Greinasafn fyrir flokkinn: Ferðasögur

B1 á Heiðinni háu

Helgina 21. – 23. september 2012 var farin fyrsta ferð í nýliðanna í B1. Fyrir ferðina höfðum við fengið fyrirlestra um hvernig við áttum klæða okkur, haga búnaði, hvað skynsamlegt nesti innihélt og hvernig átti að tala í talstöð. Talstöðvarnar voru það fyrsta til að koma mér á óvart, því það að tala í talstöðvar hljómar mjög einfalt en það reyndist hægara sagt en gert að muna hvað átti að segja og hvernig.  „FBSR æfingastjórn, FBSR hópur 2 kallar.“ Ofsalega einfalt en ofsalega auðvelt að klúðra uppi á fjalli í roki. Búnaðarfyrirlestrarnir voru auðveldari að meðtaka en þeim fylgdu líka verslunarferðir í allar útivistarbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu í leit að rétta jakkanum, rétta föðurlandinu og fullkomna matarílátinu.

Við mættum upp í hús FBSR á föstudagskvöldi klukkan 7 eins og venja er fyrir allar ferðir. Þá vorum við búin að skipta okkur niður á tjöld og tjaldfélagarnir búnir að ákveða innbyrðis hver kæmi með prímus og pott. Það var spenningur í hópnum þegar allir voru búnir að koma sér upp í bílana og lagt á stað stundvíslega klukkan átta. Halda áfram að lesa

Ferðasaga – Afmælisferð á Bárðarbungu 10.-12.september 2010

Eins og hvert mannsbarn veit, var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík stofnuð stuttu eftir að Loftleiðavélin Geysir brotlenti á Bárðarbungu haustið 1950. Í tilefni af komandi stórafmæli sveitarinnar var ákveðið að halda í hópferð á söguslóðir. Hluti hópsins gekk á Bunguna og fer hér á eftir sagan af þeim leiðangri.

Göngufólki var skutlað inn að Svarthöfða í Vonarskarði með hjálp bílstjóra úr Kyndli og Kili á föstudagskvöldi, 10. september. Kjötsúpa og franskbrauð með hollum skammti af smjöri runnu ljúflega niður í eldhústjaldinu áður en haldið var í háttinn.

Við birtingu, um klukkan hálf sex á laugardagsmorgni spruttu göngumenn út úr tjöldum sínum – allir útsofnir og eldhressir. Tveimur klukkutímum síðar lögðu 23 Flubbar og 4 nýliðar, af stað upp Köldukvíslarjökul, í humátt á eftir fararstjóra sínum, Jóni Þorgrímssyni, og aðstoðarmönnum hans. Leiðin var greið, svolítill ís sem þó var stamur og því auðveldur til uppgöngu.
Göngumenn þurftu brátt að stikla og stökkva yfir minni sprungur og settu því á sig ísbrodda til að tryggja öryggi sitt. Eftir örfáa kílómetra fór að bera á hælsærum hjá mörgum í hópnum og var því stoppað og hælar plástraðir.

Haldið var áfram í yndislegu veðri, útsýni og góðu færi. Þegar komið var í um 1600 m hæð fór mannskapurinn í línur, enda jökullinn farinn að sýna sínar „dýpstu hliðar“. Þegar upp á sléttuna kom varð gangan heldur tilbreytingarlítil en áfram var haldið í leit að punkti sem sýndi
metrana yfir 2000. Þegar á hæsta punkt kom var lítið skyggni og nett snjókoma! Eftir stutt köku- og myndastopp
 var haldið niður og gekk það snurðulaust.

Á niðurleiðinni gengu menn fram á hræ af dýri en voru ósammála um hvers kyns dýr væri að ræða. Líklega var þetta hreindýrskálfur! Eftir um þrettán klukkustunda og 34 km göngu komu göngumenn sælir af jökli að bílunum sem biðu þeirra. Á meðan göngumennirnir tíndust inn í bílana, einn af öðrum, skyggði og í myrkrinu var haldið inn í Nýjadal þar sem beið lamb á diski og dash af súkkulaðiköku í eftirmat. Seint og síðar meir sofnuðu allir þreyttir og sælir og dreymdi klaka, sprungur og hljóðið í broddum. Göngumenn bíða nú spenntir eftir sjötugsafmælinu.

Takk fyrir okkur

Krunka og hjálpsömu nýliðarnir Sveinn og Védís

Vatnajökulstúr 2009

Beltaflokkur FBSR tók að sér eins og mörg undanfarin ár að fylgja Mótormax klúbbnum um Vatnajökul í árvissri ferð klúbbsins helgina 21-23 maí síðastliðinn. Að vanda var gert út frá Jöklaseli á Skálafellsjökli rétt ofan við Smyrlabjörg í Suðursveit.

Lögðum við af stað á miðvikudagskvöldi með 5 sleða á FBSR 6 en Eddi kom á sínum fjallabíl með 3 sleða til viðbótar. Með í för voru Arnar, Bjössi, Eddi, Stebbi og Gummi og frú ásamt nokkrum starfsmönnum Mótormax.

Var svo lagt á jökul kl. 10 að morgni Uppstigningardags með stefnu á Hvannadalshnjúk. Voru 27 sleðar og menn sem keyrðu sem leið lá að Karli og Kerlingu við Brókarjökul  og svo vestur Breiðamerkurjökul í Esjufjöll. Eftir stutt nestisstopp í skálanum við Esjufjöll héldum við að Fingurbjörg í Mávabyggðum og þaðan um Hermannaskarð að Snæbreið. Þegar við komum vestur af Snæbreið var stoppað enda komið flott útsýni yfir Hnjúkinn. Nokkrir gönguhópar voru á og við Hnjúkinn og höfðu menn á orði að það væri til skammar að þessir labbakútar gengju lausir í þjóðgarðinum, traðkandi niður Hnjúkinn ,sem lækkar með hverju árinu sem líður, með háreysti og illa lyktandi. Betra væri að leyfa aðeins umferð vélknúinna ökutækja og þá sérstaklega vélsleða. Þó voru nokkrar í hópnum á því að laumast í röðina og labba upp og geta þá státað af einum tindinum til viðbótar.

Þegar menn voru búnir að fá nóg af hæsta tindi landsins var snúið heim á leið með stoppi í Svöludal við Þverártindsegg. Svo þegar komið var í Jöklasel var sett upp spyrnubraut þannig að menn gætu aðeins tekist á um hver væri á öflugustu græjunni. Þar sem Túrbó orgelið (Þór Kjartansson) var ekki með í för var keppnin í ár  aðeins jafnari en oft áður.  Fóru leikar svo að björgunarsveitarmaðurinn Sveinbjörn Valur frá Egilsstöðum var manna fljótastur í spyrnunni á sleða sem hefur verið ekið fram og til baka eftir Lagarfljóti…..í JÚLÍ. Að lokinni hnífjafnri spyrnukeppni var sest að snæðingi í Jöklaseli og skemmt sér saman fram eftir kvöldi með mislognum hetjusögum af viðstöddum.

Dagur tvö hófst að venju sleðamanna eldsnemma eða kl. 10.00. Voru klárarnir græjaðir og haldið norður yfir jökul með stefnu á Kverkfjöll. Í sól og blíðu komum við á leiðarenda c.a. 1,5 klst seinna og var þá tekið nestisstopp við Gengissigið. Þegar bensíntankar og útþandir magar voru mettir var haldið sem leið lá eftir Kverkfjallahryggnum niður í Sigurðarskála,  kvittað í bókina og tekið lögbundið símtal í greyin sem völdu frekar að fara í verslunarferð til Stavanger með frúnna. Var það mat flestra að vísa beri mönnum úr beltaflokki sem sýna af sér þvílíkan dómgreindarskort. Að skyldustörfum loknum lá leiðin í Hveragil austan Kverkfjalla eftir ansi skemmtilegum giljarenning þar sem Yammarnir í hópnum sýndu stórkostlega takta í sinni sérgrein, HLIÐARHALLA. Enn loddi við okkur fnykurinn af göngumönnum á Hnjúknum daginn áður svo helstu garparnir skelltu sér í lækinn enda hitastig fallvatnsins (akkúrat 39.5°) svo nálægt manneldissjónarmiðum Lýðheilsustofnunar að ekki var annað hægt en að bleyta kroppinn aðeins og sleikja sólina á þessum dýrlega stað. Þegar allir voru orðnir tannaðir í drasl var haldið aftur af stað og stefnan tekin upp Brúarjökul og heim í Jöklasel þangað sem við komum svo um klukkan 18hundruð.

Dagur 3

Þar sem nú var skipulagðri ferð þrotabúsins lokið ákváðu undirritaður ásamt Stebba og  Bjössa að koma við á Mælifellssandi á heimleiðinni þar sem við vorum búnir að mæla okkur mót við TF-GNÁ þyrlu Landhelgisgæslunnar. Höfðu björgunarsveitarmenn af Héraði og úr Aðaldalnum veður af þessum fyrirætlunum okkar og ákváðu að taka á sig stuttan krók (500 km) á heimleiðinni og koma með okkur á æfingu en við höfðum meðferðis æfingasendi frá Gæslunni fyrir þá til að miða út.

Lögðum við því af stað um kl 09.00 á 3 Fordum með sleðana landleiðina frá Jöklaseli með lögbundnu hamborgarastoppi á Kirkjubæjarklaustri að Mýrdalsjökli,þar sem  klárarnir voru mundaðir og rennt yfir á sand. Eftir nokkra km af brekkum og krapa fannst Stebba kominn tími til að skaffa gæslunni verkefni og keyrði í sprungu á miðjum sandinum. Þó skal tekið fram að sleðinn lak ofaní á c.a 1.5 km/klst en allar hinar hetjurnar höfðu tekið þann kostinn að krækja fyrir kelduna enda kom svipur á undirritaðan þegar Stefán tilkynnti um tildrög festunar í talstöðinni. Var þá ákveðið að þetta væri að sjálfsögðu gert að yfirlögðu ráði hjá nillanum enda fullkomin tildrög fyrir æfingu. Var því neyðarsendirinn virkjaður og byrjað að kalla upp þyrluna á VHF. Þegar rjómaþeytarinn mætti svo á svæðið eftir að hafa miðað sendinn út voru 4 hetjur hífðar um borð og boðið á rúntinn, voru það Stefán frá FBSR, Sveinbjörn Valur Bjsv. Hérað, Árni Pétur HSSA og Jói HSSA, ég og Björninn biðum rólegir á meðan og munduðum myndavélina.

Þar sem frést hafði af því hvaða einvala lið var þarna á ferð var sent kameru krjúv frá Saga Film með þyrlunni úr bænum sem dokjúmenteraði  herlegheitin fyrir heimildarmyndina margrómuðu. Að rúntinum loknum lenti rútan svo hjá okkur aftur til að skila af sér hetjunum og endurheimta neyðarsendinn. Að því loknu skellti vélin sér í lofti og tók eitt flott lowpass fyrir okkur áður en þeir stímdu heim á leið.

Þar sem við vorum rétt ofan Fljótshlíðar þar sem hetjur riðu um héruð á árum áður urðum við að sjálfsögðu að trekkja í gang og taka gandreið yfir jökul til á skera úr um það hver væri mestur og bestur. Komum við svo í hlað hjá jöklabóndanum eftir þeisireið jökulsins um klukkan níu. Þar skildu leiðir okkar Flubba og norðaustanmanna og var það mál manna að næst skyldi stefnt á að hittast á Grímsfjalli í hreyndýrasteik síðsumars.

 

Arnar Bergmann

Beltaflokki   

B1, Botnsdalur- Þingvellir

Helgina 7-9 nóvember fór B1 í litla göngu undir leiðsögn Garðars og Einars.  Hér á eftir fer frásögn Krunku af ferðinni (tekið af síðu hópsins):

Föstudagur:

Sveitarbílarnir hentu okkur út við hliðið upp að Glym í Botnsdal og þaðan löbbuðum við um 1 km inn fyrir eða þar til við fundum þennan líka slétta og fína grasbala rétt við ánna.  Eftir tjöldun fengu 2 úr hópnum sér kvöldgöngu og datt annar út í á og braut á sér báðar lappir, honum tókst þó að draga sig upp úr ánni á meðan hinn hljóp á eftir hjálp en á leiðinni datt hann og missté sig!!

Þá komum við til bjargar og fengum fyrir vikið æfingu í talstöðvarsamskiptum, spelkun og burði á um 2m manni UPP brekku!! (Börurnar eru m.a.s. of litlar fyrir hann Gunnar okkar!!)

Eftir að búið var að fara yfir þessa æfingu fór ein úr hópum eitthvað á röltið og datt líka svona illa í brekkunni fyrir ofan ánna og við komum og smelltum henni yfir á bakbrettið í góðum halla!!

Laugardagur:

Ræs kl. 7:30 og 10/15 mín seinna var gengið á tjöldin og séð til þess að allir væru vaknaðir!!

Gengum, með skelina, upp með ánni upp að Glym – tók vel á en held að allir hafi verið rosa ánægðir með sig að hafa druslað þeim þarna upp.

Þegar upp var komið veiktist einn í hópnum og var snúið við með hann.  Við hin héldum áfram með Einari, að Hvalvatni og svo meðfram því.  Þegar þarna var komið við sögu hafði Arnór komið upp með þetta snilldar kerfi á skelina, þ.e. 2 og 2 voru pöruöð saman og nr. frá 1 upp í 7 og svo var bara system á burðinum og gekk hann mun betur eftir það.  Héldum svo áfram vegslóða niður að Ormavöllum (um 16km) en þar tóku Garðar og Stjáni á móti okkar.

Vorum svo búin að tjalda fyrir myrkur!!  Og þá var að reyna að hafa ofan af fyrir sér til að fara ekki bara að sofa kl. 19 og vakna um miðnætti!!

Sunnudagur:

Ræs kl. 8:30 og Einar sá til þess að allir væru vaknaðir skömmu síðar.  En þess má geta að Garðar fór aftur heim með Stjána og skildi Einar einan eftir með okkur!!

Það fréttist af 3 einstaklingum sem höfðu fengið sér göngu inn gil nokkurt þarna skammt frá sem við tjölduðum og ekkert hafði heyrst til í 2 sólarhringa … svo við fórum á stúfanna og fundum fljólega einn sem hafði hrapað niður í gilið og var ill meiddur, hluti af hópnum fór í að hlúa að honum á meðan við hin héldum leitinni áfram … fundum tvær stúlkur sem ekkert amaði að en þeim var orðið mjög kallt og fengu því teppi og kakó

Við bárum svo hinn slasaða á börunum yfir ánna á glerálum steinunum og yfir girðingu!

Lögðum svo í hann upp Ármannsfellið … skelinn tók vel í en þegar upp var komið í skarðið var þetta bara orðið gaman … snjór hér og þar þar sem hægt var að draga skelina og svona … voða fjör

Toppuðum Ármannsfellið án skeljar og bakpoka – spurning samt hvort hefði ekki verið gáfulegra að taka pokana með þar sem það var nær óstætt þarna uppi!!  EN hatturinn fór með upp :p

Leiðin niður gekk, en ekki kannski alveg eins smúð og hefði getað verð en það var bara gaman að drusla skelinni upp úr gilinu og svo áfram niður

Lærdómur ferðarinnar:

Það er ekki svo auðvelt að bera þunga menn í börum upp brekkur eða yfir ár!  Og það er heldur ekki svo auðvelt að bera tómar börur uþb 10km á mann (gengum 33km um helgina).

Við lærðum meira í fyrstu hjálp með hverri æfingunni sem við tókum, við lærðum betur á talstöðvarsamskipti og við æfðum okkur í að taka stefnu á korti.

Held að við séum öll sammála um að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík og ber að þakka Garðari fyrir að detta í hug að taka skelina með og Einari fyrir að taka heils hugar undir þá hugmynd

Það sem mörgum okkar þótti einnig standa upp úr þessari ferð var að í þetta skiptið gekk hópurinn saman, því börurnar réðu ferðinni og var ákveðinn stemmari í því

Þess má svo geta að á þriðjudaginn eftir skokk verður hóp nudd á axlir!!!

Takk fyrir frábæra helgi

Kv.

Bangsamamma

Stutt myndasaga úr Svissnesku Ölpunum

Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Skúli Magnússon voru á ferð í Svissnesku Ölpunum um miðjan Júní mánuð í sumar og var ferðinni heitið á fjallið ‘Bishorn’ sem er 4.153 metra hátt.  Bishorn er umkringt tignalegri fjölskyldu og er Weisshorn (þriðja hæsta fjall Sviss) næsti tindur við Bishorn.  Gott útsýni er einnig yfir Maatterhorn af tindi Bishorn.  Því miður var veðrið þó ekki skaplegt á toppadaginn og lítið fór fyrir því stórkostlega útsýni sem Bishorn býður upp á.  Þeir náðu þó á toppinn og hér er stutt ferðasaga. (ca.7MB)

f1
Mynd 008 – Gist var í Zinal dalnum, í um 1.600 metra hæð.  Skúli býr sig undir svefn

f2
010 – fegurðinn yfir dalinn var mikil þegar við vöknuðum.

f3
014 – lagðir af stað í gönguna. Halli pósar fyrir framan tignaleg fjöllin í baksýn. Á myndinn sést vel í Weisshorn (4.506 M), eitt tignalegasta fjallið í Svissnesku ölpunum.

f4
015 – komnir að „trélínu“ og Skúli pósar með fallegan foss í baksýn.

f5
016 – ágætis útsýni yfir Zinal dalinn.

f6
018 – Komnir vel yfir „trélínu“ og landslagið orðið hrjóstugara. Skúli gerir að tilvonandi hælsæri.

f7
021 – sökum þess hversu snemma um sumarið við vorum (miðan Júní), var snjólína nokkuð neðar en ella. Aðal vertíðin opnar ekki fyrr en um mánuði síðar (miðjan Júlí) þegar skálar opna fyrir almenningi. Hérna eru við komnir í snjólínu og Skúli tekur stefnu á skálann sem var í sjónlínu. Ský voru farin að myndast í kringum okkur.

f8
024 – Halli tekur síðustu skrefin upp bratta hlíð sem að hrygg, þar sem skálinn situr.

f9
025 – Hér er Skúli að taka síðustu skrefin upp á hrygginn.

f10
026 – Hér sést skálinn (Cabane de Tacuit) sem áætlað var að gista í um nóttina (3.256m). Tacuit skálinn er með hæstu skálum í Sviss. Glitta má í Skúla sem gengur síðustu þrepin að skálanum.

f11
028 – Skúli eldar kvöldmatinn. Skálinn var einungis með “vetraropnun“ og því aðeins hluti skálans opinn. Engin þjónusta var á staðnum og fátt um manninn.

f12
030 – Klukkan 5 að morgni næsta dags var útsýnið hreint stórkostlegt. Skýjabakkin sem hafði blundað yfir okkur daginn áður hafði „sest“ í nánst sömu hæð og skálinn.

f13
032 – Halli uppáklæddur og tilbúinn í slaginn kl. 05:30. Sólin farin að teygja geisla sína á nálæg fjöll og ekki er hægt að kvarta yfir útsýninu.

f14
034 – Komnir á jökulinn sem liggur að Bishorn og enn lofar veðrið góðu.

f15
036 – skömmu síðar fór að þykkna upp og þá þurfti að taka fram áttavitann og gps til að tryggja að við værum á réttri leið.

f16
037 – Með okkur í skálanum um nóttina voru þrír pólverjar sem einnig voru á leið á Bishorn. Hér sást þeir ganga í sporunum okkar á leið upp jökulinn. Stuttu síðar þykknaði enn frekar upp og við sáum þá ekki aftur fyrr en undir toppnum.

f17
038 – Komnir undir toppinn og skyggnnið nánast ekki neitt. Snjórinn var mjög þungur svona ofarlega og þurftum við að vaða hann upp að hnjám efst í fjallinu. Þá var gott að geta skiptst á að ryðja. Lítið var um myndartökur á þessum tíma en þessi er tekinn að Skúla að undirbúa sig undir síðustu spönnina. Þarna þurfti hann að krossa sprungu til að komast upp á toppinn sem sést að hluta í baksýn. Allt fór þó vel og snjóbrúin gaf sig ekki.

f18
042 – klukkan rétt fyrir 10 um morguninn og Skúli á toppnum og útsýnið ekki neitt!

f19
043 – Halli á toppnum

f20
045 – skyggnið hélt áfram að versna um daginn og snjóaði nánast alla leið niður. Hér er Halli kominn í 1.900 metra og enn snjóar…

f21
046 – Komnir á leiðarenda og loksins niður úr snjókomunni.

Hvannadalshnjúkur 25. apríl 2008

Föstudaginn 25. apríl lagði 16 manna hópur af stað austur í Skaftafell þar sem sigra átti Hvannadalshnjúk.  Gist var á bílastæðinu neðan við Sandfellsleið en þar er ágætis tún og lækur við Tréð eina.

Ferðasaga Helga:

Haldið var austur á föstudagskveldinu, farið var á þristinum, fimmunni og 3 einkabílum. Það er rétt að taka fram að Helgi var tekinn af löggunni á Hvolsvelli þó við reyndum að sannfæra lögregluna um að hann væri með Héraðslækninn, Hauk í bílnum.

Komið var í myrkri á Sandfell og tjaldað við hliðiná kirkjugarðinum. Fórum að sofa rétt fyrir 01 og var farið á fætur kl. 04.30, en þá var orðið bjart og því fínt að hafa sig til fyrir áætlaða brottför kl. 06.

Lögðum af stað upp á slaginu 06 og í sama mund og við lögðum í hann var annar hópur kominn við Sandfell sem var að fara leggja í hann sömuleiðis. Vinnuheitið okkar á þeim hóp var „Lionsklúbburinn Kiddi“. Leiðin lá mjög bratt uppávið svo við tókum þetta bara rólega til að eiga nóg inni og útlitið bara nokkuð bjart og kátt yfir mannskapnum. Þegar við komum aðeins uppfyrir snjólínu byrjaði að hvessa og gönguskíðamenn festu á sig skíðin og við hin héldum áfram fótgangandi. Fljótlega var tekin góð nestispása en þá var farið að blása meira og skömmu síðar klæddu allir sig í belti og fólk sett í línu. Þá var veðrið orðið leiðinlegt og „Lionsklúbburinn“ gékk frammúr okkur en við komum okkur loks af stað á frekar ójöfnum hraða. Kannski ekki skrýtið þar sem mótvindurinn var hressilegur og skyggnið ekki gott. Eftir eitthvað slatta klafs þarna upp var síðan tekið stopp og stöðufundur þar sem Matti og Stjáni lögðu á ráðin og ákvörðun var tekin um að skynsamlegast væri að snúa við og létum við því gönguskíðahópinn vita í gegnum talstöðina en ekkert sást til „Lionsklúbbsins“ lengur.

2448114645_f30229606c_m

Af gönguskíðalínunni var það að frétta að Haukur Eggerts hafði „stigið“ aðeins ofaní sprungu og tapað öðru skíðinu ásamt einu gleri úr sólgleraugunum. Hann sakaði samt sem áður ekki, enda héraðslæknir á ferð.

Niðurförin einkenndist af svekkelsi hjá mér a.m.k. og sést það glögglega í myndbandinu sem er til úr ferðinni og verður klárlega frumsýnt við gott tækifæri. Veðrið var orðið aftur mjög gott í ca. 1000m hæð og því trúði maður varla hvernig munurinn gat verið svona mikill á veðrinu þar og í 1400m.

Aðrir litu á björtu hliðarnar og sáu fyrir sér gott grill og kvöldvöku framundan með einhverju léttu sprangi daginn eftir.
Ákveðið var að halda yfir á Hnappavelli sem eru rétt hjá Sandfelli og fara í sig og klifur þar. Slógum því upp tjaldbúðum þar og hafist var handa við að koma upp línum og fá fólk til að síga. Það er ákveðið skref að þora yfir brúnina en þetta er algjörlega bara spurning um að hugsa ekki um hvað sé langt niður heldur bara treysta á græjurnar… þá er þetta ekkert mál 🙂

Grillunin tókst almennt mjög vel og átu allir á sig gat og voru Bogga og Agnes meiri að segja með heimatilbúinn ís í eftirrétt. Þreyta var yfir mannskapnum svo það var farið snemma í rekkju en dagurinn eftir átti að fara í létta göngu inní Skaftafelli við Svartafoss o.s.frv.

Svo kom morgun, kl. 06.30 vakna ég við það að Matti stendur við tjaldið og er að tryggja að allir séu vaknaðir og gerir við öll tjöld. Ég soldið súr að venju svona snemma dags og ligg eins lengi og ég get eða þangað til ég heyri útundan mér að það eigi að reyna við hnjúkinn aftur. Þá hrekk ég upp og lít út og sé þetta geggjaða veður.

2449721651_c2de10ae5c_m

Þetta var selt á staðnum, attitute-ið var komið aftur. „Það verður sko ekki snúið við í þetta sinn“, hugsaði maður með sjálfum sér.

Keyrt var uppí 400 metra á jeppanum og strumpastrætó og gengið semsagt upp í áttina að Hnapp og Rótarfjallshnjúk. Fæturnir sögðu aðeins til sín frá deginum áður en ekkert sem var að stoppa mann. Veðrið var sömuleiðis svo gott að hratt gékk á vatnsbirðirnar sem áttu ekki eftir að duga daginn.

Komumst uppá Rótarfjallsshnjúk kl. 15 og þar með gat Haukur hakað við hann í tindabókinni góðu. Hinn raunsæji Haukur gaf þá út að við værum aldrei að koma niður í Base camp aftur fyrr en á miðnætti myndum við halda áfram á hnjúkinn. Það var lítill efi í hópnum og því haldið áfram eftir sléttunni góðu. Skyggnið á sléttunni var lítið og sáum við ekki hnjúkinn fyrr en við vorum komin ansi nálægt honum en þá var opnun og aftur var alger steik.

2450743480_a8d38e22b3_m

Allir fóru í brodda við rætur hnjúksins og var síðan haldið uppá topp sem náðist skömmu fyrir kl. 18 á sunnudeginum. Á toppnum var að sjálfsögðu hressilegt myndasession og almenn kátína að sjálfsögðu. Allir ánægðir með árangurinn og maður gat tekið gleði sína á ný.

2451586857_fff544b633_m

Síðan var bara gengið eins og enginn væri morgundagurinn tilbaka þar sem matar og drykkjarbirðir voru litlar eða engar hjá öllum. Komið var niður í bíla-base kl. 22.30 þar sem Brynjólfur tók á móti okkur með blikkandi ljósum 🙂 Brunað á Hnappavelli, tjöldum og öðru pakkað og lagt af stað til RVK kl. 00:45 og komið í bæinn kl. 05.

Vetrarfjallamennska janúar 2008

Dagurinn var tekinn snemma á laugardegi þann 5. janúar og hittingur niðrí sveit fyrir allar aldir og menn misferskir.

Þar var rennt yfir að allir væru með búnað á borð við klifurbelti, öxi, karabínur, snjóflóðaýla og fleira.

Síðan var troðið í jeppana og brunað af stað þar sem markmiðið var að finna snjó en mikil „hitabylgja“ hafði umlukið landið dagana fyrir ferðina og því vöntun á snjó á Skarðheiðinni, en þangað var hefðin að fara í þessari ferð, „eigum við að ræða það eitthvað?“.

v1Þegar komið var inní Kaldadal hófst fjörið og hluti jeppana fóru að festast og þá höfðu nýliðarnir strax einhvern tilgang, það er að kanna hvort ísinn fyrir framan bílana væri traustur 😛 . Það verður þó að koma fram hversu seigur Hyundai bíll sveitarinnar er („Fjarkinn“ „Þristurinn“), en hann komst klakklaust á leiðarenda, kannski góðum bílstjóra að þakka sem virtist þekkja getu bílsins ansi vel.

Þá var ekki eftir neinu að bíða, nýta varð dagsljósið, kveikt á ýlunum og vaðið beint uppí brekku. Skipt var í hópa og fékk hver og einn hópur síðan „special treatment“ hjá sínum leiðbeinanda. Farið var í gegnum snjóprófílagerð og hvernig snjóflóðahætta er metin útfrá því o.s.frv. B2 hvarf uppi fjallið og veit ég ekki með vissu hvað þeir aðhófust um daginn en skiluðu sér í tjaldbúðirnar um kveldið.

Áfram héldu verklegar æfingar hjá B1 og var farið beint í hina frægu ísaxarbremsu. Það var mjög skemmtilegt og sýndu menn þvers og kruss einhverjar kúnstir eða runnu niður í bullinu.

v2Efir það var gengið í áttina upp Hádegishnjúk Syðri a.k.a. Hádegishnúkur og fljótlega skipt yfir á ísbrodda og prófað að ganga á þeim. Án þeirra hefði maður fljótlega verið kominn í sjálfheldu og ætli hefði ekki þurft útkall til að bjarga manni :O .

Fljótlega var tjaldsvæðið ákveðið en haldið áfram með æfingar. Eftir yfirferð á öllum trygginum eins og snjósætum, akkerum og íspollum var komið hressilegt myrkur og þvínæst tjaldað eða snjóhús búin til, en nokkrir ákváðu að leggja smá vinnu í að grafa snjóhús og gista í því, mjög gaman að því.

v3Langþráð máltíð var síðan elduð í flestum tjöldum eða tjaldblettum en tjaldsvæðinu mátti skipta í efra- og neðra-breiðholt . Í efra-breiðholtinu voru náttúrulega mestu vitleysingarnir. Þær voru ófáar sögurnar úr efra-breiðholtinu þetta kveldið, af mönnum talandi við tjöld og menn gangandi í hringi kringum tjöld.

Um nóttina snjóaði eða skóf aðeins og hitastig hefur verið áætlað -2 til -4 gráður. Flestir viðkenndu eftirá að hafa átt mjög erfitt með svefn á annarri hliðinni sökum áverka eftir ísaxarbremsuæfingarnar :). En í morgunsárið var þokkalegur hrollur í manni skríðandi útúr svefnpokanum skiptandi um outfit en heitur drykkur bjargaði því fljótlega.

Þegar allir höfðu pakkað rottuðu hóparnir sig aftur saman og farið var yfir hvernig gengið sé í línu. Með það á hreinu var síðan gengið langleiðina uppá Hádegisfellið syðra þar sem kuldinn beit hressilega í kinnarnar en eilítið sást til sólar og einhverjir gátu tanað sig í drazl. En auk þess að ganga í línu sást t.d. til Steinars tengja sig inní línur og kasta sér niður til að reyna ná öllum niður.

v4
Á niðurleiðinni var farið yfir grunnatriði í sigi sem og aftur farið yfir tryggingar og allir látnir síga niður slíkt í góðum halla. Toppurinn á sunnudeginum var síðan sigið niður smá klett þar sem fyrsta alvöru sigið var tekið þar sem enn á ný sumir sýndu keppnistilþrif.

v5
Haldið var áfram niður fjallið og gengið aftur á upphafspunkt og því ferðinni lokað með hring. Heimferðin út Kaldadalinn gékk næstum klakklaust en jeppinn hans Kristjáns var með smá ves en þar rifu menn bremsudiskinn bara af til að redda því, jú og svo notaði hann bara handbremsuna ef hann þurfti að bremsa :).

Var með góðar harðsperrur í líkamanum eftir þessa ferð og ágætis sár á annari hliðinni eftir ísaxarbremsutakta.

v6
Takk fyrir mjög skemmtilega ferð ,

Helgi M.

Sprungubjörgun á Sólheimajökli, 10. nóv. 2007

Um korter í 8 að morgni laugardagsins 10. nóvember var B2 mættur á svæðið, þar voru Einar, Eyþór, Gulli, Jóhann, Svanhildur, Tommi og síðan fóru Addý og Andrés með líka. Umsjónamenn voru Hjörtur og Doddi.

Við tíndum til það sem við þurftum, og síðan var lagt af stað, svona um 9. eitthvað ruglaðist Hjörtur á leiðarvalinu útúr bænum, og okkur sýndist á öllu að hann ætlaði bara vestur í bæ. En eftir smá útúrdúr, komumst við nú á rétta braut og stefndum sem leið lá upp á Shell við Vesturlandsveg, þar sem keypt var kaffi og með því.

Við keyrðum upp að Sólheimajökli undir Eyjafjöllum, fórum framhjá bílveltu, en gátum ekkert hjálpað þar, allt búið.

Við vorum komin innað jökli um 11, og byrjuð að labba upp um hádegi. Byrjuðum á að æfa okkur í að ganga á broddunum, skoðuðum nokkra svelgi og gengum síðan hærra upp jökulinn. Við fundum einn helviti myndarlegan, þar sem við tókum fyrstu æfinguna. Þar var maður látinn síga niðru í svelginn, sem var ekki djúpur, ekki meira en 6 metrar max.  Settum upp doblunarkerfi, og náðum kauða upp. Þetta gerðum við tvisvar til að tryggja að við værum með þetta á hreinu.

Síðan fórum við og fundum okkur stóra og myndarlega sprungu til að taka næstu æfingu, var okkur þá skipt í 2 hópa. Uppsetningin var sjúklingur ofan í sprungu, það þurfti maður að siga niður til hans, festa við hann línu, við þurftum að ná björgunarmanninum upp með doblunarkerfi, sem við þurftum síðan að færa kerfið á línuna hjá sjúklingnum og ná honum upp úr sprungunni. Það gekk allt mjög vel, og vorum við búnir að koma sjúklingnum upp á ca. halftima.

Smá tími fór í pælingar á tryggingunni þar sem Atli var að sýna okkur nokkra mismunandi hnúta og fleira en hann og Stefán höfðu skroppið úr bænum til að kíkja á okkur.

Síðan var gengið frá og haldið niður í bílana.

Á sunnudeginum voru síðan teknar léttar sigæfingar og júmm í húsi.

The end 😉

Andrés Magnússon.

a1
Einar gerir sig kláran niðri við bíl.
a2
Aðeins að kíkja á svelg.
a3
Eyþór að fíflast eitthvað.

a4

Verið að húkka í sjúklinginn áður en honum er kippt upp.

Halli og Adela á Wildspetze

b1

Við höldum áfram að segja frá félögum okkar á ferðum erlendis. Hallgrímur Kristinsson, fjallageit og eitt sinn varaformaður FBSR, fór ásamt eiginkonu sinni Adelu Halldórsdóttur og tveimur austurrískum ferðafélögum á Wildspetze, sem er næst hæsti tindur Austurríkis.  Í leiðinni gengu þau á Wildes Mannle. Halli sendi okkur myndirnar sem hér fylgja.

Í lok september fór ég ásamt eiginkonunni og tveimur austurrískum ferðafélögum á næst hæsta tind Austurríkis, Wildspetze. Hann er 3770 metra hár, einungis 20 metrum lægri en hæsta fjall Austurríkis. Í leiðinni tókum við Wildes Mannle, 3000 metra tind í nágrenninu.

b2

Í upphafi ferðar. Adela ásamt Austurrísku ferðafélögunum Andreas og Peter. Þessi skíðalyfta var tekin í 2000 metra hæð. Enginn var þó snjórinn.

b3

Að njóta útsýnisins.

b4

Veðrið lék við okkur og fjalladrottningin naut þess.

b5

Hópurinn fikrar sig upp á Wildes Mannle (3020 metrar)

b6

Síðustu metrarnir að toppi Wildes Mannle.

b7

Toppnum náð. Útsýnið er fagurt.

b8

Hjónakornin á toppi Wildes Mannle. Wildspitze (3770 m.), takmark morgundagsins og næst hæsta fjall Austurríkis í bakgrunni.

b9

Eitt sinn var jökull þar sem þau standa. En svo kom „global warming“.

b10

Komið að skálanum (2480 m.) þar sem gist var um nóttina..

b11

Kvöldsólin er falleg í Austurrísku Ölpunum.

b12

„Alpa start“. Klukkan er 6:30 og tími til að leggja af stað.

b13

Komið í snjólínu

b14

Eiginkonan fylgir með… og fögur er hlíðin.

b15

Komin í 3500 metra og tími fyrir brodda, exi og línu. Hér ákvað eiginkonan að snúa við.

b16

og þá byrjar bröltið.

b17

Fyrsta spönnin að baki og við blasir fallegur jökullinn.

b18

3650 metrar og stutt í toppinn.

b19

Síðustu metrarnir á toppinn

b20

Vestur hryggurinn, séður frá toppnum.

b21

Á toppi Wildspetze, næst hæsta fjalls Austurríkis!

b22

Á niðurleið…

b23

… og á niðurleið

b24

… og á niðurleið

b25

Komið niður í skála og verðlaunin drukkin.

Myndir og texti Hallgrímur Kristinsson.