Greinasafn eftir: stjorn

Skíðaferð til Akureyrar

Vegna bágborinna snjóalaga og krapa víða um land ætla B1 og B2 að slaufa
gönguskíðaferð sinni um næstu helgi (27.feb – 1.mars) og leggja í óvenjulega skíða-Flubbaferð norður til Akureyrar

Mæting er kl. 19:00 á föstudaginn í FBSR og brottför kl. 20:00.

Gisting verður að öllum
líkindum í tjöldum.

Fólk er hvatt til þess að mæta útbúið snjóflóðabúnaði
og tilbehör til þess að geta farið af öryggi eitthvað upp fyrir hefðbundið
skíðasvæði.

Eins og í allar ferðir eru inngengnir hvattir til að mæta.Tilkynnið þátttöku til Steinars í síma 6915552 eða á [email protected]

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

 

Árshátíð FBSR

Árshátíð FBSR verður haldin í skíðaskálanum í Hveradölum laugardaginn 7. mars nk.

 

Samkvæmið hefst með fordrykk í húsi FBSR kl 17:30 og svo kl 18:30 mun rúta flytja mannskapinn í skíðaskálann. Þar verður boðið upp á glæsilega 3 rétta máltíð að hætti skíðaskálans. Veislustjóri kvöldsins er okkar eina sanna Sveinborg og mun hún sjá um að halda stemningunni uppi.

 

Úrslit ljósmyndasamkeppninnar verða tilkynnt og B1 og B2 munu sýna hvað í þeim býr með frábærum skemmtiatriðum. DJ Automan og DJ Mooserwirt sjá svo til þess að dansgólfið verði heitt í lok kvöldsins.

 

Þema kvöldsins er ofurhetjubjörgunarþema og verða veitt verðlaun fyrir bestu túlkunina. Rúta mun svo flytja fólkið í 101 í lok kvölsins. 


Miðaverð er aðeins 4500 og allt innifalið. Miðasala verður á Flugvallarvegi mánudaginn 2. mars og þriðjudaginn 3. mars frá kl. 19:00 og frameftir.

 

Ljósmyndasamkeppni FBSR

Í tengslum við árshátíðina í ár verður Ljósmyndasamkeppni FBSR haldin í fyrsta sinn. Dómnefndina skipa Jón Svavarsson, Ásgeir Sigurðsson og Ragnhildur Magnúsdóttir. 

Skilafrestur á myndum er til hádegis 2.mars en úrslit og verðlaunaafhending verða á árshátíð sveitarinnar laugaraginn 7.mars.

 

Reglur og fyrirkomulag keppninnar eru eftirfarandi…


 

  • Keppt er í 3 flokkum; (1) opinn-flokki, (2) þema-flokki „Snjór" og (3) myndaröð.

  • Hver
    þáttakandi má senda hámark 5 myndir í opinn-flokk og þema-flokk hvorn
    fyrir sig. Senda má 2 myndaraðir sem innihalda 3-5 myndir hver. Ekki er
    skylda að senda í alla flokka, þáttakandi má þess vegna senda eina mynd.

  • Nafnleynd
    skal vera á sendum myndum. Skila þarf myndum í rafrænuformi á CD disk,
    aðgreina þarf myndir í 3 möppur á disknum með heiti þess flokks sem
    keppt er í. Disknum skal skilað í umslagi með dulnefni og fylgja þarf
    með í lokuðu umslagi réttar upplýsingar um höfund mynda (nafn,
    kennitala og símanúmer).

  • Þar
    sem um er að ræða fyrstu keppni af þessu tagi eru ekki takmörk á því
    hvenær myndin er tekin aðeins það að hún tengist starfi
    Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

  • Skilafrestur
    á myndum er til hádegis 2. mars, þeim skal skilað til dómnefndar á
    Flugvallaveg í póstkassa merktum Ljósmyndakeppni FBSR 2009

Nú er um að gera að drífa sig út að taka myndir og/eða grafa upp eldri myndir úr safninu!
  

Skíðapreppið

Þriðjudaginn 3.febrúar var haldin sýnikennsla í skíðapreppi þar sem Bubbi fór yfir hvernig vinna á upp botn skíðanna og gera helstu lagfæringar á rennslisfletinum og köntum.  Þótti kvöldið heppnast einstaklega vel og nokkuð ljóst að þörf var á að fræða marga um viðhald búnaðarins. 

Við notum tækifærið og minnum á að þriðjudagar eru flubbadagar og ef ekki er eitthvert námskeið í gangi þá er viðburður af einhverju öðru tagi.  Flubbum þarf aldrei að leiðast á þriðjudögum.

Hverju á ég von á?

Jónas Guðmundsson stendur fyrir námsskeiðinu  ,,Hverju á ég von á?“ niðri í   sveit þriðjudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:00. Farið er yfir viðbrögð  björgunarmanna við erfiðar aðstæður í tengslum við andlát eða alvarleg slys. Farið er yfir lykilatriði um öryggi björgunarmanna. Allir félagar velkomnir

Félagakvöld – Skíðaprepp

Þriðjudaginn 3.febrúar verður félagakvöld. Að þessu sinni ætlar Bubbi að fræða okkur um hvernig best er að vinna botninn á skíðnum og hvað það felur í sér. Um að gera að mæta með skíðin.

 

Aðra helgina í febrúar er á dagskrá gönguskíðaferð þannig að það er um að gera að gera skíðin klár!

 

Gamanið hefst kl 20.00.

Miðsvetrarfundur FBSR

Miðsvetrarfundur FBSR verður haldinn á Flugvallarveginum mánudaginn 2.febrúar.

Á fundinum verður farið yfir dagskrána fram á vor og rædd þau mál sem hvíla á félagsmönnum. Ekki verður lagður fram ársreikningur síðasta árs þar sem hann er enn í vinnslu.

Í hléi verður kvennadeildin með sínar margrómuðu veitingar sem að venju kosta 1000 krónur.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
Stjórnin