Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Tækjamót 25.apríl

Hjálparsveitin Dalbjörg skipuleggur tækjamót í Nýjadal helgina 25. til 27. apríl næstkomandi og munu í það minnsta tveir jeppar fara frá FBSR. 
Góður rómur hefur farið af tækjamótunum undanfarin ár en megin markmið þeirra er að hrista saman tækjamenn af öllum svæðum. 

Banff kvikmyndahátíð Ísalp

Árleg Banff fjallakvikmyndahátíð Íslenska Alpaklúbbsins er haldin í Háskólabíói þriðjudaginn 15. apríl og miðvikudaginn 16. apríl.

 Sýningar hefjast kl. 20 og er miðaverð 1000kr. fyrir Ísalpara og 1200kr. fyrir aðra.

 Nánari upplýsingar á heimasíðu Ísalp , brot af sýningunni má sjá hér.

 Mælum með þessu fyrir alla sem hafa gaman að því að leika sér undir berum himni.

Dagskrá vikunnar 7-13.apríl

Dagskrá vikunnar er á þessa leið:

Mánudagur kl 20.  Opinn stjórnarfundur þar sem félagar geta gægst inní störf stjórnar.

Þriðjudagur kl 18:15 Útihlaup
             

                       20:00 Ýmis verkefni f. inngengna

Helgin.  Ferð fyrir B1 og B2.

 

Aðalfundur og lagabreytingar

Næsti aðalfundur FBSR verður haldinn um miðjan maí en eins og lög gera ráð fyrir má þar koma með tillögur að lagabreytingum.   Hvetur stjórnin félaga til að kynna sér lög sveitarinnar en þau má nálgast hér.

Tillögum að lagabreytingum þarf að skila skriflega til stjórnar með 30 daga fyrirvara.

WFR á Gufuskálum

Þann 12. apríl hefst WFR á Gufuskálum og verður kennt í einum rykk til 19. apríl.  Áhugasömum er bent á að skrá sig á skoli.landsbjorg.is .

Fjögurra helga námskeiðið sem stóð til að halda fellur niður.

Ferðir helgarinnar

Um helgina verða tvær ferðir,  B1 fer í gönguskíðaferð inn að Hlöðufelli frá Laugarvatni. Brottför kl. 08.00 á laugardagsmorgni og frekari upplýsingar á spjallinu.  B2 fer í ísklifur á sunnuda kl. 9,  sennilega Múlann. 

Ef þú vilt með þá láttu Steinar eða Stefán vita, símanúmer undir "Hafðu Samband".

Ráðstefna um neyðar- og öryggisfjarskipti

Ráðstefna um neyðar- og öryggisfjarskipti verður haldin á Hótel Loftleiðum föstudaginn 14. mars.  Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra setur ráðstefnuna en á henni verður fluttur fjöldi áhugaverðra erinda, vinnuhópar starfræktir og lýkur ráðstefnunni með umræðum.

Í lok ráðstefnunnar verður boðið upp á léttar veitingar. Ráðstefnustjóri er Róbert Marshall.  Aðgangur er ókeypis og opinn öllum félögum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér.