Björgun snjótroðara á Langjökli – Janúar 2006

Snjótroðara bjargað af Langjökli 

Fimmtudaginn fimmta janúar 2006 festist snjótroðari í krapapytti í
jökulrönd Langjökuls, skammt frá Jaka.  Beðið var um aðstoð við að losa hann og koma honum niður. Farið var á laugardeginum.

Magnús Þór og Guðgeir fóru með
snjóbílinn og Maggi Andrésar, Jón Sigfús, Danni og Halldór Magg fóru á
FBSR 4. Farið var úr bænum kl. 6:30 og keyrt upp að Jaka. Mikið hafði
snjóað sólarhringinn áður og stóð rétt svo pústið á snjótroðaranum upp
úr snjónum þegar að honum var komið. Seinna meir kom annar snjótroðari
á svæðið frá Heiðari í Varmahlíð. Snjóbíllinn og troðarinn sáu um að
ýta mesta snjónum frá, að ógleymdum ófáum skóflutökum hjá okkur og
mönnum frá Fjallamönnum hf.

Þegar búið var að moka vel frá bílnum sá átta hjóla MAN trukkur á
50" dekkjum frá Activity Group um að kippa í troðarann og losnaði hann
um tvö leytið. Eftir vel heppnaða björgun á troðaranum var tekinn smá
rúntur á FBSR 4 upp á hábungu Langjökuls.

Myndir og texti: Magnús Andrésson

 


Svona var aðkoman að troðaranum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar