Greinasafn fyrir flokkinn: Hver er flubbinn?

Kristbjörg Pálsdóttir

 

 

 

Fullt nafn:  Kristbjörg Pálsdóttir

Gælunafn: Kitta

Aldur: 41

Gekk inn í sveitina árið:  Vorið 1998

Atvinna/nám: Útskrifast sem kennari núna í júní

Fjölskylduhagir: Gift og barn á leiðinni

Gæludýr:  Engin

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Ég starfaði
sem spjaldskrárritari í nokkur ár, starfa í sjúkrahóp en var einnig flokkstjóri
þar í u.þ.b. eitt ár. Er leiðbeinandi í skyndihjálp síðan árið 2000, hef kennt
ásamt öðrum leiðbeinendum, nýliðum sveitarinnar skyndihjálp. Er núna í
Heimastjórn.

Áhugamál: Útivera, lestur og samverustundir með fjölskyldu
og vinum.

Uppáhalds staður á landinu: Suðureyri við Tálknafjörð

Uppáhalds matur:  Sjávarréttapannan hjá honum Svenna mínum
er alveg fyrsta flokks. Annars borða ég eiginlega allt nema hafragraut.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri
óska)?
Óska mér og mínum góðrar heilsu í komandi framtíð.

Æðsta markmið: Tja… að takast vel til í barnauppeldinu og
njóta lífsins.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Nýliðaárin voru
einstaklega skemmtileg, annars hef ég bara átt góðar og eftirminnilegar stundir
í félagsskap þessa frábæra fólks sem ég hef kynnst þarna.

 


Þarna var ég búin að vaða tvisvar yfir á. Mér var ískalt en þetta var hrikalega
gaman.


Það var alltaf stuð hjá þessum hópi og þarna erum við í Sjöunni á heimleið eftir
helgarferð, ég, Arnaldur og Bárður og auðvitað hinir líka. Það sést aðeins í
Huldu á bak við Bárð.


Það var svokölluð toppaferð í gangi hjá sveitinni 1997 eða 1998 og stór hluti af
okkar nýliðahóp fór uppá Heklu.

 

 

 

 

Þetta var nú eitt af því sem reyndist mér frekar erfitt, lofthræðsla háði mér
nokkuð og ég átti það til að reka hnén í. En þetta var líka mjög skemmtilegt

 

 

 

 

 

 


Þetta er í einni af haustferðum Jóns Þorgrímssonar. Farið var yfir mikla sanda
upp frá Veiðivötnum. Ég kallaði þetta sandkassaferðina því ég hafði bara aldrei
áður séð svona mikið flæmi af endalausum sandi. Frábær upplifun á óþekktu svæði,
rústaði reyndar þremur tánöglum og tognaði í nára báðumegin. En hvað gerir það
til – svona eftir á.


Vetrarfjallamennska á hefðbundunum stað. Það var leiðindaveður um nóttina og
tjaldið mitt féll saman en það eyðilagðist ekki eins og sumir vildu nú halda
fram.

 

 

Jónas Guðmundsson


Fullt nafn: Jónas Guðmundsson

Gælunafn: Ekkert

Aldur:  39

Gekk inn í sveitina árið: 1989

Atvinna/nám: Er í BA í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum
með áherslu á útivist og sinni einnig prívat fyrirtækinu sem gefur út Útiveru,
tvö önnur tímarit auk annara skemmtilegra hluta.

Fjölskylduhagir:  Giftur og á tvær dætur

Gæludýr:  Hekla, sleðahundur af Samoyed tegund, tilvonandi
björgunarhundur í leitarflokki FBSR

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Úff, í gegnum
árin held ég að ég hafi verið í öllum nema bílahóp. Byrjaði í sleðahóp, var svo
í fjölda ára í fjalla- undanfara- og sjúkrahóp svo ekki sé minnst á
fallhlífahópinn. Var lengi yfirflokksstjóri, varaformaður og alls konar
svoleiðis dót en er nú komin í fitumannaflokk og sit í svæðisstjórn
fyrir
hönd sveitarinnar.

Áhugamál: Útivist, ljósmyndum, ferðalög, dæturnar

Uppáhalds staður á landinu: Fjallabak í heild sinni,
guðdómlegur staður með guðdómlegum útivistarmöguleikum. Er gjörsamlega
ómögulegur ef ég kemst ekki þangað nokkrum sinnum á sumri.

Uppáhalds matur:  Hmm, uppáhalds fjallamatur er Rasberry
Crumble sem ég og Maggi fengum okkur á Grænlandi en dags daglegur er líklega
kjúklingur a la konan.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri
óska)?
Að dæturnir lifi löngu og heilsuríku lífi og nenni að hugsa
um mig í ellinni

Æðsta markmið:  Úff, að sjá hvort það er líf eftir dauðann
og hvort maður þarf að borga skatta þar líka

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru ansi
mörg. Grænlandsferðin fyrir þremur árum var fjandi eftirminnileg, fyrsta
fallhlífastökkið gleymist seint enda sannfærður um að það væri minn síðasti
dagur. Mörg útköll eru eftirminnileg bæði af góðu og illu sem geta setið í manni
svo og að félagi minn í nýliðum lést við klifur en auðvitað fyrst og fremst
góðir félagar í öll þessi ár en þau verða 20 næsta haust.


Í Grænlandsferð Flugbjörgunarsveitarinnar 2002

 

 

Mér tókst að detta í vök á Grænlandi….við það að færa annan fótinn…þegar
ég var að pissa….þarna sit ég og skipti um föt

 

 

 

 

 

 

 

 


Hekla í fyrsta útkalli sínu við Hrauneyjar (base) björgunarmanna við slys á
Langjökli


Tekið af Sveinstindi yfir Langasjó sumarið 2005


Tekið á ferð yfir Fjallabak sumarið 2005

 

 

Eyrún Pétursdóttir


 

 

 

Fullt nafn: Eyrún Pétursdóttir

Gælunafn:  Hef í rauninni ekkert, var
samt kvölluð Eyja Peyja þegar að ég var
lítil.

Aldur:  23, nýbúin að eiga afmæli

Gekk inn í sveitina árið: Byrjaði í B1 2003 og gekk inn í
sveitina 2005

Atvinna/nám:  Er á hönnunarbraut í
Iðnskólanum í Reykjavík og er þessa daganna á fullu að sækja um í arkitektúr
bæði hér heima og erlendis.

Fjölskylduhagir:  Einhleip og bý en
heima hjá gamla pakkinu. Það ætti nú samt að fara að breytast.

Gæludýr:  Á ein hund sem heitir Midas

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:  Er í sjúkrahóp og leitarhóp og á
reyndar líka að vera í snjóbílahóp, en það hefur nú eitthvað lítið farið fyrir
því í vetur. Hef séð um gæsluverkefni fyrir sveitina og var sölustjóri í
flugeldunum um síðustu áramót .

Áhugamál:  Útivist, útivera, fara á
fjöll og allur sá pakki, hönnun, tíska, teikna og mála og í rauninni flest sem
gert er með höndunum, ferðast hér heima og erlendis..og bara hafa gaman af
lífinu.

Uppáhalds staður á landinu:  Hmm, þeir
eru svo margir en samt sennilega einna helst Þórsmörk og þá sérstaklega fyrstu
helgina í júlí. Annars er líka algjör snilld að vera bara upp á einhverjum jökli
í blíðskaparveðri, alveg sama hvaða jökull það annars er.

Uppáhalds matur:  Sennilega kjúklingur.
Annars finnst mér tómatsósa líka mjög góð og set hana ofan á allt í tíma og
ótíma.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún?  Úff, erfið spurning, en sennilega það sama og allir aðrir segja, að ég ætti
endalaust af óskum. En ef það væri bannað þá yrðu hún sennilega bara friður á
jörð eða eitthvað jafn ófrumlegt.

Æðsta markmið:  Að sigra heiminn.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:  Sennilega gönguskíðaferðin inn í
Landmannalaugar í mars 2005. Hún var bara snilld frá A – Ö

 


Snemma beygist krókurinn.


Skælbrosandi í Mörkinni


Nýliðahópurinn minn

 


Í Sólheimajökli


Ég og Halldór á leiðinni á Hvannadalshnjúk


Inni í snjóhúsi með Ernu og Óla


Í Tindfjöllum


Meðvitundarleysi æft á fyrstu hjálpar æfingu


Erna, Halldór, Mummi, Óli og ég


Í skálanum í Landmannalaugum á góðri stund


Ég að keyra snjóbílinn


Ég og Steinar


Klifrað í Valshamri

 

 

 

 

Jón Þorgrímsson


 

 

Fullt nafn: Jón Þorgrímsson

Gælunafn: Rennijón.

Aldur: Fimmtíu og átta í dag

Gekk inn í sveitina árið: Vorið 1993

Atvinna/nám: Rennismíðameistari.

Fjölskylduhagir: Giftur á þrjú börn og fimm afabörn.

Gæludýr: Ég gæli mikið við ísaxirnar mínar þessa dagana
(aðallega heima)

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Var í
undanfarahóp (kannski ennþá, allavega fæ ég ennþá póst frá Himma). Sinnti einnig
þjálfun og fararstjórn.

Áhugamál: Fjallamennska, ljósmyndun og hlusta á jazz.

Uppáhalds staður á landinu: Sauðeyjar á Breiðafirði.

Uppáhalds matur: Marineraður lundi eldaður í fjallakofa að
hætti LÖS.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún? Vera betri í dag og
hlakka til komu sjötta afabarnsins.

Æðsta markmið: Að komast hærra.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Þau eru æði mörg
augnablikin, sennilega haustferðirnar sem ég hef séð um, en þó stendur alltaf
upp úr toppadagurinn mikli á Hvannadalshnjúk með vinunum úr undanfarahópnum
10.des ,97 þegar ég varð fimmtugur.


Vetrarferð á Kálfstindum, B2 1992


Nýliðaþjálfarinn Guðjón


Vetraræfing B2 1992


Nýliðaferð í Gígjökli


Hornklofi í Tindfjöllum


Haustferð í Láxárgljúfrum


Alltaf gaman á fjöllum!


Á Þverártindsegg


Gönguhópurinn á Bárðabungu á 50 ára afmæli FBSR


Toppadagurinn mikli


Á Mont Blanc með Jökli 2001


Alltaf gaman að kvelja gæludýrin


Á Toppi Sr. Donald í Canada 2004


Dúfuspíran í Kanada 2004


Jökull undirbýr næstu spönn, Kanada 2004


Á Múlafjalli með Róbert


Brölt í Hamrahnjúki


Afi og barnabörnin


Axel Emin að toppa Kirkjufellið með afa vorið 2005, þá 9 ára.


Stoltir veiðimenn á Sauðeyjarsundi


Lundaveiði í Sauðeyjum

 

Ásgeir Sigurðsson

Fullt nafn: Ásgeir Sigurðsson

Gælunafn: Geiri Pitt

Aldur: 27

Gekk inn í sveitina árið: 2001

Atvinna/nám: Bifvélavirki/sveinspróf í bifvélavirkjun

Fjölskylduhagir: Giftur og á einn skæruliða

Gæludýr: 3 fiskar

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Bílahópur/ Flokkstjóri tækjaflokks

Áhugamál: Útivera, jeppamennska,

Uppáhalds staður á landinu: Vestmannaeyjar, sérstaklega um mánaðarmótin júlí-ágúst

Uppáhalds matur: Kalkúnn með feitri fyllingu

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún? ég myndi óska mér fleiri óskir

Æðsta markmið: fjölga í fjölskyldunni og gera alltaf betur en ég hef gert.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er allt eftirminnilegt sem ég hef gert í starfinu.