Búnaðarkaup

Núna stendur til að endurnýja þann einstaklingsbúnað sem sveitin á, eða "útkallsbúnaðinn", eins og hann er kannski oftast kallaður. Nýliðum og félögum gefst kostur á að hoppa á vagninn og versla sér búnað með magnafslætti. Panta verður í síðasta lagi 29. september!

Búnaðurinn sem stendur til að kaupa eru ýlar, skóflur, hjálmar, snjóflóðastangir, klifurbelti, gönguaxir, blikkljós, ísskrúfur og liðbroddar. Einnig á að athuga með að kaupa tjöld. Sem fyrr er þessi búnaður ætlaður sem varabúnaður þegar fólki vantar eitthvað upp á sinn búnað í útköllum.

Félögum og nýliðum gefst kostur á að vera með í magninnkaupunum. Hægt er að kaupa allan pakkann sem var hér upp talinn eða hluta af honum.  Þá er einnig hægt að biðja um ýmsa hluti sem ekki eru á listanum, svo sem línur, karabínur eða áttur. Tegund búnaðarins liggur ekki á hreinu fyrr búið er að velja birgjann en væntanlega verður í mörgum tilvikum hægt að velja úr einhverjum tegundum. 

Skila verður inn pöntun á búnaði í síðasta lagi 29. september. Stefán Þór tekur þær niður. Hægt er að hitta á hann flest þriðjudagskvöld niðri í sveit, eða henda til hans línu á stefanthorsson < hjá > gmail. com.

Áætlað er að búnaðurinn verði kominn í hús um miðjan nóvember, en afhendingarhraðinn ræðst af ýmsum þáttum.

Skildu eftir svar