Fallhlífastökkvararnir okkar stukku úr vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í gær en æfingin gekk út á að koma farþegum og áhöfn skemmtiferðaskipsins Arctic Victory til bjargar, en skipið hafði strandað og eldur kviknað í því við Grænlandsstrendur. Þurfti að koma 200 farþegum og 48 manna áhöfn til bjargar eftir að neyðarkall var sent í kjölfar strands og eldsvoða.
Flugvélin flaug með sjö fallhlífastökkvara frá flugbjörgunarsveitinni á svæðið og stukku þeir út yfir eyjuna Ella. Fimm stukku úr 4.000 fetum og tveir úr 1.000 fetum. Einnig var ýmsum björgunarbúnaði, tjöldum og vistum fyrir aðhlynningarstöð, kastað út í 300 fetum. Gekk aðgerðin vel, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.
Myndband má sjá af stökkinu hér fyrir neðan, en mbl.is fjallaði einnig um stökkin.
Sarex Greenland 2013 fallhlífastökk from Landhelgisgaeslan on Vimeo.