Nú er síðasta tækifærið til að njóta litadýrðar og hávaða frá flugeldum. Við verðum með flugeldasölu á þrettándanum frá klukkan 10-18 í húsi okkar við Flugvallarveg (sjá kort).
Greinasafn eftir: stjorn
Hilmar Ingimundarson
Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
Gælunafn: Himmi, og svo fjöldinn allur af öðrum gælunöfnum sem hafa loðað við mann misvel og lengi
Aldur: 28 ára þegar þetta er ritað
Gekk inn í sveitina árið: ´96
Atvinna/nám: Sales Manager, Nikita
Fjölskylduhagir: Maki er Elísabet Birgisdóttir til fjölda ára og eigum við einn snilling, hann Tómas Hilmarsson eins og hálfs árs
Gæludýr: Engin
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Ég hef lengstum
og nær eingöngu starfað með fjallahóp og undanförum og hef haldið utan
um þann hóp undanfarin ár til mikillar ánægju. Náði að stimpla mig inn
í fallhlífahóp og hef einhver stökk að baki. Eitthvað hefur farið minna
fyrir því undanfarin ár þó ég hafi mætt og farið í eina alvöru útkall
þess hóps nú í sumar. Undanfarin þrjú ár hef ég svo verið í stjórn og
nú síðastliðið ár lét ég plata mig í stöðu gjaldkera sem hefur reynst
bæði skemmtilegt og krefjandi.
Áhugamál: Fjallamennska, af hvaða tagi sem er, hvort heldur
sem er að klípa í kletta eða mölva ís, labba yfir hjarn og ísbreiður á
skíðum, renna mér niður snæviþaktar hlíðar á snjóbretti eða skíðum,
erfiða upp brekku á skinnhúðuðum plönkum bara til þess eins að renna
sér niður aftur, ganga á fjallstind eða klífa hann. Fjallahjólreiðar
þegar færi gefst og svo var Whitewater Kayak var mér hugleikinn til
nokkurra ára en hef nánast gefið það uppá bátinn. Einnig hef ég mikið
yndi af einkasyninum og að leika við hann, ferðast með fjölskyldunni og
og og
..
Uppáhalds staður á landinu: Skaftafell þegar hugað er að klifri,
enda er mekka sportklifurs á Íslandi þar og í nánd eru Íslensku
alparnir. Svo er alltaf gaman að koma á Arnarstapa á Snæfellsnesi
þegar vorið kemur. Kíkja norður á Akureyri þegar huga á að rennsli en
annars skiptir staðurinn ekki öllu heldur hvað þú ert að gera, hvernig
viðrar og hver félagskapurinn er.
Uppáhalds matur: Úff erfið spurning. Ekkert eitt svar í
þessu frekar en spurningunni hér að ofan
..ætli það væri ekki
nautalundir með ostasósu að hætti mömmu. Það nýjasta hjá mér í ferðum
er að græja Carbonara sem fer ofarlega á listann með hinum margfræga
karmellubúðing í eftirrétt, fátt sem toppar það á fjöllum.
Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Borða ekki viðbjóð þannig
að ég reyni að forðast það sem heitan eldinn að koma svoleiðis inn
fyrir mínar varir t.d. einsog Weisswurst (hvítpylsa) en það sem slapp
inn fyrir mínar varir og hlýtur þann vafasama titil . Einhver mesti
viðbjóður er smokkfiskur (Calamari).
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)?
Miðað við stöðuna hjá mér í dag þá vantar mig bara meiri pening til að
geta ferðast og leikið mér en það myndi nú duga skammt ef maður væri
ekki heilbrigður og því óska ég mér heilsu svo lengi sem ég lifi
Æðsta markmið: Er að skilja við þennan heim sáttur við mitt,
vitandi það að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að gera það sem
af mér er ætlast í þessu lífi.
Leit að eldri manni
Í nótt klukkan 1:20 voru björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til leitar innanbæjar að eldri manni með Alzheimer sem hafði horfið af dvalarheimili í borginni. Fimm sérhæfðir leitarmenn, þrír björgunarmenn ásamt bílstjórum á tveimur bílum fóru frá okkur til leitar. Aðeins um hálftíma eftir að leit var hafin fannst maðurinn. Hann var þá á gangi í borginni og amaði ekkert að honum.
Óveðursútkall
Enn einn óveðurshvellurinn skall á síðdegis 21. desember með miklu hvassviðri og rigningu. Beðið um aðstoð við að festa fjúkandi hluti og bjarga verðmætum frá skemmdum. Að þessu sinni var aðeins beðið um einn hóp frá hverri sveit og var einn bíll frá okkur með fjögurra manna áhöfn að við hin ýmsu verkefni það kvöld.
Óveðursútkall
Að kvöldi níunda desember fór djúp lægð hratt yfir landið með tilheyrandi óveðurshvelli. Allir bílar okkar með alls 12 manns í áhöfn voru á ferðinni innan bæjar sem utan við að bjarga verðmætum og hjálpa fólki í ófærðinni. Hellisheiði var lokað vegna veðurofsans og voru "44 jepparnir sendir þangað til að sækja fólk í bíla sem sátu þar fastir. Kallað var út klukkan 19:30 og stóðu aðgerðir til um klukkan tvö um nóttina.
Tvær stúlkur í sjálfheldu
Um hádegisbil annars desember var kallað út á hæsta forgangi, Forgangur 1 – Rauður, vegna tveggja stúlkna sem lent höfðu í sjálfheldu í felli austan við Hafravatn. Um var að ræða hóp unglinga sem höfðu verið á gangi þegar
tvær stúlkur misstu fótanna og runnu fram af fellinu. Þar sátu þær í
sjálfheldu.
Beðið var sérstaklega um fjallbjörgunarmenn. Svo heppilega vildi til að
nægur mannskapur var í húsi hjá okkur enda undirbúningur fyrir
jólatrjáasölu að hefjast.Viðbragstíminn var því afar stuttur. Þegar okkar menn voru á leið að Hafravatni tóku þeir eftir fólki á gangi í nágrenninu nokkuð frá slysstaðnum.
Þegar aðgerðir voru ný hafnar við að koma stúlkunum tveimur niður kom í ljós að hluti af hópnum hafði villst og var undirbúið að hefja leit að þeim. Okkar menn tilkynntu þá að þeir hefðu séð fyrrgreint fólk á gangi á svæðinu. Sexhjól var sent þangað sem fólkið hafði sést og kom þá í ljós að það voru ungmennin sem höfðu villst af leið og var þeim komið til bjargar. Björgun stúlknanna tveggja úr sjálfheldunni gekk einnig giftusamlega.
Jósep Gíslason
Fullt nafn:
Jósep Gíslason
Gælunafn:
Jobbi
Aldur:
42
Gekk inn í sveitina árið:
1998 ef ég man rétt
Atvinna/nám:
Eigandi og hönnunarstjóri hjá Fjölva. Tónlistarmaður
Fjölskylduhagir:
Einhleypur tveggja barna faðir
Gæludýr:
Engin
Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar:
Leitarhópur og sjúkrahópur
Áhugamál:
Útivist, ferðalög, tónlist
Uppáhalds staður á landinu:
Hornstrandir
Uppáhalds matur:
Flest sem að kjafti kemur en grjónagrautur klikkar aldrei
Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað:
Kjötstappa (svipað og plokkfiskur nema bara kjöt)
Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)?
Halda heilsu
Æðsta markmið:
Góð heilsa
Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu:
Að horfa á eftir félaga mínum detta ofan í sprungu og fótbrjóta sig.
Í Himalaya. Andrea, Gummi og ég
Tjaldbúðir í Himalaya
Á flugslysaæfingu við Reykjarvíkurflugvöll. Stumrað yfir „sjúklingi“ sem „brotlenti“ úti í skógi.
Fararstjórn á Krít 2006
Fjallið og Múhameð
Baksvipur
Dóni á fjöllum
Gummi og Ég á niðurleið í Himalaya
Handaband í 5000m eftir eltingaleik. Gummi og ég.
Íþróttaálfurinn á Pachnes á Krít 2400m.
Ég á kajak
Jósep túristi við Taj Mahal.
Ekkert jafnast á við að glugga í góðar bókrullur.
Kajak á Krít 2006
Kajakkennsla
Leit að kajakræðara
Laust eftir miðnætti aðfararnótt mánudagsins 27. nóvember var sérhæfður leitarhópur kallaður til leitar að kajakræðara sem saknað var. Hann hafði haldið til róðrar í Hvalfirði þá fyrr um daginn en ekki skilað sér.
Leitarhópum var stefnt í Hvammsvík þar sem leit átti að hefjast. Stuttu eftir komuna þangað fann þyrla Landhelgisgæslunnar bátinn og stuttu seinna manninn sem þá var látinn.
Námskeið í Finse
Að venju sendir Flugbjörgunarsveitin nokkra félaga á árlegt námskeið í snjóflóðabjörgun og stjórnun aðgerða í Finse í Noregi. Að þessu sinni er það haldið 3. til 11. mars næstkomandi. Það geta fimm farið út og nú þegar eru tvö sæti úthlutuð.
Umsækjendur þurfa að vera í það minnsta slarkfærir í norðurlandatungumálum og á skíðum, en námskeiðið er á norsku og hluti af verklegu kennslunni fer fram á skíðum.
Námskeiðið er á vegum Norska Rauða krossins og innifalið er matur og gisting. Flugbjörgunarsveitin og SL veita styrk fyrir flugfargjald og lestarmiða. Skila þarf inn skýrslu um ferðina.
Umsóknum skal skila til gjaldkeri <hjá> fbsr. is.
Upplýsingar um námskeiðið: www.redcross.no/finsekursene
Upplýsingar og myndir af svæðinu: www.finse.com
Leit að eldri manni
Rétt fyrir klukkan níu að morgni þriðjudagsins síðastliðins var kallað út til leitar að eldri manni sem var saknað. Hann hafði síðast sést um kl. 22 kvöldið áður og óttast var um afdrif hans.
Grunur lék á að hann hefði farið eitthvert á bílnum sínum og var því beitt slóðaleit. Fjórir menn á tveimur bílum frá okkur fóru til leitar á slóðum í kringum borgarsvæðið. Maðurinn kom svo í leitirnar af sjálfsdáðum stuttu eftir að leitin hófst.