Greinasafn eftir: stjorn

Hálendisvakt lokið – haustið framundan

11910658_10207559843738789_1709234826_n

Seinni hálendisvakt FBSR á þessu ári lauk á sunnudaginn þegar níu manna hópurinn sem hafði haldið til í Dreka, norðan Vatnajökuls, lauk vaktinni og kom aftur í bæinn. Mikil ánægja var með veruna fyrir norðan og auk þess að sinna hefðbundnum hálendisvaktarstörfum var meðal annars kíkt í nýju laugina við Holuhraun.

FBSR fór á þessu sumri einnig á Fjallabak í eina viku í júlí.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Garri, Kristjánsbakarí, ÓJK og Innnes.

Næst á dagskrá er svo að starfið hefjist að fullu á nýju hausti og nýliðakynningar. Allt að gerast.

Vaktin í Dreka hálfnuð

Nú hefur FBSR verið með bækistöð í Dreka norðan Vatnajökuls síðan á11051891_456103527895063_1879113389837561284_n sunnudag. Við erum með þrjá bíla á svæðinu en níu einstaklingar hafa sinnt hálendisgæslunni í þessari viku, meðal verkefna er að aðstoða slasaða ferðamenn sem koma og skoða Holuhraun og ýmiskonar bílaaðstoð.

Það er ekki leiðinlegt þegar veðrið leikur við mann eins og síðustu daga. Þarna má sjá skálann í Dreka og svo drottningu íslenskra fjalla, sjálfa Herðubreið.

 

11058665_456103531228396_8376680632876344654_n

Hálendisvakt 2015

11828539_453130868192329_6955219711729821040_nFlugbjörgunarsveitin hefur undanfarin ár tekið þátt í hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og í ár er engin undanteking þar á. Ákveðið var að taka að sér eina viku að Fjallabaki, eins og hefð er orðin fyrir, en auk þess var bætt við viku í Dreka, norðan Vatnajökuls.

Aðalatriðið á hálendisvaktinni er að vekja athygli á öruggri ferðahegðun og þeim sérstöku aðstæðum sem eru á hálendi Íslands. Þá eru hóparnir oft fyrsta viðbragð bæði í minni sem stærri atvikum sem geta komið upp á svæðunum.

11705333_453130864858996_1308168429433002418_n

Fyrri hópurinn fór 26. júlí inn í Landmannalaugar og stóð vaktina þar í eina viku. Nóg var að gera hjá hópnum, allt frá björgunaraðgerðum í ám yfir í allskonar sjúkraverkefni, tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik rúmlega 30 talsins og smærri mál yfir hundrað.

Í gær lagði svo seinni hópurinn af stað norður yfir heiðar áleiðis í Dreka. Farið var á þremur bílum og verða um 10 manns frá sveitinni á svæðinu næstu vikuna.elinh

Nýir félagar og ný stjórn FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn í húsakynnum FBSR á Flugvallarvegi 20. maí s.l.
Á aðalfundinum var ný stjórn FBSR skipuð en hana skipa Jóhannes Ingi Kolbeinsson formaður, Björn Víkingur Ágústsson varaformaður, Þorsteinn Ásgrímsson Melén gjaldkeri, Kristbjörg Pálsdóttir ritari, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir meðstjórnendur.
Á fundinum voru teknir inn 17 nýir félagar í sveitina en þeir eru:

Aldís Jóna Haraldsdóttir
Ármann Ragnar Ægisson
Björgvin Viktor Þórðarson
Elísabet Vilmarsdóttir
Franz Friðriksson
Guðjón Kjartansson
Inga Lara Bjornsdottir
Jenna Lilja Jónsdóttir
Lilja Steinunn Jónsdóttir
Otto H.K. Nilssen
Samúel Torfi Pétursson
Silja Ægisdóttir
Svana Úlfarsdóttir
Sveinbjörn J. Tryggvason
Tryggvi Jónasson
Úlfar Þór Björnsson Árdal
Þorkell Garðarsson

og eru þau boðin hjartanlega velkomin. Auk þess voru ýmsar lagabreytingar á lögum FBSR samþykktar.

DSC_3879

Aðalfundarboð FBSR

Aðalfundur FBSR verður haldinn 20. maí 2015 klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR að Flugvallarvegi.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Formaður setur fund.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  4. Endurskoðaður rekstrar- og efnahagsreikningur 2014-2015, samþykktur af félagslega kjörnum endurskoðendum og umræður um hann.
  5. Inntaka nýrra félaga.
  6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum Kvennadeildar FBSR, kr. 1.500 (í reiðufé).
  7. Lagabreytingar, umræða og kosning.
  8. Kosning stjórnar.
  9. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
  10. Kosning þriggja félaga í valnefnd heiðursveitinga.
  11. Önnur mál.

Breytingartillögur á lögum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

Tillögur að lagabreytingum bárust frá stjórn FBSR. Tillögunum má skipta í tvennt:

  1. Í fyrsta lagi leggur stjórn til nýja uppsetningu á lögum FBSR þar sem ekki verður um neina innihaldsbreytingu á lögum FBSR að ræða. Ástæða þessa er til að einfalda og skerpa á uppsetningu núgildandi laga m.a. með því að sameina greinar sem eiga saman og einfalda orðalag. Heildarendurskoðun má finna hér.
  2. Í öðru lagi leggur stjórn FBSR til ýmsar breytingar á lögum sveitarinnar sem bæði taka til nýrra lagagreina og breytinga á fyrri lagagreinum. Auk þess er sérstaklega lögð fram breytingartillaga um fjölgun stjórnarmanna. Breytingartillögurnar má finna hér og sérstaka tillögu um fjölgun stjórnarmanna hér.

Núgildandi lög FBSR má finna hér. Lög FBSR.
Kynningu á heildarendurskoðun og breytingartillögum má finna hér. 

Sveitarfundur

Sveitarfundur verður haldinn 13. maí n.k. klukkan 20:00 í húsakynnum FBSR við Flugvallarveg þar sem m.a. verður farið nánar yfir innihald lagabreytingartillagnanna. Það er von stjórnar að þeir sem vilja kynna sér breytingatillögurnar sjái sér fært að mæta og að umræðan sem þar skapast geti flýtt fyrir afgreiðslu á aðalfundi.

Boðun á aðalfundi

Stjórn FBSR vekur athygli á því að á síðasta aðalfundi FBSR var samþykkt breyting á lögum þess efnis að aðalfundur er löglega boðaður ef boðað er til hans með tölvupósti, og með tilkynningu á heimasíðu FBSR með minnst 5 daga fyrirvara.

Framvegis verður aðalfundur FBSR boðaður í samræmi við þessa breytingu og því verður ekki sendur bréfpóstur á félaga FBSR nema þeir sérstaklega óski eftir því. Óskir um bréfpóst vegna boðunar aðalfundar svo og upplýsingar um tölvupóstföng, sem senda skal fundarboð á, skulu berast stjórn á tölvupóstfangið [email protected].

Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Stjórnin.

Snjóflóð í Vífilsfelli

Alls 26 félagar í FBSR mættu í útkall vegna snjóflóðs í hlíðum Vífilsfells í gærkvöldi. Fyrsti bíll fór úr húsi 6 mínútum eftir að útkall barst og voru 14 manns lagðir af stað í útkallið áður en afturköllun var send út stuttu seinna. Sem betur fer reyndist snjóflóðið gamalt og var því aðstoð afturkölluð um 30 mínútum síðar.

Óveðursútkall

Tuttugu og fimm manns á fimm bílum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tóku þátt í aðgerðum vegna óveðurs sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í dag, þar af þrír í húsi og einn í landsstjórn. Fjölbreytt verkefni voru leyst þar sem ýmislegt gekk á og voru tveir bílar sveitarinnar laskaðir í lok dags, brotin rúða og skökk hurð.

mynd2

Landmannalaugar 2015

Rúmlega 50 manna hópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík hélt í árlega Landmannalaugaferð síðustu helgi. Stór hluti fór á gönguskíðum, en einnig voru þrír sleðar með í ferð og fjórir jeppar. Farið var úr húsi föstudagskvöldið og lagði skíðagöngufólkið af stað frá veginum austan af Sultartangastöð. Var skíðað austur fyrir Tagl þar sem tjaldbúðir voru settar upp, en nokkur hríð var um kvöldið. Jeppa- og sleðafólk hélt á meðan inn í Laugar.

Á laugardaginn var fullt af allskonar hjá öllum. Gönguskíðafólk hélt áfram og var stefnan sett á Laugar, meðan jeppa- og sleðafólk keyrði um Fjallabak þvert og endilangt. Nokkrir tóku sig svo til og gengu upp og skíðuðu svo niður Bláhnúk. Slegið var upp veislu um kvöldið og grillað í mannskapinn og að vanda var svo fjölmennt í lauginni eftir matinn. Á sunnudaginn var haldið í átt að Sigöldu og keyrt í bæinn.

Allt í allt frábær ferð þar sem margir prófuðu gönguskíði í fyrsta skipti í lengri ferð, ökumenn fengu góða æfingu og hægt var að njóta Fjallabaksins stóran hluta ferðarinnar vegna prýðisskyggnis og góðs skíðafæris.

Myndir: Magnús Andrésson og Ingvar Hlynsson

Þrettándasala flugelda

Flugeldamarkaður Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg verður opinn núna fyrir þrettándandann sem hér segir:

Sunnudaginn 4. jan 12:00 – 20:00
Mánudaginn 5. jan 12:00 – 20:00
Þriðjudaginn 6. jan 12:00 – 20:00

Kíkið við og fáið ykkur einn kappa eða flotta rakettu til að skjóta jólin á brott.

551488_10152926139416215_1301953767352490718_n