Greinasafn eftir: stjorn

Árshátíðin 3 mars 2007

 

Árshátíð FBSR verður haldin 3 mars nk. í sal Fóstbræðra við Langholtsveg. Húsið opnar kl. 19. Miðaverð kr. 3.000.

 


Dagskrá 

14.00 – 16.00: Flubba leikarnir – fyrir þá sem vilja byrja snemma

·         Mæting í húsnæði FBSR við Flugvallaveg í gargandi stuði og tilbúin til að takast á við ýmis verkefni, verðlaun í boði fyrir bestu frammistöðu að mati stjórnenda.

  19.00 – 02.00: Árshátíðin – fyrir alla.  Verð kr. 3.000.

·         Matur hefst kl. 20.00.

·         Innifalið í verði eru matur, bjór og rauðvín með matnum, skemmtiatriði, tónlist og dans. Opin bar á staðnum eftir matinn.

 Miðasala á árshátíð fer fram þriðjudagskvöldið 27 febrúar og fimmtudagskvöldið 1 mars í húsi FBSR við Flugvallaveg. Vinsamlegast greiðið inná reikning FBSR nr. 0513-26-206159, kt. 550169-6149 og komið með kvittun úr heimabanka með ykkur eða greiðið með peningum á staðnum. Tökum ekki greiðslukort.

Frekari upplýsingar hjá Elsu, s. 844-4519 eða í netfangi: [email protected]

 


 

Landsæfingin 2007


Landsæfingu SL verður að þessu sinni skipt í tvo hluta annars vegar á landi og hins vegar á sjó. Landæfingin verður laugardaginn 24.mars á Skógum undir Eyjafjöllum. Á landæfingunni verður boðið upp á verkefni m.a. fyrir; sjúkrahópa,
leitarhópa, undanfara, rústahópa, bílahópa, sleðahópa, snjóbíla.
Landslagið hefur upp á mikið að bjóða og verður það nýtt til hins
ýtrasta. 

Á báðum æfingunum verður boðið upp á gistingu aðfaranótt laugardags og sunnudags. Einnig verður boðið í sund að æfingum loknum og sameiginlegrar matarveislu.

Búið er að opna fyrir skráningu og mikilvægt að skráning hópa sé rétt og tímalega þannig að hægt verði að útbúa verkefnin í takt við þátttöku. Það sem þarf að koma fram í skráningu er; frá hvaða sveit, hvað margir ætla að taka þátt, hvað mörg tæki og hvernig tæki. Einnig þarf að koma fram hvernig verkefni hóparnir vlija takast á við en ef hópar eru ekki með sérhæfingu verður þeim úthlutað verkefnum sem allt björgunarsveitarfólk getur leyst.

Skráning er á [email protected] eða í síma 570 5900. Minnum alla sem ætla að mæta á þessa viðburði að skrá sig á heimasíðunni undir" Á döfinni", á netfangið [email protected] eða í síma 570-5900. Ef einstaklinga vantar gistingu þá hefur félagið tekið frá herbergi á Grand hóteli. Þeir sem vilja nýta sér hana eru beðnir um að láta Sigrúnu vita í síma 570-5908 eða á netfangið [email protected]. Ef þig vantar frekari upplýsingar um æfinguna, aðstöðu eða þ.h. getur þú haft samband í [email protected]

Snjóflóðanámsstefna


Slysavarnafélagið Landsbjörg, Hjálparsveit Skáta Kópavogi og ORION
Ráðgjöf ehf standa fyrir komu tveggja snjóflóðasérfræðinga frá Alaska
seinnihluta febrúar n.k. Þetta eru þau Jill Fredstone og Doug Fesler en
þau hafa um langa hríð verið ein þau fremstu á sínu sviði í Norður
Ameríku og jafnvel þó víða væri leitað.

Dagana 24. og 25. febrúar n.k. munu þau vera með
fræðslu fyrir björgunarsveitarfólk og aðra sem kunna að hafa áhuga á
snjó, snjóflóðum og snjóflóðabjörgun. Ráðgert er að fyrri dagurinn
verði með fyrirlestrum inni í sal en seinni dagurinn verði úti í
mörkinni.

Markmið námsstefnunar er að
gefa þátttakendum innsýn inn í það helsta sem er að gerast í Norður
Ameríku varðandi leit og björgun úr snjóflóðum.

Dagskrá, skráning og allar nánari upplýsingar er að finna á vef Landsbjargar hér

 

Leit að konu í Hafnarfirði

Sérhæfðir leitarhópar björgunarsveita höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út um klukkan 21 að kvöldi miðvikudagsins 7. febrúar til leitar að konu sem hafði verið saknað frá því deginum áður en lögreglan hafði þá leitað hennar án árangurs. Leitarhópur FBSR fór á tveimur bílum til leitar en skömmu áður en leit hófst á vettvangi kom konan í leitirnar, blessunarlega heil á húfi. Meðfylgjandi mynd er af leitarhópi á æfingu.

Steinar Sigurðsson

Fullt nafn: Steinar Sigurðsson

Gælunafn: Stoney

Aldur: 21

Gekk inn í sveitina árið: 2005

Atvinna/nám: Viðskiptafræði í HÍ og vinn í útivistarbúðinni Everest af og til

Fjölskylduhagir: Á eina sæta kærustu

Gæludýr: Fífa Mjöll Öndvegisdóttir, lítil tík með mikla sál.

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hópstjóri snjóbílahóps, bílstjóri í bílahóp og undanrenna í fjallahóp.

Áhugamál: Að komast upp og niður fjöll, klifrandi, gangandi, skíðandi, keyrandi eða á snjóbíl.

Uppáhalds staður á landinu: Rúmið heima eftir langa og góða vosbúðarfjallaferð með engum svefni.

Uppáhalds matur: Fjallalamb í holu með góðu útsýni.

Mesti viðbjóður sem þú hefur smakkað: Dísill eða bensín? Dísillinn situr eftir í kjaftinum, en bensínið er verra á bragðið.

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Ég vildi óska þess að ég kæmist á íslensk fjöll allar helgar og gæti ferðast um heiminn á virkum dögum.


Æðsta markmið:Halda heilsu og vera í góðu formi, langt fram eftir ævi.

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Það er nú svo ansi margt eftirminnilegt. Í lok hverrar ferðar eru oftast allir sammála um að þetta hafi verið besta ferð allra tíma… Það eru þó flestir í mínum nýliðahóp sammála um að skemmtilegasta ferðin okkar hafi verið úr Áfangagili inn í Landmannalaugar, vorið áður en við gengum inn. Það var svo mikil orka í okkur að við hlupum upp alla hóla á leiðinni til þess að ná smá rennsli. Svo æfðum við smá skíðastökk og vorum í eltingaleikjum þess á milli. Ekki skemmdi heldur að verða annar í 100 metra sprettlellahlaupinu um kvöldið.


Doddi og ég á toppnum á Hraundranga


Góður dagur í Múlafjalli


Hildur og ég á ferð um Þýskaland


Notalegar tjaldbúðir í Skarðsheiðinni


Skemmtilegt príl á Hnappavöllum

 

Hornsteinn lagður að miðju Íslands


Helgina 19. til 21. janúar fór jeppahópur ásamt félögum úr 4×4 í
jeppaferð inn að útreiknaðri miðju Íslands þar sem lagður var
hornsteinn að miðju landsins. Á hornsteininum er skjöldur sem á er
ritað að þarna sé miðja Íslands og nöfn Ferðaklúbbsins 4×4 og
Landmælinga Íslands.

Slæm færð gerði ferðina erfiða með tilheyrandi smá tjóni á nokkrum
jeppum en markmið ferðarinnar náðist. Hægt er að sjá myndir úr ferðinni
inni á ferðasögusvæðinu eða með því að smella hér.

Hornsteinn lagður að miðju landsins

Það voru Maggi, Óli, Guðgeir og Símon á FBSR4 og FBSR5 sem fóru í jeppaferð 4×4 inn að miðju Íslands. 19 til 21 janúar 2007.

Helgin var í stuttum máli 

Lagt af stað á föstudagskveldi inn í skálann Áfanga við kjalveg.

Það voru um 15 jeppar sem lögðu af stað á laugardeginum. Það var
fyrst ekið að Ingólfsskála fyrir norðan Hofsjökul svo áleiðis inn
að miðju Íslands. Settur var risastór steinn við miðju Íslands.
Eftir  það var stefnan sett inn á Sprengisand, þar sem færið fór
að verða örlítið erfitt þá sérstaklega fyrir 38" bílana. Svo bætti
aðeins í veðrið og aðstæður fóru að verða aðeins hressari. Sóttist
ferðin því hægt inn að Sóleyjarhöfðavaði. Menn voru að rífa dekk,
skilja ford eftir og rífa fleirri dekk, beygla stýristangir og fleirra.

Komið var inn að vaði um miðnætti. Fóru þá flubbabíllar í bæinn og
voru komnir þangað um kl 06:00 eftir að hafa fengið sér pylsur að eta á
Selfossi.

Hérna eru svo myndirnar.

Myndir og texti: Magnús Andrésson 

Við miðju Íslands

Á leið inn á Sprengisand

Spottaleikfimi

FBSR 5

Myndir; Magnús Andrésson

Opinn stjórnarfundur

Stjórn FBSR hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa opinn
stjórnarfund reglulega fyrsta mánudag hvers mánuðar. Munu þessir fundir
koma í stað haust- og miðsvetrarfundanna. Með þessu vill stjórnin
fjölga þeim fundum þar sem hún kynnir sín málefni og gefa félagsmönnum
betur færi á að fylgjast með og segja sína skoðun á starfi
stjórnarinnar. Fyrsti opni stjórnarfundurinn verður haldinn mánudaginn 5. febrúar kl. 20.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

Húsnæði
Dagskrá
Bílamál
Búnaður
Önnur mál

Kaffi í boði stjórnar úr nýju kaffivélinni.

Tiltekt og slútt


Á laugardaginn næstkomandi munum við taka niður það síðasta sem
eftir á að ganga frá eftir flugeldasöluna og gera húsið aftur í stand
þannig að koma megi bílunum inn. Mæting kl 10. Jafnframt munum við vinna áfram í nýju
aðstöðunni og gera hana fína, því til stendur að leigja gamla hlutann
út fljótlega. Að þessu loknu verður haldið í sal Félags eldri borgara þar sem töðugjöldin
hefjast og verða vonandi fram eftir nóttu. Veitingar í boði
sveitarinnar. Hrefna mætir kannski.

Leit að manni í Hafnarfirði


Um klukkan hálf átta  að morgni 4. janúar kom fyrsta útkall
ársins. Beðið var um aðstoð við leit að manni um fertugt sem hafði
farið akandi frá heimili sínu í Hafnarfirði kvöldið áður til að viðra
hunda við Hvaleyrarvatn. Þá hafði hann hringt og sagst vera á heimleið
en hafði ekki skilað sér.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út, ásamt þyrlu LHG
og var í fyrstu megin áhersla lögð á að leita í Hafnarfirði og
nágrenni. Eftir tiltölulega stutta leit fannst bíll mannsins við
íbúðarhús í Hafnarfirði og fannst hann þar inni heill á húfi.