Greinasafn eftir: stjorn

Pappírar

Mannst þú eftir eyðublöðunum okkar?

Hér eru eyðublöðin sem við erum að nota dags daglega í allskonar sýsl.

Til dæmis þegar Óla finnst línurnar okkar orðnar hættulega gamlar og vill að við kaupum nýjar línur þá smellir hann einu svona á stjorn hja fbsr punktur is, svo ef útlit er fyrir að upphæðin fari yfir 50.000 fær hann tilboð á allavega tveimur til þremur stöðum og svo kemur kannski jáið frá stjórninni og allir hoppa af kæti yfir nýja dótinu.

 

Af Landsbjargarsíðunni

Inná heimasíðunni landsbjorg.is er skemmtileg grein sem allt björgunarsveitafólk ætti að lesa. Greinin samanstendur af tveimur bréfum sem félaginu barst frá fólki sem hefur þegið aðstoð björgunarsveita og segja þau frá sinni upplifun í kringum það.

Beinn hlekkur á fréttina er hér

Neyðarkallinn gekk vel

Nú er formlegri sölu á Neyðarkallinum lokið þó enn sé hægt að ná sér í kippu með því að hafa beint samband við sveitirnar. Kunnum við öllum viðskiptavinum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst sölufólkinu okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina og vinnuna um helgina.

Salan gekk vel á að öllu leiti sem sýnir okkur að samfélagið kann vel að meta það starf sem fram fer innan sveitanna og öryggisnetið sem þær mynda.

FLUGMAÐUR Á GEYSI KEYPTI FYRSTA NEYÐARKALLINN

Dagfinnur Stefánsson, sem var flugmaður á Geysi er fórst á Bárðarbungu árið 1950, keypti fyrsta Neyðarkall björgunarsveita í dag og með því hófst formlega þessi árlega fjáröflun björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Dagfinnur sagði við þetta tækifæri að björgunarmenn þeir eru fyrstir komu að flugvélinni á Bárðarbungu hafi skilað sínu hlutverki vel en ljóst sé að björgunarsveitir í dag séu mun betur í stakk búnar til að takast á við stór verkefni, eins og fluglys eða náttúruhamfarir.

Magnús Hallgrímsson og Guttormur Þórarinsson sáu um sölu Neyðarkallsins til Dagfinns en Magnús er einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri sem var ein af fjölmörgum sveitum er stofnaðar voru í kjölfar Geysisslyssins og faðir Guttorms var í fyrsta björgunarhópnum sem kom að flakinu.

Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu selja Neyðarkall um land allt um helgina. Verða þeir við verslanir, verslanamiðstöðvar, útsölustaði ÁTVR og víðar. Einnig verður á sumum stöðum gengið í hús.

Sala Neyðarkalls er með stærstu fjáröflunum björgunarsveita og afar mikilvæg fyrir starfsemi þeirra, ekki síst í ár en sjaldan hafa björgunarsveitir landsins tekist á við jafn stór og viðamikil verkefni. Er þar skemmst að minnast ferðar Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haiti í janúar og umfangsmiklar aðgerðir í kringum eldgos á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.

Neyðarkallinn

Jæja nú er að taka á því og allir sem vettlingi geta valdið koma og selja, þess skal getið að það er skyldumæting hjá nýliðaflokkum B1 og B2.
 
Þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20:00. Átaksfundur vegna sölu á NEYÐARKALLINUM (ca. klukkustund) allir mæta.

  •  Miðvikudagur 3. nóvember kl. 16 – 19:00:
    • Afhending á NEYÐAKÖLLUM til að selja á vinnustöðum

    Fimmtudagur 4. nóvember:

    • Salan hefst af fullum krafti það þarf að mæta á Flugfélag Ísland kl 07:00 og selja skotveiðimönnum sem og öðrum farþegum

    Föstudagur 5. Nóvember:

    • Allir sölupóstar verða mannaðir, flestir frá kl 10:00 en mæting í hús fyrir kl 09:00 og það þarf að mæta á Flugfélag Ísland kl 07:00 og selja skotveiðimönnum sem og öðrum farþegum

    Laugardagur 6 nóvember:

    • Aðalsöludagur og Kringlan bætist við þennan dag, að minnsta kosti 9 póstar með leikhúsinu, mæting í hús fyrir kl 09:00

    Sunnudagur 7. nóvember:

    • Lokadagur almennrar sölu á NEYÐARKALLINUM og við ætlum að klára og fá meira og selja grimmt fram til síðasta kalls.

     
    Sölustjórar: Stefán Þór Þórsson 8444643 og Jón Svavarsson 8930733

  • Búnaðarbazar ÍSALP & FBSR

    Áttu
    fulla geymslu af græjum sem hafa ekki verið hreyfðar lengi? Ertu að
    svipast um eftir reyndu göngutjaldi? Kanntu að meta fallega hluti með
    sögu? Ertu að safna fyrir næstu reisu?

     

    Ef þú ert í þessum pælingum þá ættirðu að kíkja á búnaðarbazar ÍSALP og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

     

    Þér er boðið að koma og selja/versla hluti og fatnað sem á einhvern hátt tengjast útivist og fjallabrölti.

    Þetta
    er þriðja árið í röð sem ÍSALP heldur búnaðarbazar í samstarfi við
    FBSR. Reynslan er góð og það hefur sýnst sig að ólíklegustu hlutir fá
    nýja eigendur. Stemmningin undanfarin ár hefur verið gríðarlega góð og
    prútt stundað á hverjum bás.

     

     

    Hvar: Hús Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg

    Hvenær: Fimmtudagskvöldið 28. október kl. 20. Seljendur hvattir til að mæta kl. 19.30

     

    Munið að mæta í prúttstuði með fulla vasa af reiðuféi. Næsti hraðbanki er á Hótel Loftleiðum.

     

    Björgun 2010

    Nú um helgina heldur Slysavarnafélagið Landsbjörg ráðstefnuna Björgun 2010 á Grand Hotel í Reykjavík.

    Ráðstefnan Björgun hefur verið haldin á tveggja ára fresti síðan 1990 og hafa að jafnaði um 350 manns úr björgunarsveitum, slysavarnadeildum, lögreglu, slökkviliði og fleiri viðbragðseiningum sótt hana.
    Skráning hefur gengið vel og hefur fjöldi erlendra gesta boðað komu sína, bæði fyrirlesarar sem og almennir þátttakendur.
    Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra eru í boði á ráðstefnunni og þar á meðal fyrirlestrar frá félögum okkar einingar.

    Sameiginleg undanfara æfing á svæði 1

    Fjórir undarnfara tóku þátt í sameignlegri undanfaraæfingu undanfara á svæið 1 nú í kvöld, er þetta einn af mánaðrlegum æfingum þessara hópa. Æft var við Tröllafoss í Leirvogsá. Í þetta sinn var æfð fjallabjörgun með straumvatnsívafi. Þurfi annars vegar að bjarga manni sem sat fastur á kletta sillu illa slasaður og hins vega að aðstoða mann sem gat sig hvergi hreyft úti í ánni. Að sögn viðstaddra gekk æfingin vel.

    Fyrsta hjálp 1

    Komin er staðsetning fyrir námskeiðið í Fyrstu hjálp 1. Námskeiðið verður haldið í Menntaskólanum á Laugarvatni helgina 29-31 október. Námskeiðið byrjar stundvíslega kl 20:00 og verður fram á sunnudag.

    Sjúkrasvið mælir með að félagar sem ekki hafa sótt námskeið síðustu ár mæti og skerpi á kunnáttunni. Almennt er mælst til að fólk sæki sér endurmenntun á tveggja ára fresti og gildir það ekki síst fyrir björgunarsveitarfólk.

    Skráning er hafin á námskeiðið hjá Agnesi: agnessvans83(hjá)gmail.com