Greinasafn fyrir flokkinn: Nýliðastarf

Ferðir helgarinnar

Um helgina fer B1 undir stjórn Stjána í Tindfjöll en ætlunin er að ganga á Ými og Ýmu.  Á svæðinu hefur skv. línuritunum hjá veðurstofu verið rigning eða slydda uppá síðkastið og gönguskíði ekki mjög líkleg til árangurs.

B2 er ekki í ferð á vegum sveitarinnar um helgina en flestir ef ekki allir eru á leið norður á Akureyri til þess að taka þátt í Telemark festivali ISALP.  Minnum á þátttökugjaldið og félagsgjaldið.

Fyrsta hjálp & Fjallabjörgun

Er ekki kominn tími til að rifja upp fyrstu hjálpina? en fjallabjörgunina? Um helgina verða námskeiðin Fyrsta hjálp I og Fjallabjörgun fyrir nýliða sem og inngengna.

Fyrsta hjálp I verður kennd í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavík og er mæting á Flugvallarveg 18.30. Umsjón með námskeiðinu hefur Agnes – agnessvans83[hjá]gmail.com

Fjallabjörgun verður kennd á föstudagskvödið á Flugvallarveginum og svo dagsferðir bæði á laugardag og sunnudag. Umsjón með námskeiðinu hefur Atli Þór – atliaid[hjá]gmail.com

Við hvetjum félaga til að taka þátt í námskeiðum til upprifjunar og æfinga – hvort sem er námskeiðin í heild eða að hluta til.

Fyrsta námskeið nýliða

Þriðjudaginn 8.september klukkan 20 verður fyrsta námskeið hjá nýjum hóp nýliða. Verður þar farið í hluta af námskeiðinu Ferðamennska þar sem farið er yfir grunnatriði ferðamennsku – ferðahegðun, fatnað, einangrun, útbúnað ofl. Námskeiðið fer fram í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg.

Helgina 12. – 13. september verður svo fyrsta nýliðaferðin en farið verður yfir Heiðina Háu.

Nýliðakynningar

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er
fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku,
jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa
sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Kannski
áttu þá erindi til okkar!

Þriðjudaginn 1. september og fimmtudaginn 3. september – kl 20 – verða haldnar nýliðakynningar í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg.

Sjáumst!
 

Páskaferð FBSR – Ný ferðaáætlun

Sökum óvissu með snjóalög og bilana í jeppum ætlum við sem erum skráð í páskaferðina að varpa fram endurskipulagi á annars mjög vel skipulagðri páskaeggjagönguskíðaferð.

Vonumst við til þess að fleiri sjái sér fært að kíkja við einhverja daga og skemmta sér með okkur.

Ný ferðaáætlun er eftirfarandi…

 

Fimmtudagur 9.apríl
-Hittast á Flugvallarvegi klukkan 09, laus við allt stress.
-Munda brodda, ísaxir og línur í Gígjökli.
-Fara í Bása og grilla í liðinu.
-Gist í Básum.

Föstudagur 10.apríl
-Farið upp á Fimmvörðuháls með gönguskíði á bakinu.
-Haldið út á Mýrdalsjökul með gögnuskíði undir fótum.
-Hluti hóps gistir uppá jöklinum, hinn hópurinn fer aftur niður í Bása.

Laugardagur 11.apríl
-Haldið niður í Bása til að grilla meira í liðinu.

Sunnudagur 12.apríl
-Tungnakvíslarjökull skoðaður og fleiri ísaxarbardagar háðir.
-Hugað að heimferð.

Heyrst hefur að þessi endurskipulagnin hafi þegar lokkað að sér tvo úr B2 í einn dag. Vonumst til að fleiri sjái sér fært að mæta.

Tilkynnið þátttöku á innra netinu eða til Hauks í B2 – haukureg[hja]gmail.com

Páskaferðin

Senn fer að líða að páskaferðinni en aðaláætlunin er gönguskíðaferð austur af Holtavörðuheiði, yfir Arnarvatnheiði endilanga og yfir á Kjöl – plan A. Stefnt er á að leggja af stað á Skírdag og komið til baka á Páskadag. Miðað er við að gist sé allar nætur í eða við skála og kvöldverður sé sameiginlegur. 
Á heimasíðu B2 má sjá nánari lýsingu leiðinni og á varaáætlunum B, varavaraáætlun C og varavaravaraáætlun II – ef snjólaust yrði um allt land. Þar má einnig sjá umfjöllun um skála á leiðinni. http://sjalfhelda.net/b2evolution/index.php/all/2009/03/15/paskafere_atkvaea
Hægt er að skrá sig til þátttöku á þátttökulista á Flugvallarvegi eða hjá Hauki – haukureg[hja]gmail.com og komi fram nafn, símanúmer og netfang. Einnig má skrá sig á netspjallinu.

Skíðaferð til Akureyrar

Vegna bágborinna snjóalaga og krapa víða um land ætla B1 og B2 að slaufa
gönguskíðaferð sinni um næstu helgi (27.feb – 1.mars) og leggja í óvenjulega skíða-Flubbaferð norður til Akureyrar

Mæting er kl. 19:00 á föstudaginn í FBSR og brottför kl. 20:00.

Gisting verður að öllum
líkindum í tjöldum.

Fólk er hvatt til þess að mæta útbúið snjóflóðabúnaði
og tilbehör til þess að geta farið af öryggi eitthvað upp fyrir hefðbundið
skíðasvæði.

Eins og í allar ferðir eru inngengnir hvattir til að mæta.Tilkynnið þátttöku til Steinars í síma 6915552 eða á [email protected]

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

 

Tindfjöll um helgina

Nýliðahóparnir stefna í Tindfjöll um helgina. Mæting í hús kl. 19.00 og lagt verður af stað kl. 20.00.

B2 munu reyna við tindinn og ganga sem næst honum á föstudagskvöld.

B1 fer í fjallamennsku 1 og Snjóflóða námskeið.

Gist verður í tjöldum.

Þeir sem hafa áhuga á að slást með i ferðina tilkynni þátttöku til Steinars á email: [email protected] fyrir kl. 11.00 á fimmtudag.