Greinasafn fyrir flokkinn: Nýliðastarf

Hellweekend og fyrstahjálp

Eftir að hafa verið eins og blóm í eggi síðasta árið mun annars árs nýliðum okkar nú skellt á steikarpönnuna á Hellweekend undir tryggri stjórn Matta (skratta).  
Á sama tíma mun B1 vera í fyrstuhjálparæfingum að Flugvallarvegi en í siðasta mánuði tóku þau fyrstuhjálp 1 og er verið að bæta við verklega æfingahlutann.  B1 verður undir stjórn Kittu og Emils.

Ef þig langar til að taka þátt í öðrumhvorum atburðinum skaltu hafa samband við þau eða Stefán Þ.

B1, Botnsdalur- Þingvellir

Helgina 7-9 nóvember fór B1 í litla göngu undir leiðsögn Garðars og Einars.  Hér á eftir fer frásögn Krunku af ferðinni (tekið af síðu hópsins):

Föstudagur:

Sveitarbílarnir hentu okkur út við hliðið upp að Glym í Botnsdal og þaðan löbbuðum við um 1 km inn fyrir eða þar til við fundum þennan líka slétta og fína grasbala rétt við ánna.  Eftir tjöldun fengu 2 úr hópnum sér kvöldgöngu og datt annar út í á og braut á sér báðar lappir, honum tókst þó að draga sig upp úr ánni á meðan hinn hljóp á eftir hjálp en á leiðinni datt hann og missté sig!!

Þá komum við til bjargar og fengum fyrir vikið æfingu í talstöðvarsamskiptum, spelkun og burði á um 2m manni UPP brekku!! (Börurnar eru m.a.s. of litlar fyrir hann Gunnar okkar!!)

Eftir að búið var að fara yfir þessa æfingu fór ein úr hópum eitthvað á röltið og datt líka svona illa í brekkunni fyrir ofan ánna og við komum og smelltum henni yfir á bakbrettið í góðum halla!!

Laugardagur:

Ræs kl. 7:30 og 10/15 mín seinna var gengið á tjöldin og séð til þess að allir væru vaknaðir!!

Gengum, með skelina, upp með ánni upp að Glym – tók vel á en held að allir hafi verið rosa ánægðir með sig að hafa druslað þeim þarna upp.

Þegar upp var komið veiktist einn í hópnum og var snúið við með hann.  Við hin héldum áfram með Einari, að Hvalvatni og svo meðfram því.  Þegar þarna var komið við sögu hafði Arnór komið upp með þetta snilldar kerfi á skelina, þ.e. 2 og 2 voru pöruöð saman og nr. frá 1 upp í 7 og svo var bara system á burðinum og gekk hann mun betur eftir það.  Héldum svo áfram vegslóða niður að Ormavöllum (um 16km) en þar tóku Garðar og Stjáni á móti okkar.

Vorum svo búin að tjalda fyrir myrkur!!  Og þá var að reyna að hafa ofan af fyrir sér til að fara ekki bara að sofa kl. 19 og vakna um miðnætti!!

Sunnudagur:

Ræs kl. 8:30 og Einar sá til þess að allir væru vaknaðir skömmu síðar.  En þess má geta að Garðar fór aftur heim með Stjána og skildi Einar einan eftir með okkur!!

Það fréttist af 3 einstaklingum sem höfðu fengið sér göngu inn gil nokkurt þarna skammt frá sem við tjölduðum og ekkert hafði heyrst til í 2 sólarhringa … svo við fórum á stúfanna og fundum fljólega einn sem hafði hrapað niður í gilið og var ill meiddur, hluti af hópnum fór í að hlúa að honum á meðan við hin héldum leitinni áfram … fundum tvær stúlkur sem ekkert amaði að en þeim var orðið mjög kallt og fengu því teppi og kakó

Við bárum svo hinn slasaða á börunum yfir ánna á glerálum steinunum og yfir girðingu!

Lögðum svo í hann upp Ármannsfellið … skelinn tók vel í en þegar upp var komið í skarðið var þetta bara orðið gaman … snjór hér og þar þar sem hægt var að draga skelina og svona … voða fjör

Toppuðum Ármannsfellið án skeljar og bakpoka – spurning samt hvort hefði ekki verið gáfulegra að taka pokana með þar sem það var nær óstætt þarna uppi!!  EN hatturinn fór með upp :p

Leiðin niður gekk, en ekki kannski alveg eins smúð og hefði getað verð en það var bara gaman að drusla skelinni upp úr gilinu og svo áfram niður

Lærdómur ferðarinnar:

Það er ekki svo auðvelt að bera þunga menn í börum upp brekkur eða yfir ár!  Og það er heldur ekki svo auðvelt að bera tómar börur uþb 10km á mann (gengum 33km um helgina).

Við lærðum meira í fyrstu hjálp með hverri æfingunni sem við tókum, við lærðum betur á talstöðvarsamskipti og við æfðum okkur í að taka stefnu á korti.

Held að við séum öll sammála um að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík og ber að þakka Garðari fyrir að detta í hug að taka skelina með og Einari fyrir að taka heils hugar undir þá hugmynd

Það sem mörgum okkar þótti einnig standa upp úr þessari ferð var að í þetta skiptið gekk hópurinn saman, því börurnar réðu ferðinni og var ákveðinn stemmari í því

Þess má svo geta að á þriðjudaginn eftir skokk verður hóp nudd á axlir!!!

Takk fyrir frábæra helgi

Kv.

Bangsamamma

Ferð helgarinnar

Á föstudagskvöld fara Garðar og Einar með B1 úr Botnsdal uppað Hvalvatni og eitthvað áfram en enda svo á Þingvöllum um kaffileitið á sunnudag.

Ef þig langar með skaltu hafa samband við Einar í síma 845-7313.

Þessa helgi verða B2 á fjallabjörgunarnámskeiði í bænum og, væntanlega, á Þingvöllum.  Tilvalið fyrir inngengna sem vilja rifja upp spottana sína að mæta á þetta snilldar námskeið í umsjón Atla, Steinars og Svans.

Námskeið vikunnar

Í kvöld ætlar Jón Svavars að leiða B1 í allan sannleikann um fjarskipti á námskeiðinu Fjarskipti I.  Á meðan mun B2 sitja og hlusta á meðan Atli þrumar yfir þeim erindi um fjallabjörgun, RFR-lite.

Marga inngengna langar vafalaust til að rifja upp fjallabjörgunina eða fjarskiptin og hvetjum við þá til að mæta.

Fyrsta hjálp I og II

Fyrstu hjálpar námskeið I og II verða haldin fyrir nýliða og inngengna félaga helgina 10-12. október næstkomandi.

Fyrsta hjálp I verður haldin á Akranesi í húsnæði Björgunarfélags Akraness, farið verður úr Reykjavík á föstudagskvöld en inngengnum er að sjálfsögðu velkomið að mæta á laugardagsmorgun eða sunnudagsmorgun.

Fyrstja hjálp II verður haldin í Reykjavík og hefst kennsla á föstudagskvöldið einnig.

Við hvetjum alla inngenga félaga til að mæta eða kíkja við í skemmri tíma og rifja upp fyrstu hjálpar taktana.

 

Við leitum að nýju fólki

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku, jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Við leitum að nýju fólki sem er til í að takast á við þau ótrúlega fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni sem björgunarsveitarfólk þarf að glíma við.

Kynningarfundir fyrir nýliða verða haldnir í húsi okkar við Flugvallarveg (sjá kort hér)  1. og 4. september kl. 20.

Ef þú getur ekki mætt á kynninguna þá getur þú alltaf sent póst á netfangið [email protected] og fengið þar allar upplýsingar.

Á þessari síðu getur þú lesið örlítið um nýliðastarfið og út á hvað það gengur. Við viljum samt eindregið hvetja fólk til að mæta á kynningarfundina til fá upplýsingarnar beint í æð og sjá með eigin augum hvað við erum að gera.