Greinasafn eftir: stjorn

Ásgeir Sigurðsson

Fullt nafn: Ásgeir Sigurðsson

Gælunafn: Geiri Pitt

Aldur: 27

Gekk inn í sveitina árið: 2001

Atvinna/nám: Bifvélavirki/sveinspróf í bifvélavirkjun

Fjölskylduhagir: Giftur og á einn skæruliða

Gæludýr: 3 fiskar

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Bílahópur/ Flokkstjóri tækjaflokks

Áhugamál: Útivera, jeppamennska,

Uppáhalds staður á landinu: Vestmannaeyjar, sérstaklega um mánaðarmótin júlí-ágúst

Uppáhalds matur: Kalkúnn með feitri fyllingu

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún? ég myndi óska mér fleiri óskir

Æðsta markmið: fjölga í fjölskyldunni og gera alltaf betur en ég hef gert.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er allt eftirminnilegt sem ég hef gert í starfinu.

Ásgeir Sigurðsson

 

Fullt nafn: Ásgeir Sigurðsson   

Gælunafn: Geiri Pitt

Aldur: 27

Gekk inn í sveitina árið: 2001

Atvinna/nám: Bifvélavirki/sveinspróf í bifvélavirkjun

Fjölskylduhagir: Giftur og á einn skæruliða

Gæludýr: 3 fiskar

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Bílahópur/ Flokkstjóri tækjaflokks

Áhugamál: Útivera, jeppamennska,

Uppáhalds staður á landinu: Vestmannaeyjar, sérstaklega um mánaðarmótin júlí-ágúst

Uppáhalds matur: Kalkúnn með feitri fyllingu

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún? ég myndi óska mér fleiri óskir

Æðsta markmið: fjölga í fjölskyldunni og gera alltaf betur en ég hef gert.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er allt eftirminnilegt sem ég hef gert í starfinu.


Ásgeir á Land Rover jeppa sem hefur fengið að aka ófáa kílómetrana upp til
fjalla.


Hleypt úr á FBSR-2


Auðvitað nota menn hvert tækifæri sem gefst til að flagga því hvaða bíll er
bestur



Það er engin almennileg jeppaferð án tertu


Ásgeir og Arnar Bergmann


 

Leit að dreng í byggð

Sérhæfðir
leitarhópar voru kallaðir út í dag til að leita að dreng sem ekki hafði
skilað sér eftir skólasund. Um fimmtíu manns á svæði eitt
(höfuðborgarsvæðinu) tóku þátt í leitinni og þ.á.m einn bíll með sex
leitarmönnum frá Flugbjörgunarsveitinni. Ekki hafði leit staðið yfir í
langan tíma þegar viðkomandi kom fram heill á húfi.

Björgun snjótroðara á Langjökli – Janúar 2006

Snjótroðara bjargað af Langjökli 

Fimmtudaginn fimmta janúar 2006 festist snjótroðari í krapapytti í
jökulrönd Langjökuls, skammt frá Jaka.  Beðið var um aðstoð við að losa hann og koma honum niður. Farið var á laugardeginum.

Magnús Þór og Guðgeir fóru með
snjóbílinn og Maggi Andrésar, Jón Sigfús, Danni og Halldór Magg fóru á
FBSR 4. Farið var úr bænum kl. 6:30 og keyrt upp að Jaka. Mikið hafði
snjóað sólarhringinn áður og stóð rétt svo pústið á snjótroðaranum upp
úr snjónum þegar að honum var komið. Seinna meir kom annar snjótroðari
á svæðið frá Heiðari í Varmahlíð. Snjóbíllinn og troðarinn sáu um að
ýta mesta snjónum frá, að ógleymdum ófáum skóflutökum hjá okkur og
mönnum frá Fjallamönnum hf.

Þegar búið var að moka vel frá bílnum sá átta hjóla MAN trukkur á
50" dekkjum frá Activity Group um að kippa í troðarann og losnaði hann
um tvö leytið. Eftir vel heppnaða björgun á troðaranum var tekinn smá
rúntur á FBSR 4 upp á hábungu Langjökuls.

Myndir og texti: Magnús Andrésson

 


Svona var aðkoman að troðaranum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Björgunarsveitarfólk hjá Sirrý

Björgunarsveitarfólk hjá
Sirrý


21. desember 2005

Flugbjörgunarsveitinni hlaust sá heiður að vera í lokaþætti hinna vinsælu þáttaraðar Fólk með Sirrý, sem hefur gengið sleitulaust á Skjá einum um árabil. Tuttugu fulltrúar frá okkur mættu í sjónvarpssal til að spjalla við Sirrý, auk um tuttugu annarra gesta.

Spjallið snerist aðallega um hvernig það er að vera í björgunarsveit, við hverju megi búast í starfinu og af hverju fólk fórnar frítíma sínum í sjálfboðaliðastarf í almannaþágu. Eyrún Pétursdóttir og Jónas Guðmundsson sátu í sófanum hjá Sirrý og einnig talaði hún við fólk úti í sal. Jónas og Eyrún mættu svo með þrjá Troðna flugeldapakka. Nöfn viðstaddra gesta voru dregin úr potti og þau heppnu fengu fjölskyldupakkana að gjöf. Sirrý var sjálf með veglega gjöf sem var líka dregin út og það var enginn annar en Jón okkar Svavars sem var svo heppinn að fá þennan líka flotta dekurpakka frá Bláa lóninu með boddí lósjón og allt. Að auki fengu allir viðstaddir gestir miða í Bláa lónið.

Þetta var stórgaman, en við skulum ekki hafa fleiri orð um það heldur láta myndirnar tala sínu máli. Það var hinn heppni og hæfileikaríki félagi okkar Jón Svavarsson sem tók þessar myndir.

Skoða má þáttinn á vef Skjás eins með því að smella hér

 


Eyrún í förðun

 


Jónas og Addý ræða málin

 

 


Föngulegur flubbahópur af öllum kynslóðum var í salnum


Þá var komið að happdrættinu. Í vinning var auðvitað flugeldapakki

 

 


Ekki laust við að það sé nokkur svipur með þeim Addý og Sirrý

 

 

Leit að pilti í Reykjavík

Í gær og í dag var ákaft leitað að 18 ára pilti sem saknað var. Í gær
var óskað eftir sérhæfðum leitarhópum og var leit haldið áfram í morgun
í birtingu. Pilturinn fannst svo látinn um hádegisbil við Nauthólsvík.

Í gær óskaði Svæðisstjórn eftir aðstoð sérhæfðra leitarhópa til að
vinna úr vísbendingum og fór fjögurra manna hópur frá okkur af stað
mjög fljótlega til að hraðleita á líklegum stöðum í Öskjuhlíð, og leita
frekari vísbendinga fyrir myrkur. Bátaflokkar og kafara leituðu á meðan
á sjó. Þegar myrkvaði var svæðinu í Öskjuhlíð og næsta nágrenni skipt
upp í svæði sem voru fínkembd með leitarljósum. Þegar búið var að
fínkemba svæðin, án árangurs, var leit frestað fram til morguns.

Í birtingu í morgun voru svo sömu svæði leituð aftur auk þess sem
fjörur voru gengnar á stærra svæði, kafar og bátar leituð á og í sjó og
þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti.

Það var þyrla Landhelgisgæslunnar sem fann piltinn í Nauthólsvík um hádegisleytið og var hann þá látinn.

Flugbjörgunarsveitin vill votta aðstandendum og fjölskyldu drengsins samúð sína.

Meðfylgjandi mynd er tekin af leitarhópnum á æfingu. 

 

Farþegaþota með bilaðan hreyfil

Rétt fyrir klukkan þrjú í gær barst útkall vegna neyðarástands í
farþegaþotu á flugi yfir Atlantshafi. Um borð voru 281 farþegi og
áætlaður lendingartími kl. 15:56. Björgunarsveitir voru settar í
viðbragðsstöðu samkvæmt viðbragðsáætlun.

Um var að ræða tveggja hreyfla Airbus þotu frá Air Canada sem var á
leið frá Þýskalandi til Kanada. Slokknað hafði á öðrum hreyflinum og
bað flugstjórinn um nauðlendingu í Keflavík. Lendingin tókst
giftusamlega og engan farþega skaðaði.

Meðfylgjandi mynd er tekin á æfingu á viðbragðsáætlun fyrir
Keflavíkurflugvöll í nóvember í fyrra og sýnir neyðarbíla í
viðbragðsstöðu.

 

Hell Weekend 2005

Hell Weekend 2005

rn

Eins og lög gera ráð fyrir er ekki margt sem segja má opinberlega um HellrnWeekend, né heldur má birta mikið myndefni. Þó eru hér birtar nokkrar myndirrnaf hluta þeirra sem hjálpuðu til við framkvæmdina og fá þau öll hér um leiðrnkærar þakkir fyrir hjálpina.

rn

 Allir sem komu að þessu eiga frábærar þakkir skildarrnfyrir. Þetta hefði ekki verið hægt á ykkar. Takk kærlega fyrir.

rn

Kær kveðja,
rnMatti Zig.
rna.k.a. Lúsifer. a.k.a Diablo

rn

 

 

rn


rnHvur djö!?
rn

rn

 

rn

 

rn

 

Ísklifur í Gígjökli

Ísklifur í Gígjökli 12. nóvember 2005 

Það voru sjö sprækir sem lögðu af stað kl. rúmlega átta á laugardagsmorgun í dagsferðina sem var á dagskránni (ásamt árshátíð). Það var mikið rætt um atburði undangenginna daga og sitt sýndist hverjum. Engar niðurstöður fengust í málin en menn voru staðráðnir í að skemmta sér vel í ísnum.

Aðstæður voru góðar og við gátum stytt okkur leið með því að ganga langsum eftir ísilögðu lóninu. Stöku sinnum mátti heyra háværa smelli þegar það losnaði um spennu í ísnum og þegar þessi smellir voru orðnir nokkuð reglulegir var ákveðið að smella mannskapnum í línu. Klakklaust komumst við þó að jöklinum og ekki var uppgangan erfið á jökulsporðinn.

Við þurftum ekki að leita lengi að góðum aðstæðum til ísklifurs þar sem við undum okkur glaðir fram eftir degi. Á leiðinni til baka yfir lónið losuðum við um dágóðan ísmola sem við burðuðumst með að bílnum. Hann tókum við með okkur í bæinn þar sem hann endaði ævi sína í margskonar drykkjum sem glaðir flubbar skoluðu niður í lítravís í mögnuðu partýi heima hjá Dodda.

– Matti Zig.

 


Frá vinstri: Eðvarð, Stefán, Atli, Viðar, Hjörtur og Doddi. Matti er á bak við
myndavélina.

 

 


Doddi með flotta takta

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Atli og Stefán Þór


Ísmolinn góði

Slysaæfing 1. nóvember 2005

Slysaæfing 1. nóvember 2005

– "Flags of Our Fathers" 

Sjúkrahópur Flugbjörgunarsveitarinnar stóð fyrir slysaæfingu sem haldin var á mánudagskvöldi í bílflökum í Hafnarfirði.

Æfingin var að þessu sinni nokkuð raunverulegri en áður þar sem við nutum þess að Áslaug Dröfn Sigurðardóttir farðaði sjúklingana af stakri snilld. Hún hefur góða reynslu af slysaförðun og farðaði meðal annars særða "hermenn" fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers sem Clint Eastwood leikstýrði hér á landi fyrir skemmstu. Sá sem þetta skrifar fékk þann heiður að fylgjast með henni breyta venjulegu fólki í það sem líktist helst hrekkjavökuskrímslum á svipstundu.

Vettvangurinn var hópslys, árekstur rútu og fólksbíls. Æfingin gekk vel, þó svo auðvitað hefði sumt smálegt mátt betur fara, en æfingar eru einmitt til þess að slípa þá hluti til. Þrátt fyrir að sjúklingar væru frekar margir tókst að halda þeim öllum í stabílu ástandi og koma í flutning tiltölulega fljótt.

Sjúkrahópur vill koma á framfæri þökkum til þeirra sem tóku þátt.

 


Adela gerð þrútin í andliti með farða. Seinna var sárum bætt við


Brunasár er gert á fingrunum með því að setja þunna latex húð á þá. Latexhúðin
er förðuð og síðan rifin upp til að mynda fleiður


Áslaug makar gerviblóði í sár á öxl Bubba


Þessi er nokkuð hvítur í andliti, en það er nú kannski eðlilegt að menn
fölni pínulítið við að missa fótinn


Það kitlar að fá kalt gerviblóð á magann


Útkoman verður að teljast frekar gorug. Svona á þetta að vera!


Inga Rós dekkir gerviblóð með því að blanda skyndikaffi saman við það


Komið á vettvang. Guðgeir hópstjóri talar við "fulltrúa svæðisstjórnar" Ingu
Rós. Matti og Ásgeir fylgjast með.


Hópstjóri "brífar" hópinn og úthlutar verkefnum


Hlúð að sjúklingi á söfnunarsvæði slasaðra (SSL)