Greinasafn fyrir flokkinn: Æfingar

Viðbragðsvaktir FBSR í sumar

Í sumar stóð FBSR tvær viðbragðsvaktir. Þá fyrri í Dreka, norðan Vatnajökuls og þá síðari í Skaftafelli. Um er að ræða samvinnuverkefni björgunarsveita á landinu, sem skipta með sér sumrinu. Vakt FBSR sinnti ýmisskonar aðstoð við ferðalanga en tíminn var einnig nýttur til æfinga og landkönnunar.

Meðal verkefna var aðhlynning eftir lítils háttar meiðsli, aðstoð vegna bilaðra bíla á afskekktum stöðum og vegalokun vegna óveðurs. Að auki var unnið að því með landvörðum að kanna og merkja leiðir og leiðbeina ferðalöngum.

Frítíminn var einnig vel nýttur til bæði æfinga og styttri skemmtiferða. Frá Dreka var gengið á Herðubreið og keyrt í Kverkfjöll, auk þess sem straumvatnsbúnaðurinn var prófaður og -tæknin æfð við fossinn Skínandi í Svartá.

Í Skaftafelli var svo gengið á Kristínartinda og farið inn í Núpsstaðaskóga, auk þess sem ísklifur og jöklaganga var æfð á nærliggjandi jöklum.

Þakkir til styrktaraðila

Sveitin leitar árlega til fyrirtækja í matvælaiðnaði til að fá matarstyrki fyrir vaktirnar. Þó ýmsir sjái sér ekki fært að styðja starfið með þessum hætti eru fjölmörg fyrirtæki sem betur fer aflögufær og sum hver hjálpa jafnvel til ár eftir ár. Fyrir það erum við afskaplega þakklát!

Við viljum því formlega þakka eftirtöldum aðilum kærlega fyrir veittan stuðning við að fæða þátttakendur í viðbragðsvöktum FBSR árið 2020:

  • Bæjarins Beztu Pylsur
  • Mjólkursamsalan
  • Ölgerðin
  • Myllan
  • Ó. Johnson og Kaaber
  • Kaupfélag Skagfirðinga (Vogabær)
  • Innnes
  • Grímur kokkur
  • Þykkvabæjar
  • Ásbjörn Ólafsson ehf.
  • Nesbú
  • Flúðasveppir
  • Vilko
  • Olifa
  • Kjarnafæði

Við viljum einnig nota tækifærið til að þakka Björgunarsveitinni Súlum og Björgunarsveitinni Kára fyrir afnot af aðstöðu þeirra á Akureyri og í Skaftafelli.

Snjóflóðahelgi FBSR

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig :)

Frá snjóflóðahelginni. Sá sem liggur er að mæla halla brekkunnar en ekki að hvíla sig 🙂

Um helgina var haldin snjóflóðahelgi FBSR upp í Bláfjöllum, en um 40 manns, bæði nýliðar og inngengnir félagar skerptu þar á þekkingu sinni um snjóflóð, ýlaleit, mokstur, hundaleit, snjólög og prófíla.

Á föstudagskvöldið var haldið upp í Fram-skálann í Eldbor

gargili, en þar í kring fóru fram allar æfingar helgarinnar. Þeir Þórður, Tómas og Ólafur Magg héldu utan um kennsluna, en fengu til liðs við sig Viktor, Védísi, Margréti og Birgi. Um kvöldið voru nokkrir fyrirlestrar, sem og á laugardags og sunnudagsmorgnana.12670239_10156380071110004_4163831439211155633_n

Sjálfur laugardagurinn var svo notaður í verklega kennslu og þjálfun, en einstaklega gott veður var á laugardaginn. Fengu þátttakendur kalt og stillt veður þar sem sólin skein. Var farið yfir grundvallaratriði í mokstri og lært að grafa, leitað að ýlum og prófílar skoðaðir.

Þá mættu aðilar frá Hundasveitinni til okkar og kynntu fyrir fólki leitarhunda og leitartækni þeirra. Meðal annars er einn af nýliðum sveitarinnar með þjálfaðan leitarhund og önnur að vinna í þjálfun síns hundar.

12659829_10208668165486140_294555351_n

Fallhlífastökk á Grænlandi – Myndband

Fallhlífastökkvararnir okkar stukku úr vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í gær en æfingin gekk út á að koma farþegum og áhöfn skemmtiferðaskipsins Arctic Victory til bjargar, en skipið hafði strandað og eldur kviknað í því við Grænlandsstrendur. Þurfti að koma 200 farþegum og 48 manna áhöfn til bjargar eftir að neyðarkall var sent í kjölfar strands og eldsvoða.

Flugvélin flaug með sjö fallhlífastökkvara frá flugbjörgunarsveitinni á svæðið og stukku þeir út yfir eyjuna Ella. Fimm stukku úr 4.000 fetum og tveir úr 1.000 fetum. Einnig var ýmsum björgunarbúnaði, tjöldum og vistum fyrir aðhlynningarstöð, kastað út í 300 fetum. Gekk aðgerðin vel, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.

Myndband má sjá af stökkinu hér fyrir neðan, en mbl.is fjallaði einnig um stökkin.

Sarex Greenland 2013 fallhlífastökk from Landhelgisgaeslan on Vimeo.

 

 

Fallhlífasvið á leið á SAREX á Grænlandi

Sjö félagar úr fallhlífahóp Flugbjörgunarsveitarinnar taka þátt í björgunaræfingu á Grænlandi í dag og á næstu dögum, en þeir héldu af stað rétt í þessu áleiðist til Grænlands. Björgunaræfingin er samstarfsverkefni þjóða Norðurheimsskautsráðsins og miðar að því að samþætta ólíkar björgunareiningar frá löndum þess. Fyrir hönd Íslands taka þátt Landhelgisgæslan, nokkrar einingar Landsbjargar, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Almannavarnir.

fbsr

 

Æfingin er sett upp þannig að skemmtiferðaskip með um eitt þúsund farþega brennur og sekkur við Ella eyju. Viðbragðsaðilar þurfa að staðsetja skipið, slökkva elda og flytja sjúklinga og skipbrotsmenn til Reykjavíkur. Hlutverk Flugbjörgunarsveitarinnar er að senda 7 fallhlífastökkvara með flugvél Landhelgisgæslunnar til aðstoðar. Þeir munu stökkva með tjöld og vistir til þess að setja upp aðhlynningarstöð á eyjunni og sinna skyndihjálp.
Stökkvararnir eru:
Ásmundur Ívarsson
Emil Már Einarsson
Heiða Jónsdóttir
Jóhann Garðar Þorbjörnsson
Snorri Hrafnkellsson
Steinar Sigurðsson
Stefán Ágúst
fbsr2

Fjallasvið heimsækir HSSR

aaFimmtudagskvöldið 28/2 2013 heimsótti fjallasvið FBSR klifurvegginn í húsi Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík. Þar tók Danni Landnemi á móti okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Í klifurvegg HSSR er hægt að æfa sig í leiðsluklifri og einnig hafa verið settar upp nokkrar „drytool“ leiðir sem klifraðar eru með ísöxum. Einstaklega vel heppnað æfingakvöld hjá Fjallasviði.

Rauður Október II

Þegar þetta er skrifað eru 66 klukkustundir þar til afmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar, Rauði Október II hefst og undirbúningur á lokastigi. Alls hafa á fjórða hundrað þáttakendur boðað sig til leiks svo að ljóst er að yfir 500 björgunarmenn verða samankomnir á æfingunni næsta laugardag.
Upplýsingamöppum um æfinguna verður dreift til sveita á höfuðarborgarsvæðinu næstkomandi föstudag en aðrar sveitir fá þær afhentar við komu á laugardagsmorgun.
 

Annars er dagskráin 2.október sem hér segir;

  •  06:00 Æfing hefst, hópar með möppur tilkynna sig inn og fá verkefni. Hópar utan af landi mæta í hús FBSR, fá verkefni og möppur.17:00-20:00 Grillveisla í boði FBSR við hús sveitarinnar
  • 17:00-20.00 Sundlaugarferð í Laugardalslaugina í boði FBSR og ÍTR
  • 20:00 Dagskrá og æfingu lýkur formlega

Allar nánari upplýsingar fást hjá æfingastjóra, Jónasi Guðmundssyni í síma 897-1757.

Sjáumst kát og hress á Rauða Október II

Æfingastjórn

Rauður október II

Nú eru aðeins fjórir dag í eitt stærsta verkefni sem FBSR hefur staðið
fyrir í fjölda ára, afmælisæfinguna Rauði Október II en hún fer fram
næstkomandi laugardag. Alls hafa rúmlega 300 björgunarmenn tilkynnt um
þáttöku en auk þeirra eru um 100 sjúklingar og annað eins af flubbum við
umsjón æfingarinnar. Þeir flubbar sem ennþá eru verkefnalausir hafði samband við [email protected]!

Útkallsæfing FBSR og Unicef auglýsing

Sveitin hélt útkallsæfingu laugardaginn 28. nóvember. Útkallsæfingar eru eins og margir kannast við haldnar einu sinni í mánuði, ýmist sem kvöldæfingar á virkum dögum eða lengri æfingar á frídegi. Að þessu sinni var kallað út að tveir hellamenn hefðu ekki skilað sér síðan kvöldið áður. Bíll þeirra var þegar fundinn við Breiðabliksskálann í Bláfjöllum. Það leið ekki á löngu áður en björgunarmenn fundu hellamennina í Djúphelli. Annar var skriðinn inn í þröngan botn og áttavilltur, hinn var í sjálfheldu á syllu nokkru fyrir ofan hellisgólfið.

Nokkrar myndir í hellinum voru teknar (www.flickr.com/steinarsig)

Á leið heim var tekið á bílslysi á örskotsstundu.

Æfingin endaði svo niðri í Flugbjörgunarsveit þar sem Sagafilm mætti til þess að taka upp stutt atriði fyrir dag rauða nefsins hjá UNICEF.

4141785770_87d668bc45

Útkallsæfing FBSR

Í gær 1. október var fyrsta útkallsæfing vetrarins haldin. Útkallið barst 19:15 og allir voru komnir aftur í hús kl. 22. Almenn ánægja var með þetta nýja æfingafyrirkomulag og þó allt hafi gengið í meginatriðum vel fann hópurinn hvað mætti gera betur. Yfir 20 Flubbar tóku þátt í æfingunni á FBSR-1, FBSR-3, FBSR-4 og FBSR-5.

Ein útkallsæfing verður í mánuði í allan vetur og eru þær opnar öllum Flubbum, enda ekki hugsaðar fyrir staka sérhæfða hópa, heldur sveitina sem eina samvinnuheild.