Eins og glöggir notendur hafa tekið eftir er ekki hægt að skoða alla dagskrána heldur eingöngu 5 næstu liði hér hægra megin á síðunni. Ástæðan er "hakk" sem einhverjir óprútnir aðilar komu fyrir á svæðinu okkar til að "phis-a" banka á Hawaii. Búið er að loka fyrir svikasíðuna og verið er að uppfæra og breyta síðunni til að gera óprúttnum erfiðara fyrir næst.
Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar
Árshátíð
Árshátíðin verður glæsileg að vanda en að þessu sinni verður húnhaldin þann 1. mars í sal Skútunnar, í Hafnafirði.
Gamanið hefst kl 19:00 með fordrykk. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð með víni og verður veislustjórar kvöldsins okkar eigin Erna og Guðgeir. Skemmtiatriði verða meðal annars í boði nýliðahópanna og eftir matinn mun hljómsveitin Blúndubandið leika fyrir dansi
Wilderness First Responder
Ertu Flubbi og hefur þú áhuga á WFR námskeiði? Ef áhugi reynist nægur þá ætlum við að fá námskeið hjá Björgunarskólanum sérsniðið handa okkur í mars/apríl. Sendu póst á ritara ef þú vilt vera með.
Leitaræfing
Laugardaginn 9. febrúar verður haldin leitaræfing á vegum sveitarinnar. Farið verður úr húsi klukkan 09:00 og mun æfingin standa frammeftir degi.
Allir, hvort sem eru inngengnir, óvirkir eða nýliðar eru velkomnir.
Einnig minnum við á sameiginlega leitaræfingu sveita á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður mánudaginn 11. febrúar og hefst klukkan 18.
Myndir úr afmæli SL
Hægt er að sjá myndir frá afmæli SL sem haldið var þriðjudaginn 29.janúar síðastliðinn á eftirfarandi hlekk.
Afmæli SL
Af vefnum www.Landsbjorg.is :
Ágætu félagar, 29. janúar n.k. mun SL halda upp á að 80 ár eru liðin frá því að stofnað var landsfélag um björgunar- og slysavarnamál í landinu. Slysavarnafélag Íslands var stofnað 29. janúar 1928 og munum við fagna þessum tímamótum saman í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Við hvetjum ykkur að mæta í fatnaði tengdum félaginu. Það væri einnig gaman ef eihverjir myndu klæðast eldri fatnað en það tengir okkur við fortíðina. Verið nú dugleg að hafa samband við eldri félaga og bjóða þeim í afmælið. Það verður opið hús fyrri alla núverandi og eldri félaga SL. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta í þetta merkilega afmæli. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni. Hlakka til að sjá ykkur öll Kristinn Ólafsson Framkvæmdastjóri SL
Leit í snjóflóðum
Um helgina verður kennsla í snjóflóðaleit fyrir B1 og B2 í Botnsúlum. Haldið verður úr bænum á föstudagskvöldið klukkan 19:00 og komið aftur á sunnudag.
Ætlunin er að laugardagurinn fari í kennsluna sjálfa en sunnudagur fari í að fara uppá Botnsúlur eftir ýmsum leiðum.
Mat á snjóflóðahættu
Klukkan 20 í stóra salnum í Skógarhlíð verður haldið námskeiðið Mat á snjóflóðahættu. Kennari er Auður yfirleiðbeinandi hjá Björgunarskólanum en þetta er í fyrsta skipti sem hún kennir fyrir okkar sveit.
Um helgina verður svo verklegi hluti námskeiðsins í Botnsúlum en eins og bætt hefur í snjóinn í dag og spáð er í vikunni má búast við skemmtilegum aðstæðum.
Endilega mætið sem flest á þetta flotta námskeið.
Æfingar að hefjast að nýju
Næsta þriðjudag, þann 15.janúar, hefjast hlaupaæfingar að nýju eftir jólafrí. Lagt af stað klukkan 18:15 frá Flugvallarvegi.
Flugeldaslútt
Sælt veri fólkið og velkomin á árið 2008 😀
Nú er komið að okkar árlega SLÚTT- Partýi ! Jeii gaman saman !
Fjörið fer fram n.k laugardag þann 12 jan
Gleðin hefst kl 20:00 og verðum við öll mætt stundvíslega enda erum við professionals í því að vera á réttum tíma á réttum stað ! Þemað í partýinu verður Áramót enda hafa sennilega mörg okkar annað hvort misst af komu nýja ársins eða verið út á þekju vegna svefnleysis síðustu daga desembermánaðar 2007. Þetta verður að sjálfsögðu alvöru áramótargleði þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi, hattar og tilheyrandi verða á staðnum og skálað verður fyrir ,,nýju ári kl 00.