Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Haustferð FBSR 2008 18 – 19. október

Fararstjórar Jón Þorgríms og Guðjón Örn.

Oddstaðavatn –Ljósufjöll-Miðtindur -Borg

Síðasta haustferð endaði við Hlíðarvatní Hnappadal á Snæfellsnesi.

Nú er ætlunin að halda áfram vestur eftir Snæfellsnesinu og byrja við norðurenda Oddstaðavatns.

Laugardagurinn 18. október.

Lagt verður af stað frá Flugvallarveginum stundvíslega kl: 7:00 og ekið vestur á nes. Ekið verður eftir Heydalsvegi að norðurenda Oddstaðavatns þar sem gangan hefst.

Eftir stutt stopp og létt snarl hefst gangan. Stefnan er tekin á Rauðamelsfjall og milli Svörufells og Svartafjalls þaðan að Sandfelli þar sem verður tjaldað.

Ca 15km í beinni loftlínu.

Sunnudagurinn 19. október.

Morgunmatur kl: 7:00,  síðan hefst gangan á Miðtindinn, við förum létt og skiljum tjöld og annan búnað eftir sem við þörfnums ekki. Geri ráð fyrir ca 4-5 tímum upp og niður.

Pökkum saman og göngum niður að Borg, áætlaður komutími þangað kl: 15:00.

Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.

Aðrar heimildir: Íslensk fjöll eftir Ara Trausta.

Skráning í ferðina er á spjalli FBSR, á blaði niðrí sveit eða senda póst á ritari<hja>fbsr.is

Skráningu lýkur miðvikudaginn 15. október kl. 23.00.

Fyrsta hjálp I og II

Fyrstu hjálpar námskeið I og II verða haldin fyrir nýliða og inngengna félaga helgina 10-12. október næstkomandi.

Fyrsta hjálp I verður haldin á Akranesi í húsnæði Björgunarfélags Akraness, farið verður úr Reykjavík á föstudagskvöld en inngengnum er að sjálfsögðu velkomið að mæta á laugardagsmorgun eða sunnudagsmorgun.

Fyrstja hjálp II verður haldin í Reykjavík og hefst kennsla á föstudagskvöldið einnig.

Við hvetjum alla inngenga félaga til að mæta eða kíkja við í skemmri tíma og rifja upp fyrstu hjálpar taktana.

 

Afsláttarkvöld í Útilíf

Útilíf býður til kynningar- og afsláttarkvöld í glæsilegri útivistardeild þeirra í Glæsibæ fimmtudagskvöldið 2. október kl. 19.00.

Útivistardeildin er m.a.a troðfull af nýju vetrarlínunum frá The North Face og Cintamani.

Á kynningarkvöldin býður Útilíf 20% afslátt af öllum fjalla- og útivistarbúnaði s.s. hlífðarfatnaði, svefnpokum, tjöldum, bakpokum, gönguskóm og öðru sem til þarf.

Einnig verða sértilboð og verða þau sérmerkt, ekki er afsláttur af snjóflóðaýlum eða GPS tækjum.

Notið endilega tækifærið að versla á góðum afslætti fyri veturinn.

Opinn stjórnarfundur 29. september

Minnum á opinn stjórnarfund sem fram fer á mánudaginn 29. september kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir munu verða haldnir síðasta mánudag í mánuði út veturinn. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á [email protected].

Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin.

Búnaðarbazar ISALP og FBSR 25. september

Íslenski alpaklúbburinn og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík halda sameiginlegan búnaðarbazar í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg, fimmtudaginn 25. september.
Á þessum síðustu og verstu er ekki úr vegi að gramsa í geymslunni og draga fram allt ónotaða glingrið.

Áttu notaða eða nýja gönguskó, tjöld, dýnur, prímusa, skíði, skíðaskó, sólgleraugu, hnébuxur, goretex eða seglklæðnað, stafi, fjallhlífa, kite, svefnpoka, bakpoka, klifurdót sem ekki er komið yfir síðasta söludag, brodda, axir eða eitthvað annað í ætt við þennan lista?
Ef svo er, mættu þá á búnaðarbazarinn og komdu þessu í verð.

Við stefnum að stærsta búnaðarbazar áratugarins. Við hvetjum alla sem vilja gera góð kaup eða fá smá vasapening til að mæta.
Búum til alvöru markað og hittum fjallafólk!

Um kl. 20.30 munu Atli og Ágúst sýna myndir frá ferð sinni um alpana.

Við vonumst til að sjá sem flesta!!

Kassbohrer

Mánudaginn  22.september kl 17:00 á Flugvallarvegi mætir Harald Häege sölustjóri hjá Kässbohrer í heimsókn til okkar og kynnir fyrir okkur það nýjasta frá þeim.
Við skulum mæta þar, öll sem hafa áhuga fyrir snjóbílarekstri, til þess að fá tilfinningu fyrir því hvað er að gerast í heimi snjóbílanna óháð því hvenær svo sem verður af endurnýjun okkar eigin snjóbíls.

 

Þá er ekki úr vegi að minna á föstu leikatriðin:

  •  Hlaupahópurinn hittist á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18:15, allir velkomnir. 
  •  Þá verða opnu stjórnarfundirnir síðasta mánudag í mánuði í vetur.
  •  Þriðjudagar klukkan 20 eru vinnudagar en þá stefnum við sem flestum á Flugvallarveg til að hittast í spjalli og gera það sem gera þarf hverju sinni.
  • Alla laugardagsmorgna klukkan 10 hittast gömlu sleggjurnar í kaffi og hafa til þess herbergi Kvennadeildarinnar.
  • Samæfingar leitarhópa eru annan mánudag í mánuði.  Þar mæta þeir sem áhuga hafa á leitartækni.
  • Samæfingar undanfara eru þriðja miðvikudag í mánuði. Þar mæta svokallaðir undanfarar ásamt undanrennu.

Æfingarnar byrja

Þrekæfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum eru byrjaðar en hópurinn hittist á Flugvallarvegi klukkkan 18:15.  Þú þarft ekki að vera í einhverju súperformi til að mæta, eina skilyrðið er að þig langi til að bæta það.

Vinnuferð í Tindfjöll 5-6 september

5.-6. September verður vinnuferð í Tindfjöll. Það sem þarf að gerast er aðallega tvennt:
Olíubera allt að innan til að drepa niður sveppi og þá myglu sem mögulega er á leiðinni.
Týna upp allt rusl (spítur sem hafa fokið) í nágrenni skálans og taka allan óþarfa úr skálanum s.s. nagla sem ekki verða notaðir osfrv.

Það væri ekki verra ef einhverjir smiðir gætu mætt og klárað þakkantana því það varð að sleppa því síðast vegna veðurs.
Þá þurfum við að taka mál vegna stormhlera á norðurhliðina, það er nú þegar komin skemmd í eina rúðuna vegna flúgjandi grjóts.

Það verður farið uppeftir bæði á föstudagskvöld og laugardagsmorgun og allir koma heim á laugardagskvöld. Þeir sem vilja koma með vinsamlegast tilkynnið þátttöku hérna á spjallinu eða sendið póst á [email protected] og segið hvort þið viljið fara á föstudag eða laugardag.