Greinasafn fyrir flokkinn: Æfingar

Fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins

Fimmtudaginn 1.október verður fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins. Æfingastjóri skipuleggur sveitaræfingar og í þeim verða verkefni við allra hæfi. Sveitaræfingarnar verða haldnar reglulega í vetur og eru nauðsynlegur þáttur í að efla liðsheild, hæfni og traust félaga.

Mæting í hús kl 19 – úkall kl 19.15.

Mætum öll!

 

Leitaræfing

Laugardaginn 9. febrúar verður haldin leitaræfing á vegum sveitarinnar.  Farið verður úr húsi klukkan 09:00 og mun æfingin standa frammeftir degi. 

Allir, hvort sem eru inngengnir, óvirkir eða nýliðar eru velkomnir. 

Einnig minnum við á sameiginlega leitaræfingu sveita á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður mánudaginn 11. febrúar og hefst klukkan 18.

Fjallabjörgunaræfing um helgina og Kassapartý

Núna á laugardaginn stendur Fjallahópur fyrir æfingu í fjallabjörgun.  Lagt verður af stað úr húsi klukkan 9 og haldið í Búhamra þar sem spottast verður framm eftir degi.

Allir sem hafa áhuga á fjallabjörgun eru velkomnir með, alls ekki bara þeir sem hafa áður æft kerfin.  Séu einhverjar spurningar má hringja í Dodda í síma 694 1198.

Um kvöldið verður svo Kassapartý í Sjálfstæðissalnum á Seltjarnarnesi og hefst gamanið kl 20.
Fyrir ykkur sem ekki þekkið þessa áralöngu hefð okkar (hóst nýliðar hóst)  þá  er hún sú að fyrir hvert nýtt fallhlífastökk sem stokkið er skuldar viðkomandi stökkvari kassa af ?kók í gleri? !

Fyrir þá sem ekki fara á æfinguna viljum við eindregið hvetja menn til að mæta niður í sveit eftir klukkan 10 á laugardag í hið sígilda laugardagskaffi.  Ungir sem aldnir, langir og stuttir, allir velkomnir.

Landsæfing undir Eyjafjöllum

Á laugardag var haldin Landsæfing björgunarsveita.  Að þessu sinni var hún haldin í nágrenni Skóga en svæðið er alveg stór skemmtilegt og býður uppá mikla fjölbreytni í verkefnum.  8 fjallabjörgunarmenn úr FBSR héldu á svæðið ásamt bílstjóra og sinntu þar krefjandi verkefnum sem undirbúin voru af félögum okkar úr björgunarsveitum á Suðurlandi.