no images were found
Stuttu eftir vel heppnaða útsendingu um bakvarðasveit Landsbjargar í Ríkissjónvarpinu, þar sem starf björgunarsveitanna var kynnt frá fjölmörgum sjónarhornum, barst heildarútkall um leit að konu í Heydal við Mjóafjörð á Vestfjörðum. Héldu þá fjórir meðlimir sjúkra- og leitarsviðs FBSR vestur. Sviðstjóri leitarsviðs var staddur á Þingeyri þegar útkallið barst og gekk til liðs við hóp frá Björgunarsveitinni Dýra, sem starfar á Þingeyri. Þegar komið var vestur gengu þrír erlendir sumarstarfsmenn hjá ferðaþjónustunni í Heydal í lið með teyminu frá FBSR og stóðu sig með eindæmum vel. Fyrstu verkefni voru svæðisleit í rjóðurvöxnu fjallendi, sem gerði leitina afar seinfæra.
Fis sveit FBSR, mönnuð þeim Stefáni Má og Gylfa, fór í loftið frá Reykjavík kl. 14. Vegna skýjahulu þurfti að sæta sjónflugi og þræða eftir landslagi og skýjafari. Eftir komuna vestur um kl. 16 gjörleitaði fissveitin svæðin suður og vestur af Heydal úr lofti og við það var hægt að útiloka stóran hluta leitarsvæða. Eftir kvöldmat skipti fis hópur leitarsvæðum með Landhelgisgæslunni og björgunarmönnum var úthlutað nýjum leitarsvæðum. Liðsauki úr Reykjavík var á leiðinni, þar á meðal 4 leitarmenn frá FBSR. Halda áfram að lesa