Stjórnstöðvarbíllinn af svæði 1 (Björninn) hefur verið í verkefni síðan 14. júlí við Múlakvísl sem vettvangsstjórnstöð. Hann verður þar eins lengi og lögreglan/almannavarnir óska eftir. Samkvæmt upplýsingum af staðnum er óhætt að segja að bíllinn hafi virkað vel og sé mikill stuðningur við alla stjórnun á staðnum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Ný stjórn
Aðaflundur FBSR var haldinn í gærkvöldi og urðu þar nokkrar breytingar á stjórn félagsins.
Ottó Eðvarð Guðjónsson tekur við af Elsu Gunnarsdóttur sem formaður sveitarinnar.
Þráinn Fannar Gunnarsson, Gunnar Atli Hafsteinsson og Arnar Már Bergmann koma nýjir inn í stjórn en út fara Stefán Þór Þórsson, Elsa S. Helgadóttir og Magnús Þór Karlsson.
Af fráfarandi stjórn sitja áfram þau Agnes Svansdóttir, Marteinn Sigurðsson og Jón Svavarsson.
Fráfarandi stjórnarmönnum og konum eru þökkuð störfin og nýrri stjórn óskað velfarnaðar í starfi.
Aðalfundur 24. maí
Aðalfundur FBSR fer fram í húsakynnum félagsins þriðjudaginn 24. maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf og veitingar frá Kvennadeild FBSR í hléi (1.000kr í reiðufé).
Hlökkum til að sjá sem flest.
Stjórnin
Björgunarleikar á Hellu
Um síðustu helgi fóru fram Björgunarleikar Landsbjargar samhliða Landsþinginu á Hellu. Það er skemmst frá því að segja að FBSR var með lið á leikunum og lentum við í 5.sæti. Liðið skipuðu: Viktor, Hrafnhildur, Bjössi, Hlynur og Kári. Glæsilegt hjá þeim!
Landsþing á Hellu
Nú um helgina fór fram á Hellu 7. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nýr formaður er Hörður Már Harðarson sem er okkur að góðu kunnur af starfi sínu hjá HSG. Aðrir stjórnarmenn eru Smári Sigurðsson, Margrét Laxdal, Guðjón Guðmundsson, Eiður Ragnarsson, Gunnar Þorgeirsson, Hannes Frímann Sigurðsson, Jón Svanberg Hjartarson og Páll Ágúst Ásgeirsson. Jón Svavarsson, FBSR, hlaut ekki brautargengi að þessu sinni.
Sérstök ánægja var að sjá Fríði Birnu Stefánsdóttur kjörna sem félagslegan endurskoðanda en hún hefur ásamt sínum félögum í Slysavarnadeild Kvenna í Reykjavík unnið mikið og gott starf en þær aðstoðuðu okkur m.a. í afmælisæfingunni í fyrra.
Tveir félagar FBSR voru heiðraðir fyrir störf sín. Þeir eru Jón Gunnarsson, sem sat í stjórn sveitarinnar á árunum 1987 til 1991 og í stjórn SL og forvera þess frá 1991 til 2005, þar af formaður frá 2000, og Sigurður Harðarson sem manna helst má þakka fyrir fjarskiptagetuna í stjórnstöðvarbílnum FBSR1 auk þess sem hann hefur frá upphafi hannað og smíðað VHF endurvarpakerfi björgunarsveitanna.
Myndir frá afhendingunnu eru fyrir neðan brotið.
Jón Hermannson, Valur Haraldsson, Sigurður Harðarson og Sigurgeir Gunnarsson
Styrktarsamningur við Reykjavíkurborg
Föstudaginn 15. apríl síðastliðinn var undirritaður styrktarsamningur til 3ja ára milli
björgunarsveita í Reykjavík og Reykjavíkurborgar. Samningurinn hljóðar uppá 8 milljónir árlega til sveitanna og heildarupphæðin er 24 miljónir. Aðilar að samningnum eru FBSR, HSSR, Ársæll og Kjölur. Myndin er tekið við undirritun samningsins. Á myndinni eru Stefán Þór gjaldkeri FBSR, Haukur formaður HSSR, Jón Gnarr borgarstjóra í Reykjavík, Borgþór formaður Ársæls og Birgir formaður Kjalar.
Nýafstaðin helgi í Hlíðarfjalli
Hlíðarfjall
Helgina 25. 27. mars fóru nýliðahópar FBSR ásamt nokkrum inngengnum í hina árlegu skíðaskemmtiferð í Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Í þetta sinn vorum við svo heppinn að fá einka rútubílstjóra, en Beggi keyrði okkur ásamt því að renna sér í brekkunum.
En það voru ánægðir nillar sem fengu að skemmta sér í frábæru færi í undurfögru brekkunum. Ekki var þetta þó allt leikur því nillarnir tóku smá snjóflóðaleitaræfingar. Heiða fór aðeins yfir hvernig ýlirinn virkar og hvernig leitað er með stönginni. Í kjölfarið var þeim skipt upp í 4 hópa þar sem þau skunduðu upp í brekkurnar á milli gönguskíðabrautarinnar og bjuggu til snjóflóð til að fela ýla og bakpoka í og leita með ýli og stöng. Þess má einnig geta að á laugardagsmorguninn lét vindurinn á sér kræla og fengu nillarnir því æfingu í að gera snjóveggi og huga að tjöldum svona rétt áður en haldið var í brekkurnar.
Líkt og fyrri ár þá var tjaldað við gönguskíðaskálann og fáum við gönguskíðaskálafólki seint þakkað fyrir gestristnina.
Takk fyrir okkur
Vel heppnuð vika
Í síðustu viku var mjög þétt og skemmtileg fyrirlestraröð þar sem félögum FBSR og annarra sveita gafst kostur á að hlusta á þrjá flotta fyrirlesara fjalla um spennandi efni.
Mætingin var mjög góð af inngengnum, nýliðum og félögum annarra sveita og þökkum við öllum áheyrendum svo og fyrirlesurum kærlega fyrir vel heppnaða viku.
Sérhæfðu sprungubjörgunarbúnaður
Slysavarnafélagið Landsbjörg afhenti björgunarsveitum á svæði 1 sem reka undanfara sérhæfðan sprungubjörgunarbúnað.
Búnaðurinn var fjármagnaður með þeim styrkjum sem félagið fékk í tengslum við björgunina á Langjökli á síðasta ári. Búnaðurinn verður til taks til að senda með þyrlum LHG í útköll þegar óskað er eftir sérhæfðum fjalla- og sprungubjörgunarbúnaði. Búnaðurinn er ætlaður undanförum á svæði 1 til varðvörslu og notkunar.
Undanfararnir munu síðan sjá um að viðhalda honum og endurnýja eftir
þörfum. Búnaðurinn er einnig hugsaður fyrir aðrar einingar til notkunar á
slysstað og yrði hann þá sendur með þyrlu á staðinn.
Á myndinni má sjá Halldór Magnússon taka við búnaðnum fyrir hönd FBSR ásamt fulltrúum annarra sveita á höfuðborgarsvæðinu.
Síðustu atriði afmælisársins
Núliðin helgi var síðasta viðburðarhelgi afmælisársins en því hefur verið fagnað með opnu húsi á Menningarnótt, fjölmennri ferð á Bárðabungu, stórri björgunaræfingu þar sem öllum björgunarsveitum landsins var boðin þátttaka og nú um helgina með kaffisamsæti og árshátíð félagsmanna.
FBSR vill þakka afmælisgestunum kærlega fyrir komuna, gjafirnar og hlý orð í okkar garð. Á föstudag skrifuðu yfir 200 manns sig í gestabókina og fór það framm úr okkar björtustu vonum.