Greinasafn fyrir flokkinn: Tilkynningar

Tindfjöll um helgina

Nýliðahóparnir stefna í Tindfjöll um helgina. Mæting í hús kl. 19.00 og lagt verður af stað kl. 20.00.

B2 munu reyna við tindinn og ganga sem næst honum á föstudagskvöld.

B1 fer í fjallamennsku 1 og Snjóflóða námskeið.

Gist verður í tjöldum.

Þeir sem hafa áhuga á að slást með i ferðina tilkynni þátttöku til Steinars á email: [email protected] fyrir kl. 11.00 á fimmtudag. 

Opinn stjórnarfundur

Minnum á opinn stjórnarfund mánudaginn 26. janúar kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir eru haldnir síðasta mánudag í mánuði. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á ritari[hja]fbsr.is.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

Grímsfjall

Helgina 16. – 18. janúar ætla bílahópar á svæði 1 að fara saman í gufubað á Grímsfjalli. Enn eru einhver sæti laus í sveitarbílum.

Skráning og frekari upplýsingar hjá Halldóri – halldorgm<hjá>gmail.com eða í síma 695-4998

Lokafrágangur

Tiltekt eftir flugeldasölu er árlegur viðburður og hefur vaskur hópur sinnt verkinu undanfarna daga.   Það sem eftir er mætti kalla snurfuss en í því felst að skúra gólf, fægja glugga og flytja til sófasett.  Í kvöld klukkan 18 verður haldið áfram tiltektinni og sjáum við vonandi sem flesta.

Ef þú kannt ekki á kúst þá skaltu hafa samband við Sigurgeir í síma 772-7400 og hann kemur þér í samband við réttu lagermennina en enn á eftir að flokka og telja einhverja kassa af söluvöru.

Þriðjudagsatburður – Óveðursútköll

Í kvöld – þriðjudaginn 2.desember – klukkan 20:00 ætla Bubbi & Óli að ræða um óveðursútköll. Titill umræðunnar er "Fyrir hverja? Hvað er gert? Hvar er dótið geymt?" og verður farið yfir helstu atriði sem við þurfum að standa klár á í óveðursútköllum. Hvetjum alla til að mæta!
Eftir áramót verða þriðjudagarnir efldir á ný en til stendur að vera með fyrirlestra, ferðir og ýmislegt sniðugt fyrir inngengna á þriðjudögum til móts við nýliðana.