Um klukkan hálf eitt aðfaranótt fimmtudagsins 11.desember var sveitin kölluð út vegna göngumanna er saknað var á Fimmvörðuhálsi. Tæpum tíu mínutum síðar voru boðin afturkölluð en þá höfðu mennirnir komið fram í Básum heilir á höldnu. Boðunin gekk vel og var ekki langt í að fyrsti bíll legði af stað.
Greinasafn eftir: stjorn
Gönguskíði í janúar
Í byrjun janúar verður farið í 5 daga gönguskíðaferð á hálendinu. Þrjár leiðir eru í sigtinu en ein valin þegar nær dregur og veður og færi liggja ljósar fyrir. Frekari upplýsingar eru á innranetinu.
Leit að alsheimersjúkling
Laugardaginn 6. desember var boðað til leitar að alsheimersjúklingi í Reykjavík. Var hópur á vegum sveitarinnar mættur í hús þegar maðurinn fannst og útkallið afturkallað.
Leit að rjúpnaskyttu
Þann 29. nóvember hófst leit að rjúpnaskyttu við Skáldabúðaheiði. Leitin stóð í tæpa viku áður en henni var frestað um óákveðin tíma. FBSR var með menn á svæðinu alla dagana utan miðvikudags og fimmtudags en þá fór endurskipulagning leitar fram.
Þriðjudagsatburður – Óveðursútköll
Eftir áramót verða þriðjudagarnir efldir á ný en til stendur að vera með fyrirlestra, ferðir og ýmislegt sniðugt fyrir inngengna á þriðjudögum til móts við nýliðana.
Útkall gulur – Leit að rjúpnaskyttu
Leit stendur yfir að rjúpnaskyttu sem saknað hefur verið í uppsveitum Árnsessýslu síðan á laugardag.
Á sunnudag tóku 15 manns frá FBSR þátt í leitinni en um 150 björgunarsveitarmenn úr 30 björgunarsveitum af öllu Suðvesturlandinu hafa komið að leitinni. Í morgun hélt 13 manna hópur austur á 3 bílum frá sveitinni en leit átti að hefjast að nýju við birtingu.
Leitarsvæðið er stórt og erfitt yfirferðar. Þó hefur tekist að fara nokkuð vel yfir það. Engar vísbendingar hafa enn fundist um ferðir mannsins. Búið er að vera ágætis veður en kalt á fjöllum. Í nótt snjóaði á svæðinu.
Ferð helgarinnar
Næstu helgi er á dagskrá jeppaferð en farið verður í Nýjadal og Laugafell.
3 laus sæti eru í fbsr 4 & 5 en allir jeppar á 38" og stærri eru velkomnir með.
Nánari upplýsingar gefa.
Óli Magg 6958590
Maggi 6699351
Halldór 6954998
Opinn stjórnarfundur 24.nóvember
Minnum á opinn stjórnarfund sem fram fer á mánudaginn 24. nóvember kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir eru haldnir síðasta mánudag í mánuði. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á [email protected].
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
Hellweekend og fyrstahjálp
Eftir að hafa verið eins og blóm í eggi síðasta árið mun annars árs nýliðum okkar nú skellt á steikarpönnuna á Hellweekend undir tryggri stjórn Matta (skratta).
Á sama tíma mun B1 vera í fyrstuhjálparæfingum að Flugvallarvegi en í siðasta mánuði tóku þau fyrstuhjálp 1 og er verið að bæta við verklega æfingahlutann. B1 verður undir stjórn Kittu og Emils.
Ef þig langar til að taka þátt í öðrumhvorum atburðinum skaltu hafa samband við þau eða Stefán Þ.
B1, Botnsdalur- Þingvellir
Helgina 7-9 nóvember fór B1 í litla göngu undir leiðsögn Garðars og Einars. Hér á eftir fer frásögn Krunku af ferðinni (tekið af síðu hópsins):
Föstudagur:
Sveitarbílarnir hentu okkur út við hliðið upp að Glym í Botnsdal og þaðan löbbuðum við um 1 km inn fyrir eða þar til við fundum þennan líka slétta og fína grasbala rétt við ánna. Eftir tjöldun fengu 2 úr hópnum sér kvöldgöngu og datt annar út í á og braut á sér báðar lappir, honum tókst þó að draga sig upp úr ánni á meðan hinn hljóp á eftir hjálp en á leiðinni datt hann og missté sig!!
Þá komum við til bjargar og fengum fyrir vikið æfingu í talstöðvarsamskiptum, spelkun og burði á um 2m manni UPP brekku!! (Börurnar eru m.a.s. of litlar fyrir hann Gunnar okkar!!)
Eftir að búið var að fara yfir þessa æfingu fór ein úr hópum eitthvað á röltið og datt líka svona illa í brekkunni fyrir ofan ánna og við komum og smelltum henni yfir á bakbrettið í góðum halla!!
Laugardagur:
Ræs kl. 7:30 og 10/15 mín seinna var gengið á tjöldin og séð til þess að allir væru vaknaðir!!
Gengum, með skelina, upp með ánni upp að Glym – tók vel á en held að allir hafi verið rosa ánægðir með sig að hafa druslað þeim þarna upp.
Þegar upp var komið veiktist einn í hópnum og var snúið við með hann. Við hin héldum áfram með Einari, að Hvalvatni og svo meðfram því. Þegar þarna var komið við sögu hafði Arnór komið upp með þetta snilldar kerfi á skelina, þ.e. 2 og 2 voru pöruöð saman og nr. frá 1 upp í 7 og svo var bara system á burðinum og gekk hann mun betur eftir það. Héldum svo áfram vegslóða niður að Ormavöllum (um 16km) en þar tóku Garðar og Stjáni á móti okkar.
Vorum svo búin að tjalda fyrir myrkur!! Og þá var að reyna að hafa ofan af fyrir sér til að fara ekki bara að sofa kl. 19 og vakna um miðnætti!!
Sunnudagur:
Ræs kl. 8:30 og Einar sá til þess að allir væru vaknaðir skömmu síðar. En þess má geta að Garðar fór aftur heim með Stjána og skildi Einar einan eftir með okkur!!
Það fréttist af 3 einstaklingum sem höfðu fengið sér göngu inn gil nokkurt þarna skammt frá sem við tjölduðum og ekkert hafði heyrst til í 2 sólarhringa svo við fórum á stúfanna og fundum fljólega einn sem hafði hrapað niður í gilið og var ill meiddur, hluti af hópnum fór í að hlúa að honum á meðan við hin héldum leitinni áfram fundum tvær stúlkur sem ekkert amaði að en þeim var orðið mjög kallt og fengu því teppi og kakó
Við bárum svo hinn slasaða á börunum yfir ánna á glerálum steinunum og yfir girðingu!
Lögðum svo í hann upp Ármannsfellið skelinn tók vel í en þegar upp var komið í skarðið var þetta bara orðið gaman snjór hér og þar þar sem hægt var að draga skelina og svona voða fjör
Toppuðum Ármannsfellið án skeljar og bakpoka – spurning samt hvort hefði ekki verið gáfulegra að taka pokana með þar sem það var nær óstætt þarna uppi!! EN hatturinn fór með upp :p
Leiðin niður gekk, en ekki kannski alveg eins smúð og hefði getað verð en það var bara gaman að drusla skelinni upp úr gilinu og svo áfram niður
Lærdómur ferðarinnar:
Það er ekki svo auðvelt að bera þunga menn í börum upp brekkur eða yfir ár! Og það er heldur ekki svo auðvelt að bera tómar börur uþb 10km á mann (gengum 33km um helgina).
Við lærðum meira í fyrstu hjálp með hverri æfingunni sem við tókum, við lærðum betur á talstöðvarsamskipti og við æfðum okkur í að taka stefnu á korti.
Held að við séum öll sammála um að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík og ber að þakka Garðari fyrir að detta í hug að taka skelina með og Einari fyrir að taka heils hugar undir þá hugmynd
Það sem mörgum okkar þótti einnig standa upp úr þessari ferð var að í þetta skiptið gekk hópurinn saman, því börurnar réðu ferðinni og var ákveðinn stemmari í því
Þess má svo geta að á þriðjudaginn eftir skokk verður hóp nudd á axlir!!!
Takk fyrir frábæra helgi
Kv.
Bangsamamma