Í dag var sveitin kölluð út vegna alsheimer sjúklings sem hvarf frá heimili sínu í morgun. Maðurinn fannst í eftirmiðdaginn heill á húfi.
Greinasafn eftir: stjorn
Varðbergsflug vegna kanadísks báts
Miðvikudaginn 2. júlí var sveitin kölluð út vegna neyðarskeytis frá frífljótandi neyðarbauju u.þ.b. 330 sjómílur suðsuðvestan frá Reykjanesi. Baujan er skráð á fiskibát sem er skráður í Kanada.
4 félagar Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík tóku þátt í leitinni en hér að neðan eru myndir frá fluginu.
Guðgeir og Ottó á leiðinni á leitarsvæðið.
Guðgeir, Pétur og starfsmaður LHG.
Pétur að störfum.
Varðbergsflug
Föstudaginn 27. júní 2008 fóru 4 félagar FBSR í varðbergsflug með Landhelgisgæslunni. Leitað var að skipi fyrir sunnan land.
Leit að 11 ára stelpu
Sérhæfðir leitarhópar og almennir leitarmenn voru boðaðir út í laugardaginn 14.júní vegna 11 ára stúlku sem týndist á höfuðborgarsvæðinu. Leitin var afturkölluð stuttu síðar.
Jarðskjálfti í Árnessýslu
Yfir 300 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum á jarðskjálftasvæðinu í Árnessýslu. Flutt voru tjöld og greiningastöðvar á svæðið. Björgunarsveitir, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, fóru í öll hús á svæðinu, þ.m.t. alla sveitabæi og sumarbústaði.
Frá FBSR fóru þrír fullmannaðir bílar og sinntu þeir ýmsum verkefnum á svæðinu.
Aðalfundur fór fram í gær
Aðalfundur FBSR fór fram í gær. Mættir voru um 40 inngengnir félaga auk nokkurra nýliða.
Farið var yfir skýrslu stjórnar og hún samþykkti. Síðan var farið yfir reikning ársins en fyrir fundinn hafði gjaldkeri auk endurskoðanda tekið þá ákvörðun að reikningurinn yrði ekki samþykktur á fundinum að svo stöddu.
Teknir voru inn 3 nýjir félagar, þeir Tómas Pétur Sigursteinsson, Viktor Örn Guðlaugsson og Jóhann Garðar Þorbjörnsson.
Kosið var í stjórn félagsins. Atli Þór heldur áfram sem formaður og tveir núverandi stjórnarmenn halda áfram, þau Elsa Gunnarsdóttir og Stefán Þór Þórsson. Þeir sem hætta í stjórn eru Guðmundur Guðjónsson og Hilmar Ingimundarson (aðalmenn) og þeir Þórður Bergsson og Sigurður Sigurðsson (varamenn).
Tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir þeir Guðbjörn Margeirsson og Þórarinn Ólasson.
Tveir varamenn voru kosnir, Elsa Særún Helgadóttir og Ásgeir Sigurðsson.
Kvenndeildin sá um dýrindis kaffiveitingar á fundinum eins og venjulega.
Hnappavellir
Næstu helgi fer sveitin í sína árlegu ferð á klifursvæðið Hnappavelli. Ef þú hefur ekki áhuga á lóðréttri göngu þá eru næg tækifæri til láréttrar allt um kring. Tilkynna þáttöku til Atla.
Gæsla hjá Gæslunni
Vantar 15 manns í gæslu hjá Landhelgisgæslunni í dag, þriðjudag, frá kl 16 til 19. Hafið samband við Elsu í 8444519.
Aðalfundur þriðjudaginn 27 maí kl. 20.00
Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 27 maí nk. kl 20:00.
Dagskrá aðalfundar:
1. Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórnin gefur skýrslu um störf frá liðnu starfsári og leggur fram til samþykktar endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning liðins árs af félagslega kjörnum endurskoðendum félagsins.
3. Inntaka nýrra félaga.
4. Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000
5. Kosinn formaður (til eins árs).
6. Kosnir 2 meðstjórnendur (árlega til tveggja ára).
7. Kosnir 2 varastjórnendur (til eins árs).
8. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.
9. Önnur mál.
Við hvetjum alla félaga til að koma á aðalfundinn á hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.
Tveir núverandi stjórnarmeðlimir sitja áfram í stjórn og mun því þurfa að kjósa um 2 nýja meðstjórnendur, tvo nýja varastjórnendur og formann.
Með kveðju,
Elsa Gunnarsdóttir
Ritari FBSR
24. maí; Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli
Laugardaginn 24. maí verður flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og sér FBSR um gæslu venju samkvæmt.
15 manns þarf í gæsluna og er mæting klukkan 11 niðrá Flugvallarvegi. Gera má ráð fyrir að verkefninu ljúki um klukkan 19. Skráning í gæsluna fer fram á spjallinu eða með því að hringja í Elsu eða Stefán í síma.