Greinasafn eftir: stjorn

Rötunarnámskeið

Nýliðar í B1 fóru í Tindfjöll í verklega kennslu í notkun á landakorti og
áttavita. Eins og venjulega var lagt af stað uppúr kl. 19:00 og stefnan
tekin á Hlíðarenda þar sem allur skarinn "pulsaði sig upp" fyrir átök
helgarinar.

Óvæntur glaðningur

Við vorum komin að Fljótdsal, innsta bænum í Fljótshlíð, um  kl. 22 og lögðum
strax af stað gangandi upp hlíðina. Þegar við komum upp fyrir Sneiðinginn var hópnum skipt í minn einingar og átti hver eining að miða sig út. Þetta gekk sæmilega þar sem tunglbjart var með ágætum. Þegar í skálann var komið var klukka orðin 00:26 og höfðum við verið tvo og hálfan tíma á leiðinni. Fyrr um daginn höfðu fjórir inngengnir félagar farið úr bænum og keypt steinolíu og því var skálinn ansi hlýlegur þegar við komum í hann. Kunna nillarnir og þeir sem um æfinguna sáu, þeim Guðgeiri, Halldóri, Einari Hjö, Steinari og Danna, en hann sá um akstur báða dagana, bestu þakkir fyrir það og einnig fyrir hjálpina um helgina.

Laugardagurinn var svo hefðbundinn framan af. Fólk naut útiverunnar og lærði eflaust heilmikið um rötun. Um kvöldið var svo hin hefðbundna veisla þar sem allir gæddu sér á bökuðum baunum og pylsum. Þegar maður hélt að tími væri komin að koma sér í poka drógu nillarnir upp þrjár súkkulaðitertur og skreyttu með kertum, blésu upp blöðrur og sungu afmælissönginn fyrir flokkstjórann sinn Stefán, en hann varð 25 ára þennan dag. Allir voru saddir og sælir þegar í pokana var komið.

Neyðarsól á lofti

Klukka 02:00 hafði lögreglan á Hvolsvelli samband við stjórnendur ferðarinnar og báðu um að svæðið í nágrenni við skálann yrði kannað þar sem sést hafði neyðarsól á lofti. Nillarnir voru ræstir og gekk vel að græja sig upp og eftir 20 mínútur voru allir komnir út og hófu leit. Skyndilega sást neyðarsól á lofti og skömmu síðar var tendrað á neyðarblysi og gátu nillarnir tekið stefnuna á það. Skömmu síðar fundust svo "villtu
rjúpnaskytturnar" ómeiddar en kaldar. Á sunnudeginum var svo gengið að Hafrafelli og mikið var Eystri-Rangá köld. Um kvöldið hittist svo hópurinn á 67 og voru allir ánægðir með helgina.

-Matti Zig


Stefnan tekin í skálann


Hópurinn galvaskur að baki læriföður sínum


Arnaldur gáir til sauða sinna


Margir eiga sagga-fínar minningar úr gamla Tindfjallaseli


Fátt jafnast á við góðan skammt af pulsum og baunum með sméri

 

 
Sigurvegari rötunarkeppninnar fékk veglegan og viðeigandi vinning


Slegið var upp afmælishófi fyrir meistara Stefán


Og haldiði að nillarnir hafi ekki bakað köku fyrir læriföður sinn


Afmælisbarnið kátt með sitt


Bívakað á bretabretti


Gengið yfir Rangá á heimleið


Smá straumvatnsbjörgunarþjálfun í leiðinni


Danni driver

 

 

Fallhlífastökk í október

Sex fræknir og frískir stokkvarar Anna lára, Atli, Heiða, Maggi Zig, Matti og og að sjálfsögðu Snorri.  Smelltu sér í stökkgallan, reifuðu á sig ryggin og héldu upp í vél fimmtudaginn 13.oktober  Með voru tveir tilvonandi stökkvarar Guðgeir og Daníel.

Farið var með fokker 50 vél Landhelgisgæslunnar frá flugvellinum í Vatnsmýrinni.  Stefnan var sett á 8000 fet en í 8000 fetunum reyndist of mikill þrýstingur svo ekki var hægt að opna vélina. Flugið var þá lækkað í 5500 fet,  í þeirri hæð yfir Sandskeiði var ekkert annað hægt að en að þrusa sér út úr vélinni og fljúga um loftin blá í frábæru frjálsu falli.  Um það bil 2000 þúsund fetum neðar var kippt í spottann og fallhlífin opnuð. Við tók svo skemmtilegt flug á fallhlífinni sem endaði með lendingu og breiðu "Sólheimaglotti"  á Sandskeiðinu.


Heiða að æfa artsið


Anna Lára klár í slaginn


Kominn fiðringur í dömurnar


Karlarnir þykjast vera svalari


Maggi stálmús


Atli á síðustu mínútu fyrir brottför


Jumpmasterinn lentur og lítur eftir krílunum sínum


sem svífa niður eitt af öðru

 


Matti, Atli, Maggi, Heiða, Snorri og Anna Lára

Allir háloftaflubbarnir lentu semsagt sjúklega glaðir og ánægðir með stökkið!!   
Viljum við þakka Landhelgisgæslunni kærlega fyrir okkur

– Heiða

 

Framhald á leit

Núna á morgun, laugardag, hefst aftur leit að manninum sem saknað er eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan. Flugbjörgunarsveitinni hefur borist beiðni um að leita fjörur. 

Ennþá hefur ekki sést til mannsins sem saknað er eftir að
skemmtibátur rakst á sker á Viðeyjarsundi og fórst. Núna á laugardaginn
á að gera mjög víðtæka leit og þurfa því allir sem vettlingi geta
valdið að hjálpa til.

Óveðursútkall

Í morgun voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til að
aðstoða fólk við að hemja hluti sem voru að fjúka um borg og bí.

Í morgun gerði storm á suðvestanverðu landinu með hvössum hviðum. Á
höfuðborgarsvæðinu fóru lausir hlutir víða af stað og var leitað til
björgunarsveita um aðstoð upp úr kl. 11. Frá okkur fóru 11 manns á
tveimur bílum til aðstoðar og voru verkefnin af ýmsum toga.

Á meðfylgjandi myndum eru nokkrir félagar FBSR að huga að lausri járnplötu utan á húsi.

 

Leit að spænskum ferðamanni að Fjallabaki

Víðtæk leit var gerð að spænskum manni sem hugðist ganga frá Hrafntinnuskerjum suður að Álftavatni en hafði ekki skilað sér þangað. Hann reyndist hafa gist á Kirkjubæjarklaustri.

Klukkan þrjú að morgni miðvikudagsins 3. ágúst barst útkall frá svæðisstjórn á svæði 1 vegna hjálparbeiðnar frá svæðisstjórn á svæði 17. Þar höfðu björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og nágrenni, auk leitarhunda, verið við leit frá því kvöldinu áður að spænskum ferðamanni sem saknað var. Hann hafði gist í Hrafntinnuskerjum og var búinn að bóka pláss í skálanum við Álftavatn næstu nótt og í Emstrum þar næstu nótt. Þegar hann hafði ekki skilað sér í tíma að Álftavatni var farið að óttast um hann enda veðrið allt annað en ákjósanlegt til göngu, þoka, rigning og 4 stiga hiti. Frá Flugbjörgunarsveitinni fóru tveir bílar með 10 menn til leitar á svæðinu og tveir fulltrúar í svæðisstjórn.

Um 100 björgunarmenn auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF voru að kemba svæðið frá Landmannalaugum að Álftavatni og á líklegum stöðum í grennd þegar maðurinn komst í leitirnar austur á Kirkjubæjarklaustri, en þar hafði hann gist þá um nóttina. Í ljós kom að í stað þess að halda áfram að Álftavatni hafði hann ákveðið að breyta ferðaáætlun en upplýsingar um það lágu ekki fyrir.

Leit var því afturkölluð laust upp úr hádegi en Flugbjörgunarsveitin fékk svo það verkefni á heimleiðinni að flytja eldsneytisbíl Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli til Reykjavíkur.

Leit að spænskum ferðamanni að Fjallabaki

Víðtæk leit var gerð að spænskum manni sem hugðist ganga frá
Hrafntinnuskerjum suður að Álftavatni en hafði ekki skilað sér þangað.
Hann reyndist hafa gist á Kirkjubæjarklaustri.

Klukkan þrjú að morgni miðvikudagsins 3. ágúst barst útkall frá
svæðisstjórn á svæði 1 vegna hjálparbeiðnar frá svæðisstjórn á svæði
17. Þar höfðu björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og nágrenni, auk
leitarhunda, verið við leit frá því kvöldinu áður að spænskum
ferðamanni sem saknað var. Hann hafði gist í Hrafntinnuskerjum og var
búinn að bóka pláss í skálanum við Álftavatn næstu nótt og í Emstrum
þar næstu nótt. Þegar hann hafði ekki skilað sér í tíma að Álftavatni
var farið að óttast um hann enda veðrið allt annað en ákjósanlegt til
göngu, þoka, rigning og 4 stiga hiti. Frá Flugbjörgunarsveitinni fóru
tveir bílar með 10 menn til leitar á svæðinu og tveir fulltrúar í
svæðisstjórn.

Um 100 björgunarmenn auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF voru að
kemba svæðið frá Landmannalaugum að Álftavatni og á líklegum stöðum í
grennd þegar maðurinn komst í leitirnar austur á Kirkjubæjarklaustri,
en þar hafði hann gist þá um nóttina. Í ljós kom að í stað þess að
halda áfram að Álftavatni hafði hann ákveðið að breyta ferðaáætlun en
upplýsingar um það lágu ekki fyrir.

Leit var því afturkölluð laust upp úr hádegi en Flugbjörgunarsveitin
fékk svo það verkefni á heimleiðinni að flytja eldsneytisbíl
Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli til Reykjavíkur.

 

Leit að skútu sem fékk á sig brotsjó

Bresk skúta sendi frá sér neyðarkall í gær þar sem hún hafði fengið á sig brotsjó og óttaðist áhöfnin að leki væri kominn að skútunni.

Vegna þessa var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SYN, kölluð út og fóru þrír aðilar Flugbjörgunarsveitarinnar með í útkíkk. Vel gekk að finna skútuna þar sem hún var stödd innan íslensku efnahagslögsögunnar djúpt suðaustur af landinu. Þrátt fyrir að bæði stýri og seglbúnaður hafi brotnað taldi þriggja manna áhöfn skútunnar að hún gæti gert við skemmdirnar til bráðabirgða og siglt henni áfram til Skotlands. Var því flugvél Landhelgisgæslunnar snúið við.

Leit að skútu sem fékk á sig brotsjó

Bresk skúta sendi frá sér neyðarkall í gær þar sem hún hafði fengið á
sig brotsjó og óttaðist áhöfnin að leki væri kominn að skútunni. 

Vegna
þessa var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF SYN, kölluð út og fóru þrír
aðilar Flugbjörgunarsveitarinnar með í útkíkk. Vel gekk að finna
skútuna þar sem hún var stödd innan íslensku efnahagslögsögunnar djúpt
suðaustur af landinu.  Þrátt fyrir að bæði stýri og seglbúnaður hafi
brotnað taldi þriggja manna áhöfn skútunnar að hún gæti gert við
skemmdirnar til bráðabirgða og siglt henni áfram til Skotlands.  Var
því flugvél Landhelgisgæslunnar snúið við. 

Leit í Esjunni

Um hálf tíu leitið í kvöld var óskað eftir aðstoð leitarmanna og
undanfara vegna týnds manns í Esjunni. Fóru 11 manns frá FBSR á tveimur
bílum. Stuttu eftir að bílarnir voru lagðir af stað fannst maðurinn sem
leitað var að.