Fullt nafn: Kristbjörg Pálsdóttir
Gælunafn: Kitta
Aldur: 41
Gekk inn í sveitina árið: Vorið 1998
Atvinna/nám: Útskrifast sem kennari núna í júní
Fjölskylduhagir: Gift og barn á leiðinni
Gæludýr: Engin
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Ég starfaði
sem spjaldskrárritari í nokkur ár, starfa í sjúkrahóp en var einnig flokkstjóri
þar í u.þ.b. eitt ár. Er leiðbeinandi í skyndihjálp síðan árið 2000, hef kennt
ásamt öðrum leiðbeinendum, nýliðum sveitarinnar skyndihjálp. Er núna í
Heimastjórn.
Áhugamál: Útivera, lestur og samverustundir með fjölskyldu
og vinum.
Uppáhalds staður á landinu: Suðureyri við Tálknafjörð
Uppáhalds matur: Sjávarréttapannan hjá honum Svenna mínum
er alveg fyrsta flokks. Annars borða ég eiginlega allt nema hafragraut.
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri
óska)? Óska mér og mínum góðrar heilsu í komandi framtíð.
Æðsta markmið: Tja
að takast vel til í barnauppeldinu og
njóta lífsins.
Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Nýliðaárin voru
einstaklega skemmtileg, annars hef ég bara átt góðar og eftirminnilegar stundir
í félagsskap þessa frábæra fólks sem ég hef kynnst þarna.
Þarna var ég búin að vaða tvisvar yfir á. Mér var ískalt en þetta var hrikalega
gaman.
Það var alltaf stuð hjá þessum hópi og þarna erum við í Sjöunni á heimleið eftir
helgarferð, ég, Arnaldur og Bárður og auðvitað hinir líka. Það sést aðeins í
Huldu á bak við Bárð.
Það var svokölluð toppaferð í gangi hjá sveitinni 1997 eða 1998 og stór hluti af
okkar nýliðahóp fór uppá Heklu.
Þetta var nú eitt af því sem reyndist mér frekar erfitt, lofthræðsla háði mér
nokkuð og ég átti það til að reka hnén í. En þetta var líka mjög skemmtilegt
Þetta er í einni af haustferðum Jóns Þorgrímssonar. Farið var yfir mikla sanda
upp frá Veiðivötnum. Ég kallaði þetta sandkassaferðina því ég hafði bara aldrei
áður séð svona mikið flæmi af endalausum sandi. Frábær upplifun á óþekktu svæði,
rústaði reyndar þremur tánöglum og tognaði í nára báðumegin. En hvað gerir það
til svona eftir á.
Vetrarfjallamennska á hefðbundunum stað. Það var leiðindaveður um nóttina og
tjaldið mitt féll saman en það eyðilagðist ekki eins og sumir vildu nú halda
fram.