Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Opinn stjórnarfundur 24.nóvember

Minnum á opinn stjórnarfund sem fram fer á mánudaginn 24. nóvember kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir eru haldnir síðasta mánudag í mánuði. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á [email protected].

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

Hellweekend og fyrstahjálp

Eftir að hafa verið eins og blóm í eggi síðasta árið mun annars árs nýliðum okkar nú skellt á steikarpönnuna á Hellweekend undir tryggri stjórn Matta (skratta).  
Á sama tíma mun B1 vera í fyrstuhjálparæfingum að Flugvallarvegi en í siðasta mánuði tóku þau fyrstuhjálp 1 og er verið að bæta við verklega æfingahlutann.  B1 verður undir stjórn Kittu og Emils.

Ef þig langar til að taka þátt í öðrumhvorum atburðinum skaltu hafa samband við þau eða Stefán Þ.

Ferð helgarinnar

Á föstudagskvöld fara Garðar og Einar með B1 úr Botnsdal uppað Hvalvatni og eitthvað áfram en enda svo á Þingvöllum um kaffileitið á sunnudag.

Ef þig langar með skaltu hafa samband við Einar í síma 845-7313.

Þessa helgi verða B2 á fjallabjörgunarnámskeiði í bænum og, væntanlega, á Þingvöllum.  Tilvalið fyrir inngengna sem vilja rifja upp spottana sína að mæta á þetta snilldar námskeið í umsjón Atla, Steinars og Svans.

Námskeið vikunnar

Í kvöld ætlar Jón Svavars að leiða B1 í allan sannleikann um fjarskipti á námskeiðinu Fjarskipti I.  Á meðan mun B2 sitja og hlusta á meðan Atli þrumar yfir þeim erindi um fjallabjörgun, RFR-lite.

Marga inngengna langar vafalaust til að rifja upp fjallabjörgunina eða fjarskiptin og hvetjum við þá til að mæta.

Haustfundur

Haustfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldin mánudaginn 27. október nk. kl. 20.00.

Dagskrá haustfundar:
 
1.      Fundur settur.
2.      Stjórn leggur fram til samþykktar endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning.
3.      Dagsrká vetrarins.
4.      Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að koma á haustfundinn, sýna sig og sjá aðra.

Stjórnin

Haustferð breytist í dagsferð

Vegna ýmissa atriða hefur haustferðinni verið breytt í dagsferð.

Planið er að leggja af stað á sunnudagsmorgni
vestur á Snæfellsnes og ganga upp á Miðtind í Ljósufjöllum. Komið í
bæinn seinnipart sama dags.

Mér skilst að nokkrir flubbar hafi nú þegar talað við fararstjórana
og tilkynnt mætingu sína. Endilega skráið ykkur hér á spjallinu. 

 

Afsláttarkvöld í Everest

Þriðjudaginn 14. og fimmtudaginn 16.október verður verslunin Everest með kynningarkvöld fyrir björgunarsveitameðlimi og nýliða í húsnæði sínu í Skeifunni 6 frá klukkan 18:00.
Veittur verður 20% afsláttur á öllu í versluninni ásamt ýmsum öðrum tilboðum. Helstu merki eru Mountain Hardwear, Mammut, Raichle, Trezeta o.f.l.
Allir velkomnir!