Kona með tvö börn lenti í sjálfheldu í hlíðum Esju um helgina og voru björgunarsveitirnar Kjölur og Kyndill kallaðar út þeim til aðstoðar auk fjallahóps FBSR. Greiðlega gekk að komast að fólkinu og voru þau aðstoðuð niður.
Greinasafn eftir: stjorn
Leit að 6 ára stúlku
5. maí var sveitin kölluð út til leitar að 6 ára stúlku sem týnst hafði við Vífilstaðavatn. Skömmu eftir að hringt var út fannst stúlkan en leið heim til sín. Skjótt gekk að manna bílana en fyrsti bíll var lagður af stað tuttugu mínutum eftir útkall.
Kaldbakur 3. maí
Hvannadalshnjúkur 25. apríl 2008
Föstudaginn 25. apríl lagði 16 manna hópur af stað austur í Skaftafell þar sem sigra átti Hvannadalshnjúk. Gist var á bílastæðinu neðan við Sandfellsleið en þar er ágætis tún og lækur við Tréð eina.
Ferðasaga Helga:
Haldið var austur á föstudagskveldinu, farið var á þristinum, fimmunni og 3 einkabílum. Það er rétt að taka fram að Helgi var tekinn af löggunni á Hvolsvelli þó við reyndum að sannfæra lögregluna um að hann væri með Héraðslækninn, Hauk í bílnum.
Komið var í myrkri á Sandfell og tjaldað við hliðiná kirkjugarðinum. Fórum að sofa rétt fyrir 01 og var farið á fætur kl. 04.30, en þá var orðið bjart og því fínt að hafa sig til fyrir áætlaða brottför kl. 06.
Lögðum af stað upp á slaginu 06 og í sama mund og við lögðum í hann var annar hópur kominn við Sandfell sem var að fara leggja í hann sömuleiðis. Vinnuheitið okkar á þeim hóp var Lionsklúbburinn Kiddi. Leiðin lá mjög bratt uppávið svo við tókum þetta bara rólega til að eiga nóg inni og útlitið bara nokkuð bjart og kátt yfir mannskapnum. Þegar við komum aðeins uppfyrir snjólínu byrjaði að hvessa og gönguskíðamenn festu á sig skíðin og við hin héldum áfram fótgangandi. Fljótlega var tekin góð nestispása en þá var farið að blása meira og skömmu síðar klæddu allir sig í belti og fólk sett í línu. Þá var veðrið orðið leiðinlegt og Lionsklúbburinn gékk frammúr okkur en við komum okkur loks af stað á frekar ójöfnum hraða. Kannski ekki skrýtið þar sem mótvindurinn var hressilegur og skyggnið ekki gott. Eftir eitthvað slatta klafs þarna upp var síðan tekið stopp og stöðufundur þar sem Matti og Stjáni lögðu á ráðin og ákvörðun var tekin um að skynsamlegast væri að snúa við og létum við því gönguskíðahópinn vita í gegnum talstöðina en ekkert sást til Lionsklúbbsins lengur.
Af gönguskíðalínunni var það að frétta að Haukur Eggerts hafði stigið aðeins ofaní sprungu og tapað öðru skíðinu ásamt einu gleri úr sólgleraugunum. Hann sakaði samt sem áður ekki, enda héraðslæknir á ferð.
Niðurförin einkenndist af svekkelsi hjá mér a.m.k. og sést það glögglega í myndbandinu sem er til úr ferðinni og verður klárlega frumsýnt við gott tækifæri. Veðrið var orðið aftur mjög gott í ca. 1000m hæð og því trúði maður varla hvernig munurinn gat verið svona mikill á veðrinu þar og í 1400m.
Aðrir litu á björtu hliðarnar og sáu fyrir sér gott grill og kvöldvöku framundan með einhverju léttu sprangi daginn eftir.
Ákveðið var að halda yfir á Hnappavelli sem eru rétt hjá Sandfelli og fara í sig og klifur þar. Slógum því upp tjaldbúðum þar og hafist var handa við að koma upp línum og fá fólk til að síga. Það er ákveðið skref að þora yfir brúnina en þetta er algjörlega bara spurning um að hugsa ekki um hvað sé langt niður heldur bara treysta á græjurnar… þá er þetta ekkert mál 🙂
Grillunin tókst almennt mjög vel og átu allir á sig gat og voru Bogga og Agnes meiri að segja með heimatilbúinn ís í eftirrétt. Þreyta var yfir mannskapnum svo það var farið snemma í rekkju en dagurinn eftir átti að fara í létta göngu inní Skaftafelli við Svartafoss o.s.frv.
Svo kom morgun, kl. 06.30 vakna ég við það að Matti stendur við tjaldið og er að tryggja að allir séu vaknaðir og gerir við öll tjöld. Ég soldið súr að venju svona snemma dags og ligg eins lengi og ég get eða þangað til ég heyri útundan mér að það eigi að reyna við hnjúkinn aftur. Þá hrekk ég upp og lít út og sé þetta geggjaða veður.
Þetta var selt á staðnum, attitute-ið var komið aftur. Það verður sko ekki snúið við í þetta sinn, hugsaði maður með sjálfum sér.
Keyrt var uppí 400 metra á jeppanum og strumpastrætó og gengið semsagt upp í áttina að Hnapp og Rótarfjallshnjúk. Fæturnir sögðu aðeins til sín frá deginum áður en ekkert sem var að stoppa mann. Veðrið var sömuleiðis svo gott að hratt gékk á vatnsbirðirnar sem áttu ekki eftir að duga daginn.
Komumst uppá Rótarfjallsshnjúk kl. 15 og þar með gat Haukur hakað við hann í tindabókinni góðu. Hinn raunsæji Haukur gaf þá út að við værum aldrei að koma niður í Base camp aftur fyrr en á miðnætti myndum við halda áfram á hnjúkinn. Það var lítill efi í hópnum og því haldið áfram eftir sléttunni góðu. Skyggnið á sléttunni var lítið og sáum við ekki hnjúkinn fyrr en við vorum komin ansi nálægt honum en þá var opnun og aftur var alger steik.
Allir fóru í brodda við rætur hnjúksins og var síðan haldið uppá topp sem náðist skömmu fyrir kl. 18 á sunnudeginum. Á toppnum var að sjálfsögðu hressilegt myndasession og almenn kátína að sjálfsögðu. Allir ánægðir með árangurinn og maður gat tekið gleði sína á ný.
Síðan var bara gengið eins og enginn væri morgundagurinn tilbaka þar sem matar og drykkjarbirðir voru litlar eða engar hjá öllum. Komið var niður í bíla-base kl. 22.30 þar sem Brynjólfur tók á móti okkur með blikkandi ljósum 🙂 Brunað á Hnappavelli, tjöldum og öðru pakkað og lagt af stað til RVK kl. 00:45 og komið í bæinn kl. 05.
Sleðakerru stolið frá HSSK
Hvítri tveggja sleða vélsleðakerru HSSK var stolið í gær eða um helgina þar sem hún stóð fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn. Um er að ræða hvíta tveggja sleða sleðakerru frá Vögnum og þjónustu og er númerið LY-300. Grindin er galavaníseruð og er kerran með sturtu og yfirbyggingin er úr hvítu trefjaplasti. Stór merki HSSK eru aftaná kerrunni, en engar merkingar eru á hliðinni þar sem hún var að fara í merkingu. Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlega hafið samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins eða beint við formann sleðaflokks HSSK, Reyni, í síma 899-3132. Öll hjálp vel þegin.
Tækjamót 25.apríl
Hjálparsveitin Dalbjörg skipuleggur tækjamót í Nýjadal helgina 25. til 27. apríl næstkomandi og munu í það minnsta tveir jeppar fara frá FBSR.
Góður rómur hefur farið af tækjamótunum undanfarin ár en megin markmið þeirra er að hrista saman tækjamenn af öllum svæðum.
Banff kvikmyndahátíð Ísalp
Árleg Banff fjallakvikmyndahátíð Íslenska Alpaklúbbsins er haldin í Háskólabíói þriðjudaginn 15. apríl og miðvikudaginn 16. apríl.
Sýningar hefjast kl. 20 og er miðaverð 1000kr. fyrir Ísalpara og 1200kr. fyrir aðra.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Ísalp , brot af sýningunni má sjá hér.
Mælum með þessu fyrir alla sem hafa gaman að því að leika sér undir berum himni.
Mánudagurinn 14.apríl
Mánudaginn 14. apríl verður samæfing Leitartæknihópa á höfuðborgarsvæðinu. Æfingin hefst klukkan 19 og mikilvægt að fólk sé þá klárt í húsi.
Gott væri ef fólk tilkynnti þátttöku tímanlega til Stefáns.
Dagskrá vikunnar 7-13.apríl
Dagskrá vikunnar er á þessa leið:
Mánudagur kl 20. Opinn stjórnarfundur þar sem félagar geta gægst inní störf stjórnar.
Þriðjudagur kl 18:15 Útihlaup
20:00 Ýmis verkefni f. inngengna
Helgin. Ferð fyrir B1 og B2.
Útkall í Múlafjall.
Laugardaginn 29. maí var fjallhópur FBSR kallaður út vegna ísklifrara sem dottið hafði í Múlafjalli. Félagi mannsins kom honum niður úr klifurleiðinni en á svipuðum tíma voru björgunarmenn komnir að og komu þeir sjúklingnum niður hlíðina og á sjúkrahús.