Greinasafn eftir: stjorn

Tindfjöll um helgina

Nýliðahóparnir stefna í Tindfjöll um helgina. Mæting í hús kl. 19.00 og lagt verður af stað kl. 20.00.

B2 munu reyna við tindinn og ganga sem næst honum á föstudagskvöld.

B1 fer í fjallamennsku 1 og Snjóflóða námskeið.

Gist verður í tjöldum.

Þeir sem hafa áhuga á að slást með i ferðina tilkynni þátttöku til Steinars á email: [email protected] fyrir kl. 11.00 á fimmtudag. 

Opinn stjórnarfundur

Minnum á opinn stjórnarfund mánudaginn 26. janúar kl. 20.00. Opnir stjórnarfundir eru haldnir síðasta mánudag í mánuði. Dagskrá hvers fundar fer eftir hvað er að gerast á hverjum tíma og ef þið hafið einhver sérstök málefni sem þið viljið ræða þá endilega látið okkur vita með því að senda póst á ritari[hja]fbsr.is.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.

Bergmenn – Fjallaleiðsögumenn

Hinn landsþekkti klifrari, UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumaður og Flubbi í húð og hár Jökull Bergmann hefur sagt kreppunni stríð á hendur og sett í loftið nýja heimasíðu www.bergmenn.com fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn – Fagmenn í fjallaleiðsögn.Þetta er alger nýjung í framboði á fjallaferðum á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á t.d Þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga þar sem dýrmætum erlendum gjaldeyri verður dælt inní landið.

Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir. Jökull býður uppá magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga en hann er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumanna gráðu. Þetta er árangur yfir tíu ára þrotlausrar þjálfunnar og prófaferlis sem er án efa eitt það erfiðasta í heiminum þar sem aðeins um 10‰ þeirra sem hefja námið ná að ljúka fullum réttindum.

Jökull starfar víðvegar um heiminn við fjallaleiðsögn allt árið um kring m.a í Kanada yfir köldustu vetrarmánuðina í þyrluskíða leiðsögn, á Íslandi á vorin í fjalla og þyrluskíðaferðum. Jökull hefur einnig um árabil boðið uppá ferðir á Hvannadalshnúk og fleiri fjöll á Íslandi. Alparnir, Afríka, Suður Ameríka og Nepal eru einnig á lista yfir þá staði sem Jökull starfar reglubundið á. FBSR óskar Jökli til hamingju með gráðuna og glæsilega heimasíðu.

Grímsfjall

Helgina 16. – 18. janúar ætla bílahópar á svæði 1 að fara saman í gufubað á Grímsfjalli. Enn eru einhver sæti laus í sveitarbílum.

Skráning og frekari upplýsingar hjá Halldóri – halldorgm<hjá>gmail.com eða í síma 695-4998

Lokafrágangur

Tiltekt eftir flugeldasölu er árlegur viðburður og hefur vaskur hópur sinnt verkinu undanfarna daga.   Það sem eftir er mætti kalla snurfuss en í því felst að skúra gólf, fægja glugga og flytja til sófasett.  Í kvöld klukkan 18 verður haldið áfram tiltektinni og sjáum við vonandi sem flesta.

Ef þú kannt ekki á kúst þá skaltu hafa samband við Sigurgeir í síma 772-7400 og hann kemur þér í samband við réttu lagermennina en enn á eftir að flokka og telja einhverja kassa af söluvöru.

Leit að tveim mönnum í Skarðsheiði 20.desember 08

Af vef SL:
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu á laugardagskvöld tveggja manna sem villtust í slæmu veðri í Skarðsheiði undir kvöldið. Annar mannanna fannst fljótlega heill á húfi en símasamband var við hinn manninn meðan hans var leitað. Hátt í hundrað manns á vegum björgunarsveitanna komu að leitinni.  Skafrenningur og töluverður vindur var á svæðinu og færð þung sem tafði fyrir björgunarmönnum.
Seinni maðurinn fannst um klukkan 22.00, kaldur og hrakinn og sótti þyrla Landhelgisgæslunnar hann.

Var einn fjögurra manna bíll sendur frá sveitinni auk þess sem tveir flubbar fóru með bíl frá hssr.

Óveður á svæði 1

Að kvöldi 11.desember var sveitin kölluð út vegna óveðurs á svæði 1.   14 félagar mættu til leiks og stóðu vaktina til að ganga eitt í nótt.  

Nokkur erill var í aðgerðum og mörgum hefðbundnum verkefnum sinnt á borð við lausar þakplötur og fjúkandi girðingar en einnig verkefni sem ekki eru jafn algeng eins og brotnir ljósastaurar og að huga að landfestum skipa en sjótengd verkefni hafa löngum fallið öðrum sveitum í skaut.