Greinasafn eftir: stjorn

Árshátíð

Árshátíðin verður glæsileg að vanda en að þessu sinni verður húnhaldin þann 1. mars í sal Skútunnar, í Hafnafirði.

Gamanið hefst kl 19:00 með fordrykk. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð með víni og verður veislustjórar kvöldsins okkar eigin Erna og Guðgeir. Skemmtiatriði verða meðal annars í boði nýliðahópanna og eftir matinn mun hljómsveitin Blúndubandið leika fyrir dansi 

Útkikk vegna Cessnu

Sveitin var kölluð út í morgun til að manna varðbergsvakt á TF-SYN.  Leit stendur yfir að Cessnu-310 vél sem fór í hafið um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Fjórir félagar FBSR sátu vaktina.

Verið var að ferja flugvélina frá Bandaríkjunum til Bretlands en flugmaðurinn hafði gist á Grænlandi og ætlaði að stoppa í Reykjavík á leið sinni til Bretlands.

Fjallabjörgun á vetrarhátíð

2249763672_d723dc188d_bFjallahópur var með línuverkefni á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Hópurinn setti línubrú með krana (Kooteney Highline) ofan af þaki Þingholtsstrætis 27 og niður í garð í Miðstræti 5.

Gestir hátíðarinnar gengu frá Hallgrímskirkju og niður í Ráðhús eftir ákveðinni leið um Þingholtin og voru mörg atriði eða uppákomur á leiðinni. Þar á meðal okkar atriði þar sem sigið var niður úr línubrúnni niður í gönguna og annar hífður upp úr göngunni.

Fleiri myndir má nálgast hér.

Leitaræfing

Laugardaginn 9. febrúar verður haldin leitaræfing á vegum sveitarinnar.  Farið verður úr húsi klukkan 09:00 og mun æfingin standa frammeftir degi. 

Allir, hvort sem eru inngengnir, óvirkir eða nýliðar eru velkomnir. 

Einnig minnum við á sameiginlega leitaræfingu sveita á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður mánudaginn 11. febrúar og hefst klukkan 18.