Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Íslenska alþjóðasveitin stóðst prófið

Íslenska alþjóðasveitin hlaut í gær formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit frá INSARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. 10 manna útektarteymi frá INSARAG hefur undanfarna daga verið með sveitinni á strangri æfingu á Gufuskálum á Snæfellsnesi.

Umsögnin sem sveitin hlaut frá úttektarteyminu að æfingu lokinni var afar góð. Þar sagði m.a. að sveitin hafi sýnt mikla fagmennsku í öllum verkum sem leiddi til góðrar frammistöðu. Einnig var tekið eftir afar öguðum vinnubrögðum og góðum anda innan hennar.

Skíðapreppið

Þriðjudaginn 3.febrúar var haldin sýnikennsla í skíðapreppi þar sem Bubbi fór yfir hvernig vinna á upp botn skíðanna og gera helstu lagfæringar á rennslisfletinum og köntum.  Þótti kvöldið heppnast einstaklega vel og nokkuð ljóst að þörf var á að fræða marga um viðhald búnaðarins. 

Við notum tækifærið og minnum á að þriðjudagar eru flubbadagar og ef ekki er eitthvert námskeið í gangi þá er viðburður af einhverju öðru tagi.  Flubbum þarf aldrei að leiðast á þriðjudögum.

Bergmenn – Fjallaleiðsögumenn

Hinn landsþekkti klifrari, UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumaður og Flubbi í húð og hár Jökull Bergmann hefur sagt kreppunni stríð á hendur og sett í loftið nýja heimasíðu www.bergmenn.com fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn – Fagmenn í fjallaleiðsögn.Þetta er alger nýjung í framboði á fjallaferðum á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á t.d Þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga þar sem dýrmætum erlendum gjaldeyri verður dælt inní landið.

Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir. Jökull býður uppá magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga en hann er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumanna gráðu. Þetta er árangur yfir tíu ára þrotlausrar þjálfunnar og prófaferlis sem er án efa eitt það erfiðasta í heiminum þar sem aðeins um 10‰ þeirra sem hefja námið ná að ljúka fullum réttindum.

Jökull starfar víðvegar um heiminn við fjallaleiðsögn allt árið um kring m.a í Kanada yfir köldustu vetrarmánuðina í þyrluskíða leiðsögn, á Íslandi á vorin í fjalla og þyrluskíðaferðum. Jökull hefur einnig um árabil boðið uppá ferðir á Hvannadalshnúk og fleiri fjöll á Íslandi. Alparnir, Afríka, Suður Ameríka og Nepal eru einnig á lista yfir þá staði sem Jökull starfar reglubundið á. FBSR óskar Jökli til hamingju með gráðuna og glæsilega heimasíðu.

Varðbergsflug vegna kanadísks báts

Miðvikudaginn 2. júlí var sveitin kölluð út vegna neyðarskeytis frá frífljótandi neyðarbauju u.þ.b. 330 sjómílur suðsuðvestan frá Reykjanesi.  Baujan er skráð á fiskibát sem er skráður í Kanada.

4 félagar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tóku þátt í leitinni en hér að neðan eru myndir frá fluginu.

Guðgeir og Ottó á leiðinni á leitarsvæðið.

SL FBSR

Guðgeir, Pétur og starfsmaður LHG.

i3

Pétur að störfum.

Aðalfundur fór fram í gær

Aðalfundur FBSR fór fram í gær. Mættir voru um 40 inngengnir félaga auk nokkurra nýliða.

 Farið var yfir skýrslu stjórnar og hún samþykkti. Síðan var farið yfir reikning ársins en fyrir fundinn hafði gjaldkeri auk endurskoðanda tekið þá ákvörðun að reikningurinn yrði ekki samþykktur á fundinum að svo stöddu.

Teknir voru inn 3 nýjir félagar, þeir Tómas Pétur Sigursteinsson, Viktor Örn Guðlaugsson og Jóhann Garðar Þorbjörnsson.

Kosið var í stjórn félagsins. Atli Þór heldur áfram sem formaður og tveir núverandi stjórnarmenn halda áfram, þau Elsa Gunnarsdóttir og Stefán Þór Þórsson. Þeir sem hætta í stjórn eru Guðmundur Guðjónsson og Hilmar Ingimundarson (aðalmenn) og þeir Þórður Bergsson og Sigurður Sigurðsson (varamenn).

Tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir þeir Guðbjörn Margeirsson og Þórarinn Ólasson.

Tveir varamenn voru kosnir, Elsa Særún Helgadóttir og Ásgeir Sigurðsson.

Kvenndeildin sá um dýrindis kaffiveitingar á fundinum eins og venjulega.

 

Mummi í fallhlífanámi

Guðmundur Ásgeirsson, eða Mummi eins og við þekkjum hann best, er þessa dagana staddur í Skydive City í Flórída til að nema fallhlífastökk. Hann hyggst taka þar stökkstjóraréttindi og jafnvel USPA-B réttindi ef vel gengur. Reynslan og menntunin sem hann aflar sér mun koma sveitinni vel til góða.

Skydive City er gælunafn á bænum Zephyrhills í Flórída sem er af mörgum talinn vera eitt besta fallhlífastökksvæði í heiminum. Þangað kemur fólk hvaðanæva að til að mennta sig í fallhlífastökki.mummi

Mummi segir aðstæður vera hinar allra bestu sem hann hefði getað hugsað sér og hann vonast til að vera kominn með 120-150 stökk þegar hann kemur til baka í apríl eftir þriggja mánaða dvöl. Kennarar og starfsfólk eru með mikla reynslu og einstaklega vingjarnlegt og hjálpsamt.

Það er akkur fyrir sveitina að fá nýjan stökkstjóra í hópinn og við hlökkum til að fá kappann heim.

Mummi heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með framgangi hans og skoða myndir. Slóðin er http://www.blogcentral.is/murmull.

naeturstokkEitt af verkefnum Mumma er að læra næturstökk. Hér sést línan sem notuð er í lendingunni.

Fjallabjörgun á vetrarhátíð

2249763672_d723dc188d_bFjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.

Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.

Fleiri myndir má nálgast hér.

80 ár merkra afreka

Afmælisfagnaður Slysvarnafélags Íslands var haldin í Listasafni Reykjavíkur, en 80 ár eru frá stofnun þess, samtökin heita í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg, eftir að allar björgunarsveitir á landinu sameinuðust undir einum hatti seint á síðustu öld.

Þessi fagnaður var sérlega flottur, lýsing í salnum algjör snild og skipulagið mjög gott, nánast allr tímasetningar stóðust, þeas ein ræðan fór dálítið fram úr þeim tíma sem henni var ætlað. Veitingarnar voru að Kvennadeilda sið, kaffi, kökur, kleinur, pönnukökkur og frábærar hnallþórur. Félaginu voru færðar gjafir frá Landhelgisgæslunni, Ríkisstjórninni, RNLI Bretlandi og nokkrum öðrum sjálfsagt. Tveir voru heiðraðir fyrir störf í þágu Slysvarnafélagsins Landsbjargar, en þetta er fyrsta heiðrunin undir nafni þess, Gunnar Tómasson og Ólafur Proppé, fengu heiðursmerki og heiðursskjöld. fagnaðinum lauk á ellef tatímanum og fóru allir saddir og mettir heim.

Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára Slysavarnafélagið 80 ára