Greinasafn eftir: stjorn

Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu
fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið hreyfðar lengi? Ertu að
svipast um eftir reyndu göngutjaldi? Kanntu að meta fallega hluti með
sögu? Ertu að safna fyrir næstu reisu?

 

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

 

Þér er boðið að koma og selja/versla hluti og fatnað sem á einhvern hátt tengjast útivist og fjallabrölti.

Þetta
er þriðja árið í röð sem ÍSALP heldur búnaðarbazar í samstarfi við
FBSR. Reynslan er góð og það hefur sýnst sig að ólíklegustu hlutir fá
nýja eigendur. Stemmningin undanfarin ár hefur verið gríðarlega góð og
prútt stundað á hverjum bás.

 

 

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

 

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

 

Björgun 2010

Nú um helgina heldur Slysavarnafélagið Landsbjörg ráðstefnuna Björgun 2010 á Grand Hotel í Reykjavík.

Ráðstefnan Björgun hefur verið haldin á tveggja ára fresti síðan 1990 og hafa að jafnaði um 350 manns úr björgunarsveitum, slysavarnadeildum, lögreglu, slökkviliði og fleiri viðbragðseiningum sótt hana.
Skráning hefur gengið vel og hefur fjöldi erlendra gesta boðað komu sína, bæði fyrirlesarar sem og almennir þátttakendur.
Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra eru í boði á ráðstefnunni og þar á meðal fyrirlestrar frá félögum okkar einingar.

Sameiginleg undanfara æfing á svæði 1

Fjórir undarnfara tóku þátt í sameignlegri undanfaraæfingu undanfara á svæið 1 nú í kvöld, er þetta einn af mánaðrlegum æfingum þessara hópa. Æft var við Tröllafoss í Leirvogsá. Í þetta sinn var æfð fjallabjörgun með straumvatnsívafi. Þurfi annars vegar að bjarga manni sem sat fastur á kletta sillu illa slasaður og hins vega að aðstoða mann sem gat sig hvergi hreyft úti í ánni. Að sögn viðstaddra gekk æfingin vel.

Fyrsta hjálp 1

Komin er staðsetning fyrir námskeiðið í Fyrstu hjálp 1. Námskeiðið verður haldið í Menntaskólanum á Laugarvatni helgina 29-31 október. Námskeiðið byrjar stundvíslega kl 20:00 og verður fram á sunnudag.

Sjúkrasvið mælir með að félagar sem ekki hafa sótt námskeið síðustu ár mæti og skerpi á kunnáttunni. Almennt er mælst til að fólk sæki sér endurmenntun á tveggja ára fresti og gildir það ekki síst fyrir björgunarsveitarfólk.

Skráning er hafin á námskeiðið hjá Agnesi: agnessvans83(hjá)gmail.com

Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

Áttu
fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið hreyfðar lengi? Ertu að
svipast um eftir reyndu göngutjaldi? Kanntu að meta fallega hluti með
sögu? Ertu að safna fyrir næstu reisu?

 

Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

 

Þér er boðið að koma og selja/versla hluti og fatnað sem á einhvern hátt tengjast útivist og fjallabrölti.

Þetta
er þriðja árið í röð sem ÍSALP heldur búnaðarbazar í samstarfi við
FBSR. Reynslan er góð og það hefur sýnst sig að ólíklegustu hlutir fá
nýja eigendur. Stemmningin undanfarin ár hefur verið gríðarlega góð og
prútt stundað á hverjum bás.

 

 

Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

 

Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

Þriðjudagsfjör

Næsta þriðjudag, 19. október kl. 20.00,
verður myndasýning frá afmælisæfingu Flugbjörgunarsveitarinnar, Rauðum
október. Myndasýningin er partur af nýjum lið í dagskrá sveitarinnar sem
ætlað er að vera þau þriðjudagskvöld þar sem engir nýliðafundir eru.
Ætlunin er að bjóða upp á fyrirlestra eða myndasýningar sem eiga að
höfða til allra flubba. Einnig er það von að sem flestir finni með
þessu ástæðu til að láta sjá sig í húsi og jafnvel að endurnýja kynnin
við sveitinni.

Komin eru drög að dagskrá þau þriðjudagskvöld sem eru fram að jólatrjásölu:

19. október – myndasýning frá Rauðum október
02. nóvember – ferðasögur frá fyrstu áratugum FBSR
11. nóvember – ferðamennska á hjóli
30. nóvember – ?

Ef einhverjir hafa hugmynd að efni eða vilja kynna eitthvað er hægt að hafa samband við Sigurgeir, sgunnars [hjá] gmail.com

Vonandi sjá flestir sér fært að mæta.

Annasöm helgi

Um helgina voru tvenn námskeið auk vinnustofu og útkalls svo segja má að helgin hafi sannanlega verið annasöm fyrir félaga sveitarinnar. 

B1 fór uppí Tindfjöll að taka verklega þáttinn í rötun undir leiðsögn Arnaldar og þjálfaragengisins hans Matta.  Þá var B2 var á Þingvöllum og í Stardal við æfingar í fjallabjörgun með Kristjáni, Stefáni og fleiri góðum.  Voru báðir hóparnir gegnblautir eftir helgina en flestir ef ekki allir sammála um að mikið hefði safnast í reynslu og þekkingarbankann.

Þá voru fjallahópur ásamt vélsleðamönnum á vinnustofu í sprungubjörgun á Langjökli sem skipulögð var af björgunarskólanum.

Leit í Reykjavík

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út til leitar að stúlku í Reykjavík sem saknað hefur verið síðan um miðjan dag.

9 félagar úr FBSR tóku þátt í leitinni, þar af tveir í svæðisstjórn.

Mikið annað er í gangi hjá sveitinni um helgina. Nýliðar úr B1 eru í rötun í Tindfjöllum, B2 stúdera fjallabjörgun og Rigging for Rescue tækni á Þingvöllum og nokkrir félagar af fjallasviði og beltasviði voru við æfingar við sprungubjörgun á Langjökli í dag.

Björgun 2010

Þann 22. – 24. október n.k. verður ráðstefnan Björgun 2010 haldin á Grand Hóteli í Reykjavík.

Björgun er nú haldin í 11. skiptið og að þessu sinni verða tæplega 60 fyrirlestrar í boði, fluttir af innlendum sem erlendum sérfræðingum og þegar hefur fjöldi erlendra gesta boðað komu sína. Allir fyrirlestrar sem fluttir verða á ensku verða túlkaðir á íslensku.

Dagana fyrir ráðstefnuna verða einnig tvær sérhæfðar ráðstefnur; Verkfræði, jarðskjálftar, rústabjörgun og Almannavarnir sveitarfélaga. Einnig verða námskeið í notkun jeppa og beltatækja í leit og björgun.

Eftir opnunarfyrirlesturinn, sem fjallar um ferð Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haiti, verður nýr stjórnstöðvarbíll svæðisstjórnar á svæði 1 vígður og munu gestir ráðstefnunnar geta skoðað hann alla helgina.

Eftir að formlegum fyrirlestrum lýkur á föstudag verður sýnd ný sjónvarpsmynd, sem SagaFilm hefur gert fyrir alþjóðlegan markað, um ferð ÍA til Haiti.

Á laugardeginum verður sýning á björgunartækjum og búnaði sem nýst getur viðbragðsaðlilum við störf þeirra. Sýnendur eru fjölmargir, íslenskir sem erlendir.

Á laugardagskvöldið verður hátíðarkvöldverður í Lava, veitingastað Bláa lónsins.

Allir sem fylgjast með björgunarmálum á Íslandi ættu að mæta á ráðstefnuna því af henni má hafa bæði gagn og gaman.

Verðið á ráðstefnuna er 10.000 kr. fyrir félagsmenn.

Verðið í hátíðarkvöldverðinn á Lava veitingastað í Bláa Lóninu er 8.500 kr. sem félagar þurfa að borga sjálfir.

Nánari upplýsingar um dagskránna, skráning og önnur atriði má finna á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar, www.landsbjorg.is

Afmælisæfingu lokið

Afmælisæfing FBSR Rauður Október fór fram í gær, laugardag, og tókst æfingin í alla staði alveg frábærlega. Það voru um 250 björgunarmenn, um 70 sjúklingar og um 100 æfingarstjórar, verkefnastjórar, póstastjórar og aðrir stjórar sem tóku þátt í æfingunni að ógleymdum konum úr Kvennadeild FBSR og Slysavarnadeild Kvenna í Reykjavík; þannig að hátt í 500 manns í heildina.

Undirbúningur fyrir æfinguna hefur staðið í um mánuð en síðastu tvær vikur hafa nær verið undirlagðar fyrir undirbúning þessarar æfingar. Aðalfjörið hófst síðan á föstudag þegar lagðar voru lokahendur á undirbúning allra verkefnanna, upp úr miðnætti mætti förðunarlið og hjúkrunarfólk í hús og hófst undirbúningur á sjúklingum en farða þurfti hátt í 70 sjúklinga. Kl. 6.00 byrjuðu björgunarhópar að tilkynna sig inn til æfingastjórnar tilbúnir í fjörið og hófst þá allt gamanið. Óhætt er að segja að allir hafi verið á fullu fram til um kl. 19.30 þegar síðustu menn voru að fara úr húsi FBSR. Verkefni sem hóparnir tókust á við vorum af öllum toga sem búast má við í björgunarstarfi, s.s. köfun, leit á sjó, leit á landi, hundar leituðu, hestar leituðu og báru börur með sjúkling í, fjallabjörgun, þyrlan tók þátt í æfingunni, fjórhjól, bílar og rústabjörgun. Kl. 16.00 var hætt að deila verkefnum á hópana og héldu þá allir í hús FBSR við Flugvallaveg þar sem tekið var hraustlega til matar, en boðið var uppá grillaða hamborgarar og viðeigandi meðlæti. Einnig bauðst öllum að skella sér í sund í boði ÍTR og FBSR.

Stjórn FBSR þakkar öllum þeim sem tóku þátt í æfingunni á einn eða annan hátt alveg kærlega fyrir alveg frábæran dag. Við megum öll vera alveg hrikalega stolt yfir því hversu vel tókst til!!!

kafarar1

kafarar2

Myndir: Guðjón B.