Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Skúli Magnússon voru á ferð í Svissnesku Ölpunum um miðjan Júní mánuð í sumar og var ferðinni heitið á fjallið ‘Bishorn’ sem er 4.153 metra hátt. Bishorn er umkringt tignalegri fjölskyldu og er Weisshorn (þriðja hæsta fjall Sviss) næsti tindur við Bishorn. Gott útsýni er einnig yfir Maatterhorn af tindi Bishorn. Því miður var veðrið þó ekki skaplegt á toppadaginn og lítið fór fyrir því stórkostlega útsýni sem Bishorn býður upp á. Þeir náðu þó á toppinn og hér er stutt ferðasaga. (ca.7MB)
Mynd 008 – Gist var í Zinal dalnum, í um 1.600 metra hæð. Skúli býr sig undir svefn
010 – fegurðinn yfir dalinn var mikil þegar við vöknuðum.
014 – lagðir af stað í gönguna. Halli pósar fyrir framan tignaleg fjöllin í baksýn. Á myndinn sést vel í Weisshorn (4.506 M), eitt tignalegasta fjallið í Svissnesku ölpunum.
015 – komnir að „trélínu“ og Skúli pósar með fallegan foss í baksýn.
016 – ágætis útsýni yfir Zinal dalinn.
018 – Komnir vel yfir „trélínu“ og landslagið orðið hrjóstugara. Skúli gerir að tilvonandi hælsæri.
021 – sökum þess hversu snemma um sumarið við vorum (miðan Júní), var snjólína nokkuð neðar en ella. Aðal vertíðin opnar ekki fyrr en um mánuði síðar (miðjan Júlí) þegar skálar opna fyrir almenningi. Hérna eru við komnir í snjólínu og Skúli tekur stefnu á skálann sem var í sjónlínu. Ský voru farin að myndast í kringum okkur.
024 – Halli tekur síðustu skrefin upp bratta hlíð sem að hrygg, þar sem skálinn situr.
025 – Hér er Skúli að taka síðustu skrefin upp á hrygginn.
026 – Hér sést skálinn (Cabane de Tacuit) sem áætlað var að gista í um nóttina (3.256m). Tacuit skálinn er með hæstu skálum í Sviss. Glitta má í Skúla sem gengur síðustu þrepin að skálanum.
028 – Skúli eldar kvöldmatinn. Skálinn var einungis með “vetraropnun“ og því aðeins hluti skálans opinn. Engin þjónusta var á staðnum og fátt um manninn.
030 – Klukkan 5 að morgni næsta dags var útsýnið hreint stórkostlegt. Skýjabakkin sem hafði blundað yfir okkur daginn áður hafði „sest“ í nánst sömu hæð og skálinn.
032 – Halli uppáklæddur og tilbúinn í slaginn kl. 05:30. Sólin farin að teygja geisla sína á nálæg fjöll og ekki er hægt að kvarta yfir útsýninu.
034 – Komnir á jökulinn sem liggur að Bishorn og enn lofar veðrið góðu.
036 – skömmu síðar fór að þykkna upp og þá þurfti að taka fram áttavitann og gps til að tryggja að við værum á réttri leið.
037 – Með okkur í skálanum um nóttina voru þrír pólverjar sem einnig voru á leið á Bishorn. Hér sást þeir ganga í sporunum okkar á leið upp jökulinn. Stuttu síðar þykknaði enn frekar upp og við sáum þá ekki aftur fyrr en undir toppnum.
038 – Komnir undir toppinn og skyggnnið nánast ekki neitt. Snjórinn var mjög þungur svona ofarlega og þurftum við að vaða hann upp að hnjám efst í fjallinu. Þá var gott að geta skiptst á að ryðja. Lítið var um myndartökur á þessum tíma en þessi er tekinn að Skúla að undirbúa sig undir síðustu spönnina. Þarna þurfti hann að krossa sprungu til að komast upp á toppinn sem sést að hluta í baksýn. Allt fór þó vel og snjóbrúin gaf sig ekki.
042 – klukkan rétt fyrir 10 um morguninn og Skúli á toppnum og útsýnið ekki neitt!
043 – Halli á toppnum
045 – skyggnið hélt áfram að versna um daginn og snjóaði nánast alla leið niður. Hér er Halli kominn í 1.900 metra og enn snjóar…
046 – Komnir á leiðarenda og loksins niður úr snjókomunni.