Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu
fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið hreyfðar lengi? Ertu að
svipast um eftir reyndu göngutjaldi? Kanntu að meta fallega hluti með
sögu? Ertu að safna fyrir næstu reisu?

 

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

 

Þér er boðið að koma og selja/versla hluti og fatnað sem á einhvern hátt tengjast útivist og fjallabrölti.

Þetta
er þriðja árið í röð sem ÍSALP heldur búnaðarbazar í samstarfi við
FBSR. Reynslan er góð og það hefur sýnst sig að ólíklegustu hlutir fá
nýja eigendur. Stemmningin undanfarin ár hefur verið gríðarlega góð og
prútt stundað á hverjum bás.

 

 

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

 

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.