Greinasafn eftir: stjorn

Við leitum að nýju fólki

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku, jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Kannski áttu þá erindi til okkar!

Við leitum að nýju fólki sem er til í að takast á við þau ótrúlega fjölbreyttu og skemmtilegu verkefni sem björgunarsveitarfólk þarf að glíma við.

Kynningarfundir fyrir nýliða verða haldnir í húsi okkar við Flugvallarveg (sjá kort hér)  1. og 4. september kl. 20.

Ef þú getur ekki mætt á kynninguna þá getur þú alltaf sent póst á netfangið [email protected] og fengið þar allar upplýsingar.

Á þessari síðu getur þú lesið örlítið um nýliðastarfið og út á hvað það gengur. Við viljum samt eindregið hvetja fólk til að mæta á kynningarfundina til fá upplýsingarnar beint í æð og sjá með eigin augum hvað við erum að gera.

 

 

 

Föstudagurinn 22.ágúst!!

Föstudaginn 22. ágúst ætlum við að hittast niðri í húsi eftir vinnu eða um 5- leytið. Ætlunin er að taka til að þrífa inni og gera fínt í kringum húsið úti. Fólk mætir bara þegar það getur og auðvitað í vinnu gallanum 

Þar sem flestir, ef ekki allir, eru að fara að taka þátt í Glitnismaraþoninu morguninn eftir og styrkja þar með sveitina um leið ætlum við að peppa hvort annað upp eftir tiltektina. Við getum þá deilt Voltaren deap heat, B-vítamíni og reynslusögum af hlaupinu yfir gómsætum kolvetnaríkum pastarétt og Kristal sport. 

Eins og á aðra viðburði sveitarinnar er absolút skyldumæting!

Hjólaferð FBSR helgina 29. – 31.ágúst.

Hjólaferð FBSR verður farin helgina 29. – 31.ágúst. Á föstudagskvöld verður keyrt að skálanum við Sveinstind. Á laugardag verður hjólað um Blautulón meðfram Eldgjá og um jeppaslóða að Álftavötnum. Á sunnudeginum verður hjólað frá Álftavötnum um Strútslaug og endað við skálann Strút og þaðan verður haldið í bæinn.
Þessi ferð er jafnt fyrir inngengna sem nýliða og þarf fólk ekki að vera í brjáluðu hjólaformi þar sem að allur búnaður verður keyrður á milli.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á spjallsíðu FBSR.

Útkall í Landmannalaugar 5. ágúst 2008

Af vefnum Landsbjorg.is.  Á sjötta tug björgunarsveitamanna leituðu erlends ferðamanns við Landmannalaugar aðfararnótt laugardags. Mun maðurinn hafa farið í gönguferð frá tjaldsvæðinu og ætlaði hann að ganga svokallaðan Skallahring upp frá Laugum. Hann skilaði sér ekki til baka og var þá hafin leit. Maðurinn fannst heill á húfi rétt fyrir klukkan sjö um morguninn. Hann var kaldur og hrakinn en vel á sig kominn að öðru leyti. Farið var með hann í skála í Landmannalaugum.

Básagæsla

Það vantar 10 manns fyrir næstu helgi, Verslunarmannahelgina, í Bása.  Því fleiri sem eru þeim mun minna er að gera.
Endilega taka bara fjölskylduna með,  hún getur þá farið í göngutúr eða skemmt sér á meðan flubbinn sinnir sínu. 
Brottför á föstudag fer eftir hvenær fólk er laust úr vinnu og þess háttar.

Sendið póst á [email protected] til að tilkynna þátttöku.

kv. Stefán Þ.

Útkall í Keflavík

Sunnudaginn 27.júlí var FBSR kölluð út vegna hættuástands á Keflavíkurflugvelli.  Var útkallið afturkallað örfáum mínutum eftir boðun en þá hafði flugvélin lent heil á höldnu með gangtruflanir í hreyfli.

Útkall í Esjuna 24.júlí 2008

Flugbjörgunarsveitin var kölluð út í gær vegna tilkynningar um nakinn mann í hlíðum Esju.  Sést hafði til mannsins um hádegið og voru björgunarsveitir kallaðar út skömmu síðar. 

Voru hópar frá sveitinni að störfum frá hádegi og frammeftir nóttu en í undirbúningi var að koma ferskum fótum á fjallið þegar maðurinn fannst í dag, föstudag.

Útkall í Keflavík

Fimmtudaginn 10. júlí var Flugbjörgunarsveitin kölluð út vegna hættuástands á Keflavíkurvelli en þar var farþegaþota að koma inn til lendingar með dautt á einum af tveimur hreyflum.

Þrettán mínutur liðu frá útkalli að afturköllun en voru þá þrír bílar sveitarinnar að leggja af stað að söfnunarsvæðinu við Straumsvík.