Þann 25. mars var leitað að eldri konu í Grafarvogi. Tæpri klukkustund eftir útkall var konan fundin heil á húfi.
Greinasafn eftir: stjorn
Leit að manni 22.mars
Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudags var hafin leit að sykursjúkum manni í Grafarholti. Hafði hann tilkynnt til 112 að hann væri villtur og á leið í sykurfall, var því brugðist skjótt við og sendir leitarflokkar á svæðið. Ekki leið á löngu þar til búið var að finna manninn en aðgerð var lokað um klukkustund eftir útkall.
Leit að Aldísi 21.mars
Laugardaginn 21.mars var haldið til leitar að Aldísi Westergren sem saknað hafði verið í síðan um miðjan febrúar. Þyrla LHG fann Aldísi í Langavatni.
Útkall í Skarðsheiði 28.mars
28.mars var sveitin kölluð út til bjargar konu sem féll í Skarðsheiði. Tveir bílar frá sveitinni fóru en auk þeirra voru félagar sveitarinnar að störfum fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn á svæðinu og tóku þeir einnig þátt í verkefninu.
Í það heila komu um 120 björgunarmenn að aðgerðinni sem stóð frá því um 14 fram undir kvöld.
Sviðafundir
Þriðjudaginn 31.mars klukkan 20:00 verður sviða-vinnukvöld á Flugvallarveginum. Ætlunin er að taka stöðuna á öllum sviðum sveitarinnar, sjá hvort eitthvað vanti og þá að forgangsraða úrvinnsluatriðum.
Kvöldið verður þannig að settir verða upp vinnuhópar fyrir hvert svið og farið yfir málefni þess. Í hverjum hóp verður fulltrúi stjórnar og umsjónarmaður sviðsins auk þeirra sem áhuga hafa á tilteknum atriðum.
Frestun á leitartækniæfingu
Sökum óviðráðanlegra aðstæðna verður leitaræfingunni sem halda átti í kvöld frestað um óákveðin tíma.
Leit að konu
Um klukkan 04 aðfaranótt 17. mars 2009 var pípt út leit að konu í Grafarholti. Fannst hún heil á húfi um klukkustund síðar.
Leit að konu
27.febrúar 2009 var sveitin kölluð út til leitar innan borgarmarkanna að 37 ára konu. Leit var haldið áfram 28.febrúar og 5.mars en án árangurs.
Fjallamennska að atvinnu
Miðvikudaginn 18. mars ætlar Jökull Bergmann að snúa aftur til útungunarstöðvar sinnar og segja okkur frá því sem hann hefur verið að bralla síðustu misserin. Hvað felst í því að vera UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaður og hvernig maður á að bera sig að í náminu og vinnunni.
Hefst klukkan 19:30.
Gott framtak hjá ISALP
Í kvöld klukkan 20 mun Íslenski Alpaklubburinn standa fyrir umræðukvöldi um öryggi á fjöllum. Til stendur að ræða snjóflóð, hrun, lélegar tryggingar í klifri og önnur efni eftir því sem þátttakendur bera upp. Hvetjum við alla sem vilja kenna sig við fjallamennsku til að mæta í Klifurhúsið og taka þátt, hlusta og læra af reynslu annarra.