Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Heimsókn frá Ísaksskóla

Á miðvikudaginn fengum við í FBSR skemmtilega heimsókn þegar stór hópur frá Ísaksskóla kíkti við. Heimsóknin var hluti af þemadögum hjá krökkum í 3. og 4. bekk og fengu þau stutta fræðslu um FBSR og björgunarsveitir almennt. Þá fengu þau að skoða tæki og búnað sveitarinnar, fræðast um fallhlífahópinn og hitta hundinn Rökkva.

Í það heila komu um 100 í heimsókn og var einstaklega gaman að sjá svona marga fróðleiksfúsa og áhugasama um starfið og hvað það er sem björgunarsveitarfólk gerir.

Við þökkum kærlega fyrir innlitið og vonumst til að sjá sem flesta eftir tæplega áratug eða svo í nýliðastarfinu.

 

Flugeldasölustaðir Flugbjörgunarsveitarinnar

Flugeldasala björgunarsveitanna er stærsta fjáröflun sjálfboðaliðastarfsins og skiptir því öllu máli. 

Í ár eru sölustaðir okkar á fjórum stöðum. Í félagsheimilinu við Flugvallarveg, fyrir framan World Class í Kringlunni, við Frumherja í Mjódd og við Norðlingabraut í Norðlingaholti. 

Vöruúrvalið gríðarlega gott og sérstaklega má minna á Skjótum Rótum fyrir alla en sérstaklega þá sem ekki kaupa flugelda en vilja styðja við starfa björgunarsveita. Þá mætir þú til ykkar, kaupir pappírstré og næsta sumar verður gróðursett tré í Áramótaskógi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Þorlákshöfn. 

13 nýir flubbar

Nýir félagar, teknir inn á aðalfundir í maí 2018, ásamt öðrum nýliðaþjálfaranum þeirra, honum Matta.

Aðalfundur flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík var haldinn á miðvikudaginn síðastliðinn. Meðal reglulegra aðalfundastarfa var inntaka nýrra félaga. Þetta árið voru teknir inn 13 nýir félagar:

  • Arnar Haukur Rúnarsson
  • Birgir Hrafn Sigurðsson
  • Corinna Hoffmann
  • Elísabet Ósk Maríusdóttir
  • Höskuldur Tryggvason
  • Ingibjörg K. Halldórsdóttir
  • Ingvar Júlíus Guðmundsson
  • Magnea Óskarsdóttir
  • Magnús Kári
  • Róbert Már Þorvaldsson
  • Sunna Björg Aðalsteinsdóttir
  • Ásta Þorleifsdóttir
  • Íris Gunnarsdóttir

Óskum við þeim til hamingju og hlökkum til að starfa með þeim í framtíðinni.

Hálendisvakt 2017 lokið

Í ágúst kláraði 14 manna hópur frá FBSR hálendisvakt þetta árið, en alls voru 13 einstaklingar og 1 erlendur gestur, Andrew James Peacock, frá fjallabjörgunarsveit Patterdale í norður Englandi og tveir bílar frá sveitinni á vaktinni í Nýjadal frá sunnudegi 13. ágúst og fram á aðfaranótt mánudags 21. ágúst þar sem þau fengu útkall eftir hádegi á sunnudegi fyrir heimferð sem dróst fram eftir degi. Nóg var við að vera, sjúkraverkefni, aðstoð við tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik 78 talsins og það er vel. Samstarf við landverði, skálaverði bæði í Nýjadal og Laugafelli, aðrar björgunarsveitir og lögreglu var til fyrirmyndar og þökkum við þeim vel fyrir.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Myllan, Ölgerðin, Nesbú og Íslensk Ameríska. Ykkar góði stuðningur gerir okkur kleift að starfa sem sterkur hópur á hálendisvaktinni.

 

17 nýir félagar og endurnýjun í stjórn

Í gær fór fram aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sautján nýir félagar gengu inn í sveitina á fundinum, en þau hafa nýlokið við tveggja ára þjálfun. Þá varð talsverð endurnýjun í stjórn, en fjórir af sjö stjórnarmönnum létu af embætti og voru nýir einstaklingar kosnir í stað þeirra.

Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og Sveinn Hákon renndi yfir tölfræði útkalla ársins. Þá fór gjaldkeri yfir ársreikninga sem voru samþykkir.

Þau sautján sem gengu inn í ár eru eftirfarandi; Anton Aðalsteinsson
, Atli Freyr Friðbjörnsson, Bergljót Bára Sæmundardóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Eysteinn Hjálmarsson, Eyvindur Þorsteinsson, Haraldur Þorvaldsson
, Hulda Lilja Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Ingvar Hlynsson
, Lilja Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Þór Gunnarsson, Ólöf Pálsdóttir
, Reynir Snær Valdimarsson, Stígur Zoega
, Sturla Hrafn Sólveigarson og Ævar Ómarsson. Við inngöngu upplýstu þau um markmið sitt til þátttöku í starfi við að bæta sveitina.20160525_212653

Að venju sá kvennadeildin um kaffiveitingar í hléi og er þeir þakkað kærlega fyrir það. Eftir hlé  voruvoru samþykktar tvær lagabreytingar samhljóða sem kynntar voru í fundarboði.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson var endurkosinn sem formaður FBSR á ný, en þetta er fjórða ár hans í því embætti. Var hann einn í framboði.

Þau Kristbjörg Pálsdóttir, Björn Víkingur Ágústsson, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ásgrímsson ákváðu að gefa ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Margrét Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Arnar Ástvaldsson voru endurkjörin, en auk þeirra tóku þau Egill Júlíusson, Lilja Steinunn Jónsdóttir, Sveinbjörn J. Tryggvason og Ólöf Pálsdóttir, sæti í stjórninni.

Á leið yfir jöklana 3

Mynd/Yfir jöklana 3 - Ferðafélagar á Brúarjökli um helgina. Óskar er fyrir miðju myndarinnar.

Mynd/Yfir jöklana 3 – Ferðafélagar á Brúarjökli um helgina. Óskar er fyrir miðju myndarinnar.

Óskar Davíð Gústavsson, félagi í FBSR, er nú ásamt þremur öðrum félögum sínum á ferð frá austri til vesturs yfir þrjá stærstu jökla landsins á gönguskíðum. Með þessu feta þeir í fótspor sex félaga úr FBSR sem fóru sömu leið fyrir 40 árum, en það var svo sannarlega gríðarlegt þrekvirki á þeim tíma. Áætlaður ferðatími er um 2 vikur, en leiðin er í heild áætluð um 350-400 kílómetrar.

Heimasíða ferðarinnar – Yfir jöklana 3

Ásamt Óskari eru það þeir Hallgrímur Örn og Hermann Arngrímssynir og Eiríkur Örn Jóhannesson sem fara þessa flottu leið. Eru þeir allir meðlimir í Hjálparsveit skáta í Garðabæ.

Ferðin hófst á Fljótsdalsheiði og var fyrsti náttstaðurinn í Laugafellsskála á laugardagsnóttu. Þaðan lá leiðin í Snæfellsskála og svo upp á Brúarjökul í austanverðum Vatnajökli. Eru þeir nú á ferð yfir miðjan Vatnajökul á leið sinni til Grímsfjallaskála. Fylgjast má með ferð þeirra samkvæmt spot tæki hér. 

Frá Grímsfjallaskála er áætlað að ganga niður í Nýjadal og þaðan að Þjórsárjökli í Hofsjökli og yfir jökulinn og niður í Hveravelli. Frá Hveravöllum verður farið yfir Langjökul og niður Geitlandsjökul.

leic3b0in

Árið 1976 þegar sama ferð var farin áður var búnaðurinn allt öðruvísi en í dag. Ekki var í boði að vera með GPS tæki, gore-tex, sérhæfð gerviefni eða annað álíka heldur þurfti að reiða sig á landakort og áttavita. Í þá ferð fóru þeir Rúnar Nordquist, Þorsteinn Guðbjörnsson, Arngrímur Hermansson, Hjalti Sigurðsson, Jóhannes Ellert Guðlaugsson og Þór Ægisson.

Eru þeir Hallgrímur og Hermann synir Arngríms sem fór fyrri ferðina og Eiríkur er sonur Jóhannesar sem einnig fór þá ferð. Þá er Óskar frændi Hermanns og Hallgríms og þegar hann var í nýliðaþjálfun hjá FBSR var það Rúnar sem var leiðbeinandinn hans.

Sjá má fjölda mynda og lesa um núverandi ferð og ferðina árið 1976 á heimasíðunni Yfirjöklana3 

FBSR óskar ferðafélögunum áframhaldandi góðrar ferðar í þessari miklu ævintýraferð.

Neyðarkallasalan hafin í ár

Neyðarkall 2015 lyklakippa

Þá er komið að því. Neyðarkallasalan 2015 er hafin. Björgunarsveitarfólk verður næstu daga á öllum fjölförnustu stöðum höfuðborgarsvæðisins og um allt land og óskar eftir stuðningi frá almenningi til að geta haldið áfram að halda úti öflugu leitar- og björgunarstarfi.
Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitamaður í bílaflokki.

Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum. Salan stendur fram á laugardag. Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

Fyrir félagsmenn: Það verður mönnun í húsi alla daga sölunnar. Ef ykkur vantar kalla eða aðrar upplýsingar er alltaf hægt að koma við eða hringja niðrí hús og athuga stöðuna 551-2300.

65 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar

fbsrÍ dag heldur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík upp á 65 ára afmæli sitt, en það var í nóvember 1950 sem sveitin var formlega stofnuð. Kom það til í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli í september það sama ár. Voru stofnfélagar 29 og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E Jónsson flugmaður.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en Flugbjörgunarsveitin hefur þó alla tíð haft aðsetur við Reykjavíkurflugvöll, upphaflega í bráðabirgðahúsnæði, en seinna fékk sveitin til afnota tvo bragga í Nauthólsvík. Voru þeir aðsetur hennar þar til hún flutti í eigið húsnæði við Flugvallaveginn árið 1990.SW018

Í kvöld fer fram afmælishátíð félagsins, en þar munu bæði yngri og eldri félagar mæta og gera sér glaðan dag og rifja upp áhugaverð augnablik úr sögu félagsins.

Þá verður þess meðal annars minnst að 20 ár eru síðan fyrstu konurnar gengu inn í sveitina. Að lokum verða orður veittar félögum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.018

Fyrr um daginn verður forskot tekið á sæluna, en þá verða haldnir leikar milli hópa í sveitinni. Keppt verður í allskonar
mögulegum og ómögulegum greinum, en að lokum kemur í ljós hvaða hópur stendur uppi sem sigurvegari. 009

Fleiri skemmtilegar myndir úr starfi sveitarinnar má sjá á Facebook síður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hér.

 

Neyðarkallinn 2015

Þá fer að styttast í sölu Neyðarkallsins þetta árið. Sem fyrr er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum björgunarsveitanna á landinu og verða félagar sveitanna væntanlega sýnilegir um allt land. Eins og endra nær verður nýr kall afhjúpaður á næstu dögum, en hér er smá „tease“ fyrir opinbera birtingu 🙂

Salan hefst fimmtudaginn 5. nóvember og stendur til laugardagsins 7. nóvember.allir teaser