Greinasafn eftir: stjorn

Fyrsta hjálp & Fjallabjörgun

Er ekki kominn tími til að rifja upp fyrstu hjálpina? en fjallabjörgunina? Um helgina verða námskeiðin Fyrsta hjálp I og Fjallabjörgun fyrir nýliða sem og inngengna.

Fyrsta hjálp I verður kennd í Björgunarsveitarhúsinu í Grindavík og er mæting á Flugvallarveg 18.30. Umsjón með námskeiðinu hefur Agnes – agnessvans83[hjá]gmail.com

Fjallabjörgun verður kennd á föstudagskvödið á Flugvallarveginum og svo dagsferðir bæði á laugardag og sunnudag. Umsjón með námskeiðinu hefur Atli Þór – atliaid[hjá]gmail.com

Við hvetjum félaga til að taka þátt í námskeiðum til upprifjunar og æfinga – hvort sem er námskeiðin í heild eða að hluta til.

Útkallsæfing FBSR

Í gær 1. október var fyrsta útkallsæfing vetrarins haldin. Útkallið barst 19:15 og allir voru komnir aftur í hús kl. 22. Almenn ánægja var með þetta nýja æfingafyrirkomulag og þó allt hafi gengið í meginatriðum vel fann hópurinn hvað mætti gera betur. Yfir 20 Flubbar tóku þátt í æfingunni á FBSR-1, FBSR-3, FBSR-4 og FBSR-5.

Ein útkallsæfing verður í mánuði í allan vetur og eru þær opnar öllum Flubbum, enda ekki hugsaðar fyrir staka sérhæfða hópa, heldur sveitina sem eina samvinnuheild. 

Fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins

Fimmtudaginn 1.október verður fyrsta Flugbjörgunarsveitaræfing vetrarins. Æfingastjóri skipuleggur sveitaræfingar og í þeim verða verkefni við allra hæfi. Sveitaræfingarnar verða haldnar reglulega í vetur og eru nauðsynlegur þáttur í að efla liðsheild, hæfni og traust félaga.

Mæting í hús kl 19 – úkall kl 19.15.

Mætum öll!

 

Haustferð Jóns Þorgrímssonar

Helgina 25. – 27. september verður haldið i Haustferð FBSR. Matti Zig verður fararstjóri að þessu sinni en ferðin verður í anda Jóns Þorgrímssonar og heitir jafnframt eftir honum. Ferðaáætlunin í ár hjómar þannig: Landmannalaugar – Strútslaug – Strútsskáli (Strútur) 

 Lagt verður af stað í Landmannlaugar á föstudagskvöld kl 20:00. Tjaldað þar og að sjálfsögðu verður fótabað í lauginni.
Laugardagurinn fer í það að koma sér að Strútslaug. Tveir möguleikar eru fyrir hendi:
   A) Að fara yfir Torfajökul og niður Laugaháls eða
B) að fara norður fyrir Torfajökul og ofaní Muggudali og þaðan að Strútslaug, þar sem hópurinn fer að sjálfsögðu í bað. Á sunnudaginum verður farið frá Strútsstígur að Strútsskála þar sem hópurinn verður sóttur.

Skráning á skráningarblöðum á Flugvallarvegi eða hjá mattizig[hja]simnet.is

Íslenska alþjóðasveitin stóðst prófið

Íslenska alþjóðasveitin hlaut í gær formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit frá INSARAG, sem eru samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. 10 manna útektarteymi frá INSARAG hefur undanfarna daga verið með sveitinni á strangri æfingu á Gufuskálum á Snæfellsnesi.

Umsögnin sem sveitin hlaut frá úttektarteyminu að æfingu lokinni var afar góð. Þar sagði m.a. að sveitin hafi sýnt mikla fagmennsku í öllum verkum sem leiddi til góðrar frammistöðu. Einnig var tekið eftir afar öguðum vinnubrögðum og góðum anda innan hennar.

Fyrsta námskeið nýliða

Þriðjudaginn 8.september klukkan 20 verður fyrsta námskeið hjá nýjum hóp nýliða. Verður þar farið í hluta af námskeiðinu Ferðamennska þar sem farið er yfir grunnatriði ferðamennsku – ferðahegðun, fatnað, einangrun, útbúnað ofl. Námskeiðið fer fram í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg.

Helgina 12. – 13. september verður svo fyrsta nýliðaferðin en farið verður yfir Heiðina Háu.

Nýliðakynningar

Hefur þú hugleitt að snjór geti verið eitthvað annað en það sem er
fyrir manni í umferðinni? Gætir þú hugsað þér að stunda fjallamennsku,
jeppamennsku, vélsleða eða jafnvel fallhlífastökk? Ert þú þessi týpa
sem gætir hugsað þér að vera til taks þegar aðrir eru í neyð? Kannski
áttu þá erindi til okkar!

Þriðjudaginn 1. september og fimmtudaginn 3. september – kl 20 – verða haldnar nýliðakynningar í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg.

Sjáumst!
 

Haustfagnaður

Föstudaginn 21.ágúst verður
Tiltektar-Haustfagnaður-FBSR þar sem allt verður gert skínandi hreint
og fínt fyrir veturinn. Það er ýmislegt sem þarf gera þannig að allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Mæting uppúr 5 í vinnugallanum, með hamarinn í annarri hendi og
bónklútinn í hinni. Veitingar í boði þegar verkefnalistinn verður
tómur.

Verkefnalistinn kemur á innranetið í vikunni. Ef einhver man eftir
einhverju sem hugsanlega leynist ekki á listanum þá sendið póst á
ritara sem kemur því áleiðis.

Absolút skyldumæting!

Aðalfundur FBSR

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 24.ágúst nk. kl. 20.00.

Fundarboð hefur verið sent út. Ef einhver félagi fær ekki fundarboð á næstu dögum eða ef einhver sem fær fundarboð óskar eftir að fá það ekki í framtíðinni þá vinsamlegast hafið samband við ritara – ritari[hja]fbsr.is

Athugið að aðalfundur er eingöngu fyrir félaga sveitarinnar.

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fund.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
4. Endurskoðaður rekstrar og efnahagsreikningur 2008 og umræður um hann.
5. Inntaka nýrra félaga.
6. Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000
7. Kosning formanns (til eins árs).
8. Kosning tveggja meðstjórnenda (árlega til tveggja ára).
9. Kosning tveggja varastjórnenda (til eins árs).
10. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
11. Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að mæta á aðalfundinn og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.