Opinn sveitarfundur verður haldin kl. 20.00 þriðjudaginn 24. nóvember.
Greinasafn eftir: stjorn
Björgunarstörf í náttúruhamförum – ráðstefna
Í tilefni 40 ára starfsafmælis Hjálparsveitar skáta Garðabæ efnir sveitin til ráðstefnu og pallborðsumræðna um náttúruöflin á Íslandi og hvernig björgunaraðilar geti búið sig undir hjálparstarf á hamfarasvæðum. Fengnir hafa verið færustu sérfræðingar á sínu sviði til að fjalla um málefnið. Ráðstefnan fer fram laugardaginn 21. nóvember í hátíðarsal Jötunheima, húsnæðis Hjálparsveitar skáta Garðabæ við Bæjarbraut.
Ármann Höskuldsson og Hörður Már Harðarson stýra ráðstefnunni og Jón Gunnarsson alþingismaður stýrir pallborðsumræðum.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Sleðamessa
Sleðamessa
björgunarsveitanna verður laugardaginn 14. nóvember í húsi
Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að Flatahrauni 14, 220 Hafnarfirði.
Björgunarsveitarmenn eru hvattir til að kynna sér dagskrá sleðamessunar
en margir áhugaverðir fyrirlestrar eru í boði. Á sunnudeginum 15.
nóvember verður síðan sleðamessa fyrir almenning þar sem eru
einnig erindi sem eru áhugaverð fyrir björgunarsveitarmenn.
Kl. 13:00 Fyrirlestur vorferðir á jöklum
Fyrirlestur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg
Kynning hvað er að gerast í tetra og svo eru þeir sem eru búnir að vera að aka með tetra hvernig útfærslu
Hvernig á að stilla CTI spelkur kennsla.
Kaffihlé.
Notkun og eftirspurn Sleðagalli SL, ílar, Vesti, Hnéspelkur. Eru ekki örugglega allir að nota þessa hluti?
Kynning og afhending á Reitakerfinu.
Umhirða og stillingar á sleðum.
Útkall í Skessuhorn.
Umræða um framkvæmd og framhald sleðamessu.
Sleðamessu lokið um 18:00
Kl. 10:30 Húsið opnar Eftirtalin fyrirtæki á staðnum – Sjóvá, IMG Aukaraf, Garmin Ísland, Össur.
Kl. 11:00 Snjóflóðaleit og félagabjörgun Fyrirlesari Árni H.S.S.K.
Kl. 12:00 Hádegis hlé myndasýning á skjávarpa.
Kl. 13:00 Ofkæling á fjöllum Fyrirlesari Guðmundur F.B.S.R.
Er sleðinn í lagi fyrir ferðina fyrirlesari Halldór
Sprungur og svelgir á jöklum Þór F.B.S.R.
Sleðamessu slitið.
Leitarsvið – fyrsta hjálp
Í kvöld, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20 ætlar leitarsvið að hittast og
skerpa á fyrstu hjálpinni. Allir velkomnir.
Minni einnig á samæfingu leitarhópa næsta mánudag, 9. nóvember kl. 19,
en hún er í umsjón Ársælinga. Þema æfingarinnar verður slóðaleit og
fyrsta hjálp.
Kveðja
Leitarsvið – EVM
Rýnifundur – frestun
Rýnifundur með svæðisstjórn sem vera átti á morgun, 4.11. 2009 frestast til 2.12.2009 þar sem lítið hefur verið um útköll á tímabilinu.
Sveitarfundur 27. október
Annar sveitarfundur vetrarins var haldin þriðjudaginn 27. október sl.
Það var góð mæting hjá bæði nýliðum og inngengnum. Það sem helst var rætt var sala á Neyðarkallinum sem fram fer næstu helgi, 5-8. nóvember. Svo ræddi Siggi Sig aðeins um lög og starfsreglur félagsins og bar þá einnig á góma lög SL en hérna má finna lög og reglur SL sem eiga við allar björgunarsveitir.
Félagar óskast í heimastjórn
Undanfarin
ár hefur heimastjórn FBSR verið óvirk en síðast liðinn vetur ákvað
stjórn FBSR að setja í gagn nýtt fyrirkomulag þar sem stjórnarmenn hafa
skipst á að taka heimastjórn í útköllum. Þetta hefur gengið ágætlega en
nú leitum við eftir fleiri aðilum til að sinna þessu mikilvæga
hlutverki.
Að vera í heimastjórn felur m.a. í sér:
- opna hús FBSR í upphafi útkalls, vera til taks í húsi og hafa yfirsýn
- að stjórna félögum í útkalli
- vera tengiliður við aðgerðastjórn
- skrá mætingu í aðgerðagrunn SL og á tilkynningatöflu í húsi
- kalla út mannskap ef þess er þörf
Áhugasamir hafi samband við formann á formadur(hja)fbsr.is
Dagsferð á Þyril
Fjallasvið ætlar að standa að dagsferð á Þyril í Hvalfjarðasveit
(Skessuhorn til vara) laugardaginn 17. okt. Allir félagar velkomnir
með. Nánari skipulagning liggur fyrir eftir fimmtudagsfund sviðsins.
Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR
Áttu fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið
hreyfðar lengi? Vantar þig fjallaskíðaskó í 43? Lumarðu kannski alveg
óvart á þremur prímusum og auka loftdýnu af því þú gast ekki ákveðið
þig á sínum tíma hvað væri best? Viltu gera fáránlega góð kaup á
reyndum fjallagræjum? Ertu að svipast um eftir reyndu göngutjaldi?
Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.
Þetta er annað árið í röð sem ÍSALP heldur
búnaðarbazar í samstarfi við FBSR. Mæting var góð í fyrra en við höfum
ríka ástæðu til þess að halda að í ár verði pakkað út úr húsi.
Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg
Hvenær: Fimmtudagskvöldið 15. Október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30
Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.
Óveðursútkall 9. október
Útköll björgunarsveita vegna óveðursins voru um 150 talsins. Á
höfuðborgarsvæðinu voru þau 80, um 30 í Vestmannaeyjum og einnig var
nokkuð um útköll á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi.
Um 15 manns stóð vaktina á vegum FBSR á þremur bílum og í heimastjórn frá kl. 10.30 á föstudagsmorgun fram til kl. 20.30 á föstudagskvöld.
Á sama tíma útkallsliðið var að koma í hús eftir daginn voru um 40 nýliðar úr B1 á leið á Fyrstu hjálpar námskeið í Grindavík og um 20 nýliðar úr B2 að hefja námskeið í fjallabjörgun í húsi FBSR. Bæði námskeiðin stóðu svo yfir alla helgina. Annasamur föstudagur!!