsi þessa stundina.

 

Ottó.

Hálendisgæslan

Stjórnarfundi var að ljúka fyrir stundu og er það ákvörðun stjórnar að FBSR mun ekki taka þátt í hálendisgæslunni þetta árið.  Séu spurningar varðandi ákvörðunina þá sendið mér netpóst eða hringið í mig.

Ottó.