Hægt er að sjá myndir frá afmæli SL sem haldið var þriðjudaginn 29.janúar síðastliðinn á eftirfarandi hlekk.
Greinasafn eftir: stjorn
80 ár merkra afreka
Afmælisfagnaður Slysvarnafélags Íslands var haldin í Listasafni Reykjavíkur, en 80 ár eru frá stofnun þess, samtökin heita í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg, eftir að allar björgunarsveitir á landinu sameinuðust undir einum hatti seint á síðustu öld.
Þessi fagnaður var sérlega flottur, lýsing í salnum algjör snild og skipulagið mjög gott, nánast allr tímasetningar stóðust, þeas ein ræðan fór dálítið fram úr þeim tíma sem henni var ætlað. Veitingarnar voru að Kvennadeilda sið, kaffi, kökur, kleinur, pönnukökkur og frábærar hnallþórur. Félaginu voru færðar gjafir frá Landhelgisgæslunni, Ríkisstjórninni, RNLI Bretlandi og nokkrum öðrum sjálfsagt. Tveir voru heiðraðir fyrir störf í þágu Slysvarnafélagsins Landsbjargar, en þetta er fyrsta heiðrunin undir nafni þess, Gunnar Tómasson og Ólafur Proppé, fengu heiðursmerki og heiðursskjöld. fagnaðinum lauk á ellef tatímanum og fóru allir saddir og mettir heim.
Afmæli SL
Af vefnum www.Landsbjorg.is :
Ágætu félagar, 29. janúar n.k. mun SL halda upp á að 80 ár eru liðin frá því að stofnað var landsfélag um björgunar- og slysavarnamál í landinu. Slysavarnafélag Íslands var stofnað 29. janúar 1928 og munum við fagna þessum tímamótum saman í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu.
Við hvetjum ykkur að mæta í fatnaði tengdum félaginu. Það væri einnig gaman ef eihverjir myndu klæðast eldri fatnað en það tengir okkur við fortíðina. Verið nú dugleg að hafa samband við eldri félaga og bjóða þeim í afmælið. Það verður opið hús fyrri alla núverandi og eldri félaga SL. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta í þetta merkilega afmæli. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00. Nánari upplýsingar eru á heimasíðunni. Hlakka til að sjá ykkur öll Kristinn Ólafsson Framkvæmdastjóri SL
Ófærð í Reykjavík
Að morgni 25. janúar var sveitin kölluð út vegna ófærðar í Reykjavík. Snjóað hefur talsvert í borginni og hefur Framkvæmdasvið Reyjkavíkurborgar ekki undan við að halda götum opnum.
Þrír bílar á vegum sveitarinnar eru í verkefnum.
Frá flugeldanefnd.
Nú er búið að leggja lokahönd á flugeldasölu sveitarinnar 2007, pakka öllu snyrtilega niður og undirbúningur fyrir næsta ár að hefjast.
Vinnan þetta árið gekk vel en mikill sprettur var á mönnum undir það síðasta og margir sem lögðu sig alla fram til að treysta þessa mikilvægustu tekjustoð sveitarinnar.
Lagermenn, Flugeldanefnd og ekki síst nýliðar sveitarinnar unnu mikið og gott starf. Mörgum getum við þakkað aðstoðina við sölu flugeldana. Sérstaklega viljum við þakka bílaumboðinu B&L fyrir að lána okkur húsnæði, starfsfóki B&L fyrir þolinmæðina og hjálpsemi alla.
Bókaútgáfan Fjölvi gaf okkur auglýsingapláss sem þeir áttu og höfðu greitt fyrir. Hafið góðar þakkir fyrir Fjölvi og Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri Fjölva og FBSR félagi.
Leit í snjóflóðum
Um helgina verður kennsla í snjóflóðaleit fyrir B1 og B2 í Botnsúlum. Haldið verður úr bænum á föstudagskvöldið klukkan 19:00 og komið aftur á sunnudag.
Ætlunin er að laugardagurinn fari í kennsluna sjálfa en sunnudagur fari í að fara uppá Botnsúlur eftir ýmsum leiðum.
Mat á snjóflóðahættu
Klukkan 20 í stóra salnum í Skógarhlíð verður haldið námskeiðið Mat á snjóflóðahættu. Kennari er Auður yfirleiðbeinandi hjá Björgunarskólanum en þetta er í fyrsta skipti sem hún kennir fyrir okkar sveit.
Um helgina verður svo verklegi hluti námskeiðsins í Botnsúlum en eins og bætt hefur í snjóinn í dag og spáð er í vikunni má búast við skemmtilegum aðstæðum.
Endilega mætið sem flest á þetta flotta námskeið.
Vetrarfjallamennska janúar 2008
Dagurinn var tekinn snemma á laugardegi þann 5. janúar og hittingur niðrí sveit fyrir allar aldir og menn misferskir.
Þar var rennt yfir að allir væru með búnað á borð við klifurbelti, öxi, karabínur, snjóflóðaýla og fleira.
Síðan var troðið í jeppana og brunað af stað þar sem markmiðið var að finna snjó en mikil hitabylgja hafði umlukið landið dagana fyrir ferðina og því vöntun á snjó á Skarðheiðinni, en þangað var hefðin að fara í þessari ferð, eigum við að ræða það eitthvað?.
Þegar komið var inní Kaldadal hófst fjörið og hluti jeppana fóru að festast og þá höfðu nýliðarnir strax einhvern tilgang, það er að kanna hvort ísinn fyrir framan bílana væri traustur 😛 . Það verður þó að koma fram hversu seigur Hyundai bíll sveitarinnar er (Fjarkinn Þristurinn), en hann komst klakklaust á leiðarenda, kannski góðum bílstjóra að þakka sem virtist þekkja getu bílsins ansi vel.
Þá var ekki eftir neinu að bíða, nýta varð dagsljósið, kveikt á ýlunum og vaðið beint uppí brekku. Skipt var í hópa og fékk hver og einn hópur síðan special treatment hjá sínum leiðbeinanda. Farið var í gegnum snjóprófílagerð og hvernig snjóflóðahætta er metin útfrá því o.s.frv. B2 hvarf uppi fjallið og veit ég ekki með vissu hvað þeir aðhófust um daginn en skiluðu sér í tjaldbúðirnar um kveldið.
Áfram héldu verklegar æfingar hjá B1 og var farið beint í hina frægu ísaxarbremsu. Það var mjög skemmtilegt og sýndu menn þvers og kruss einhverjar kúnstir eða runnu niður í bullinu.
Efir það var gengið í áttina upp Hádegishnjúk Syðri a.k.a. Hádegishnúkur og fljótlega skipt yfir á ísbrodda og prófað að ganga á þeim. Án þeirra hefði maður fljótlega verið kominn í sjálfheldu og ætli hefði ekki þurft útkall til að bjarga manni :O .
Fljótlega var tjaldsvæðið ákveðið en haldið áfram með æfingar. Eftir yfirferð á öllum trygginum eins og snjósætum, akkerum og íspollum var komið hressilegt myrkur og þvínæst tjaldað eða snjóhús búin til, en nokkrir ákváðu að leggja smá vinnu í að grafa snjóhús og gista í því, mjög gaman að því.
Langþráð máltíð var síðan elduð í flestum tjöldum eða tjaldblettum en tjaldsvæðinu mátti skipta í efra- og neðra-breiðholt . Í efra-breiðholtinu voru náttúrulega mestu vitleysingarnir. Þær voru ófáar sögurnar úr efra-breiðholtinu þetta kveldið, af mönnum talandi við tjöld og menn gangandi í hringi kringum tjöld.
Um nóttina snjóaði eða skóf aðeins og hitastig hefur verið áætlað -2 til -4 gráður. Flestir viðkenndu eftirá að hafa átt mjög erfitt með svefn á annarri hliðinni sökum áverka eftir ísaxarbremsuæfingarnar :). En í morgunsárið var þokkalegur hrollur í manni skríðandi útúr svefnpokanum skiptandi um outfit en heitur drykkur bjargaði því fljótlega.
Þegar allir höfðu pakkað rottuðu hóparnir sig aftur saman og farið var yfir hvernig gengið sé í línu. Með það á hreinu var síðan gengið langleiðina uppá Hádegisfellið syðra þar sem kuldinn beit hressilega í kinnarnar en eilítið sást til sólar og einhverjir gátu tanað sig í drazl. En auk þess að ganga í línu sást t.d. til Steinars tengja sig inní línur og kasta sér niður til að reyna ná öllum niður.
Á niðurleiðinni var farið yfir grunnatriði í sigi sem og aftur farið yfir tryggingar og allir látnir síga niður slíkt í góðum halla. Toppurinn á sunnudeginum var síðan sigið niður smá klett þar sem fyrsta alvöru sigið var tekið þar sem enn á ný sumir sýndu keppnistilþrif.
Haldið var áfram niður fjallið og gengið aftur á upphafspunkt og því ferðinni lokað með hring. Heimferðin út Kaldadalinn gékk næstum klakklaust en jeppinn hans Kristjáns var með smá ves en þar rifu menn bremsudiskinn bara af til að redda því, jú og svo notaði hann bara handbremsuna ef hann þurfti að bremsa :).
Var með góðar harðsperrur í líkamanum eftir þessa ferð og ágætis sár á annari hliðinni eftir ísaxarbremsutakta.
Takk fyrir mjög skemmtilega ferð ,
Helgi M.
Æfingar að hefjast að nýju
Næsta þriðjudag, þann 15.janúar, hefjast hlaupaæfingar að nýju eftir jólafrí. Lagt af stað klukkan 18:15 frá Flugvallarvegi.
Flugeldaslútt
Sælt veri fólkið og velkomin á árið 2008 😀
Nú er komið að okkar árlega SLÚTT- Partýi ! Jeii gaman saman !
Fjörið fer fram n.k laugardag þann 12 jan
Gleðin hefst kl 20:00 og verðum við öll mætt stundvíslega enda erum við professionals í því að vera á réttum tíma á réttum stað ! Þemað í partýinu verður Áramót enda hafa sennilega mörg okkar annað hvort misst af komu nýja ársins eða verið út á þekju vegna svefnleysis síðustu daga desembermánaðar 2007. Þetta verður að sjálfsögðu alvöru áramótargleði þar sem allir mæta í sínu fínasta pússi, hattar og tilheyrandi verða á staðnum og skálað verður fyrir ,,nýju ári kl 00.