Greinasafn eftir: stjorn

Ferð helgarinnar

Á föstudagskvöld fara Garðar og Einar með B1 úr Botnsdal uppað Hvalvatni og eitthvað áfram en enda svo á Þingvöllum um kaffileitið á sunnudag.

Ef þig langar með skaltu hafa samband við Einar í síma 845-7313.

Þessa helgi verða B2 á fjallabjörgunarnámskeiði í bænum og, væntanlega, á Þingvöllum.  Tilvalið fyrir inngengna sem vilja rifja upp spottana sína að mæta á þetta snilldar námskeið í umsjón Atla, Steinars og Svans.

Námskeið vikunnar

Í kvöld ætlar Jón Svavars að leiða B1 í allan sannleikann um fjarskipti á námskeiðinu Fjarskipti I.  Á meðan mun B2 sitja og hlusta á meðan Atli þrumar yfir þeim erindi um fjallabjörgun, RFR-lite.

Marga inngengna langar vafalaust til að rifja upp fjallabjörgunina eða fjarskiptin og hvetjum við þá til að mæta.

Útkall gulur – Leit að týndri persónu

Mánudagskvöldið 27 október barst útkall gulur á miðjum Haustfundi FBSR. Um var að ræða innanbæjarleit í Reykjavík að ungmennum á aldrinum 14-16 sem hugsanlega höfðu slasast við sprengingu í vinnuskúr í Grundagerði. Alls tóku hátt í 20 meðlimir sveitarinnar þátt í útkallinu og ber þess að geta að hluti hópsins voru nýliðar á öðru ári í sínu fyrsta útkalli.

Haustfundur

Haustfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldin mánudaginn 27. október nk. kl. 20.00.

Dagskrá haustfundar:
 
1.      Fundur settur.
2.      Stjórn leggur fram til samþykktar endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning.
3.      Dagsrká vetrarins.
4.      Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að koma á haustfundinn, sýna sig og sjá aðra.

Stjórnin

Haustferð breytist í dagsferð

Vegna ýmissa atriða hefur haustferðinni verið breytt í dagsferð.

Planið er að leggja af stað á sunnudagsmorgni
vestur á Snæfellsnes og ganga upp á Miðtind í Ljósufjöllum. Komið í
bæinn seinnipart sama dags.

Mér skilst að nokkrir flubbar hafi nú þegar talað við fararstjórana
og tilkynnt mætingu sína. Endilega skráið ykkur hér á spjallinu. 

 

Afsláttarkvöld í Everest

Þriðjudaginn 14. og fimmtudaginn 16.október verður verslunin Everest með kynningarkvöld fyrir björgunarsveitameðlimi og nýliða í húsnæði sínu í Skeifunni 6 frá klukkan 18:00.
Veittur verður 20% afsláttur á öllu í versluninni ásamt ýmsum öðrum tilboðum. Helstu merki eru Mountain Hardwear, Mammut, Raichle, Trezeta o.f.l.
Allir velkomnir!

 

Haustferð FBSR 2008 18 – 19. október

Fararstjórar Jón Þorgríms og Guðjón Örn.

Oddstaðavatn –Ljósufjöll-Miðtindur -Borg

Síðasta haustferð endaði við Hlíðarvatní Hnappadal á Snæfellsnesi.

Nú er ætlunin að halda áfram vestur eftir Snæfellsnesinu og byrja við norðurenda Oddstaðavatns.

Laugardagurinn 18. október.

Lagt verður af stað frá Flugvallarveginum stundvíslega kl: 7:00 og ekið vestur á nes. Ekið verður eftir Heydalsvegi að norðurenda Oddstaðavatns þar sem gangan hefst.

Eftir stutt stopp og létt snarl hefst gangan. Stefnan er tekin á Rauðamelsfjall og milli Svörufells og Svartafjalls þaðan að Sandfelli þar sem verður tjaldað.

Ca 15km í beinni loftlínu.

Sunnudagurinn 19. október.

Morgunmatur kl: 7:00,  síðan hefst gangan á Miðtindinn, við förum létt og skiljum tjöld og annan búnað eftir sem við þörfnums ekki. Geri ráð fyrir ca 4-5 tímum upp og niður.

Pökkum saman og göngum niður að Borg, áætlaður komutími þangað kl: 15:00.

Landakort: Blað 25 Hnappadalur 1:100,000.

Aðrar heimildir: Íslensk fjöll eftir Ara Trausta.

Skráning í ferðina er á spjalli FBSR, á blaði niðrí sveit eða senda póst á ritari<hja>fbsr.is

Skráningu lýkur miðvikudaginn 15. október kl. 23.00.