Nú er búið að leggja lokahönd á flugeldasölu sveitarinnar 2007, pakka öllu snyrtilega niður og undirbúningur fyrir næsta ár að hefjast.
Vinnan þetta árið gekk vel en mikill sprettur var á mönnum undir það síðasta og margir sem lögðu sig alla fram til að treysta þessa mikilvægustu tekjustoð sveitarinnar.
Lagermenn, Flugeldanefnd og ekki síst nýliðar sveitarinnar unnu mikið og gott starf. Mörgum getum við þakkað aðstoðina við sölu flugeldana. Sérstaklega viljum við þakka bílaumboðinu B&L fyrir að lána okkur húsnæði, starfsfóki B&L fyrir þolinmæðina og hjálpsemi alla.
Bókaútgáfan Fjölvi gaf okkur auglýsingapláss sem þeir áttu og höfðu greitt fyrir. Hafið góðar þakkir fyrir Fjölvi og Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri Fjölva og FBSR félagi.
Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir
Landsæfing undir Eyjafjöllum
Á laugardag var haldin Landsæfing björgunarsveita. Að þessu sinni var hún haldin í nágrenni Skóga en svæðið er alveg stór skemmtilegt og býður uppá mikla fjölbreytni í verkefnum. 8 fjallabjörgunarmenn úr FBSR héldu á svæðið ásamt bílstjóra og sinntu þar krefjandi verkefnum sem undirbúin voru af félögum okkar úr björgunarsveitum á Suðurlandi.
Fyrsta ferð vetrarins að baki
Um helgina var farin fyrsta ferð B1 og lá leiðin Langadal í Þórsmörk. TIl stóð að fara yfir Fimmvörðuháls en sökum veðurs var hópnum komið beint inní Mörk þar sem teknir voru dagstúrar á laugardag og sunnudag. Myndir og almennileg ferðasaga koma von bráðar.
Jæja, þá er Jón Þorgríms búinn að kokka upp haustferðina í ár, en eins og allir vita hefur hann oft á tíðum verið fararstjóri í þessari ferð. Ástæðan er einföld: kallinn er bara snilldar fararstjóri og ferðirnar eftir því.
Hér er dagskrá ferðarinnar í grófum en hún er birt með fyrirvara um breytingar. Athugið að þessi frumdrög gera ráð fyrir að við sleppum með að leggja af stað á laugardagsmorgninum. Það er þó ekki víst að það heppnist og lagt verði þá af stað á föstudagskvöldinu.
Haustferð FBSR, fararstjóri Jón Þorgrímsson
Langavatn-Hítarvatn-Hlíðarvatn.
30.sept – 1.okt.
Í ár verðum við á mótum tveggja sýslna, Mýrar og Snæfells og Hnappadalssýslu.
Laugadagurinn 30:september.
Lagt verður af stað frá flugvallarveginum stundvíslega kl:7:00 og ekið upp í Borgarfjörð og sem leið liggur að suðvesturenda Langavatns en þaðan hefst gangan.
Eftir létt snarl eru pokar axlaðir og gengið frameftir Kvígindisdal í átt að Langavatnsmúla meðfram honum og eftir Þórarinsdal í átt að Smjörhnjúk meðfram honum eða upp á hann, eftir aðstæðum. Síðan að norður enda Hítarvatns að
eyðibýlinu Tjaldbrekku þar sem er áð og tjaldað.
Ca 16 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 6-8 tímar
Sunnudagurinn 1:október.
Vaknað kl: 7:00. Eftir morgunmat og samantekt eru pokar axlaðir og gengið upp hlíðina fram- hjá Réttargili í átt að Geirhnjúk, þaðan meðfram Skálarfelli að norðurhlið Hlíðarvtns að bænum Hallkelsstaðahlíð þar sem göngunni líkur.
Ca 12 km í beinni loftlínu, áætlaður göngutími 5-6 tímar.
Útbúnaður: Tjöld og viðlegubúnaður. Búast má við ám sem þarf að þvera eru vaðskór því æskilegir.
Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.
Þriggja sveita ferð
Föstudaginn 17. mars verður farið í “þriggja sveita tækjaferð”. Það eru Flugbjörgunarsveitirnar í Reykjavík, Hellu og V-Hún sem ætla að fylkja liði upp á hálendið. Umsjón með ferðatillögun verður í höndum Húnvetninga og er stefnan tekin á Arnarvatnsheiði (ef snjóalög leyfa). Vegna lítilla snjóalaga undanfarið má þó vera að einhverjar breytingar verði á ferðatillögum og jafnvel að einhverjir jöklar verði fyrir barðinu á vélfákum sveitanna.
Eins og áður getur er þetta tækjaferð og er öllum, inngengnum og nýliðum, heimil þátttaka meðan pláss leyfir. Hellu menn leggja af stað kl. 19:00 á föstudeginum en við stefnum á að leggja af stað kl. 20:00 frá Flugvallarvegi. Á laugardagskvöldinu verður sameiginlegt grill og sögusamkeppnin „ýkjusögur flubba 2006“ haldin í fyrsta sinn. Komið verður til baka á sunnudagseftirmiðdaginn. Skráning fer fram á félagasvæðinu og allar frekari upplýsingar veitir Halli K sem verður fararstjóri f.h. FBSR.