Í kvöld verður haldin samæfing leitarhópa og hefst hún klukkan 19. Að þessu sinni eru HSSR með umsjón með æfingunni.
Áhugasamir mæti tímanlega niðrí sveit.
Í kvöld verður haldin samæfing leitarhópa og hefst hún klukkan 19. Að þessu sinni eru HSSR með umsjón með æfingunni.
Áhugasamir mæti tímanlega niðrí sveit.
Á föstudagskvöld fara Garðar og Einar með B1 úr Botnsdal uppað Hvalvatni og eitthvað áfram en enda svo á Þingvöllum um kaffileitið á sunnudag.
Ef þig langar með skaltu hafa samband við Einar í síma 845-7313.
Þessa helgi verða B2 á fjallabjörgunarnámskeiði í bænum og, væntanlega, á Þingvöllum. Tilvalið fyrir inngengna sem vilja rifja upp spottana sína að mæta á þetta snilldar námskeið í umsjón Atla, Steinars og Svans.
Í kvöld ætlar Jón Svavars að leiða B1 í allan sannleikann um fjarskipti á námskeiðinu Fjarskipti I. Á meðan mun B2 sitja og hlusta á meðan Atli þrumar yfir þeim erindi um fjallabjörgun, RFR-lite.
Marga inngengna langar vafalaust til að rifja upp fjallabjörgunina eða fjarskiptin og hvetjum við þá til að mæta.
Mánudagskvöldið 27 október barst útkall gulur á miðjum Haustfundi FBSR. Um var að ræða innanbæjarleit í Reykjavík að ungmennum á aldrinum 14-16 sem hugsanlega höfðu slasast við sprengingu í vinnuskúr í Grundagerði. Alls tóku hátt í 20 meðlimir sveitarinnar þátt í útkallinu og ber þess að geta að hluti hópsins voru nýliðar á öðru ári í sínu fyrsta útkalli.
Haustfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldin mánudaginn 27. október nk. kl. 20.00.
Dagskrá haustfundar:
1. Fundur settur.
2. Stjórn leggur fram til samþykktar endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning.
3. Dagsrká vetrarins.
4. Önnur mál.
Við hvetjum alla félaga til að koma á haustfundinn, sýna sig og sjá aðra.
Stjórnin
Þriðjudaginn 21. október klukkan 20 verður haldinn fyrirlesturinn Aðkoma að flugslysum fyrir bæði B1 og B2 sem og inngengna. Ef langt er síðan þú hlýddir síðast á Ottó þá endilega líttu við og rifjaðu upp hvernig á að bera sig að.
Vegna ýmissa atriða hefur haustferðinni verið breytt í dagsferð.
Planið er að leggja af stað á sunnudagsmorgni
vestur á Snæfellsnes og ganga upp á Miðtind í Ljósufjöllum. Komið í
bæinn seinnipart sama dags.
Mér skilst að nokkrir flubbar hafi nú þegar talað við fararstjórana
og tilkynnt mætingu sína. Endilega skráið ykkur hér á spjallinu.
Þriðjudaginn 14. og fimmtudaginn 16.október verður verslunin Everest með kynningarkvöld fyrir björgunarsveitameðlimi og nýliða í húsnæði sínu í Skeifunni 6 frá klukkan 18:00.
Veittur verður 20% afsláttur á öllu í versluninni ásamt ýmsum öðrum tilboðum. Helstu merki eru Mountain Hardwear, Mammut, Raichle, Trezeta o.f.l.
Allir velkomnir!
Flugbjörgunarsveitin tekur þátt í jeppasýningu með samstarfsaðila sínum Ferðaklúbbnum 4×4 í Fífunni í Kópavogi um helgina. Sveitin verður með bás á sýningargólfinu og bæði Flubbar og björgunarjeppi til sýnis. Sýningin hefst kl. 18:00 á föstudag og endar á sunnudag kl. 19:00.
Fararstjórar Jón Þorgríms og Guðjón Örn.
Oddstaðavatn Ljósufjöll-Miðtindur -Borg
Síðasta haustferð endaði við Hlíðarvatní Hnappadal á Snæfellsnesi.
Nú er ætlunin að halda áfram vestur eftir Snæfellsnesinu og byrja við norðurenda Oddstaðavatns.
Laugardagurinn 18. október.
Lagt verður af stað frá Flugvallarveginum stundvíslega kl: 7:00 og ekið vestur á nes. Ekið verður eftir Heydalsvegi að norðurenda Oddstaðavatns þar sem gangan hefst.
Eftir stutt stopp og létt snarl hefst gangan. Stefnan er tekin á Rauðamelsfjall og milli Svörufells og Svartafjalls þaðan að Sandfelli þar sem verður tjaldað.
Ca 15km í beinni loftlínu.
Sunnudagurinn 19. október.
Morgunmatur kl: 7:00, síðan hefst gangan á Miðtindinn, við förum létt og skiljum tjöld og annan búnað eftir sem við þörfnums ekki. Geri ráð fyrir ca 4-5 tímum upp og niður.
Pökkum saman og göngum niður að Borg, áætlaður komutími þangað kl: 15:00.
Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.
Aðrar heimildir: Íslensk fjöll eftir Ara Trausta.
Skráning í ferðina er á spjalli FBSR, á blaði niðrí sveit eða senda póst á ritari<hja>fbsr.is
Skráningu lýkur miðvikudaginn 15. október kl. 23.00.